Viðskipti innlent

12 prósent samdráttur í bílasölu rakinn til bílaleiga

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Samdrátturinn er rakinn til þess að bílaleigur kaupa færri bíla en síðustu misseri.
Samdrátturinn er rakinn til þess að bílaleigur kaupa færri bíla en síðustu misseri. Vísir/Vilhelm
Rétt tæplega 12% samdráttur varð í sölu og viðhaldi vélknúinna ökutækja á tímabilinu maí-júní 2018 miðað við sömu mánuði í fyrra. Langstærstan hluta lækkunarinnar, eða 95 prósent, má skýra með lækkun veltu í undirliðnum Sala vélknúinna ökutækja.

Þá er samdrátturinn rakinn til þess að bílaleigur kaupa færri bíla en síðustu misseri. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar.

Á tímabilinu maí-júní 2018 voru 5.455 fólksbifreiðar nýskráðar, en það eru 1.522 (22%) færri en sömu mánuði 2017. Á sama tímabili voru nýskráðir bílaleigubílar 3.630 og er það fækkun um 1.893 (34%) miðað við árið áður.

Því má skýra samdrátt í bílasölu með að bílaleigur kaupi færri bíla. Undanfarin ár hefur velta bílaleigufyrirtækja aukist mikið og nýskráðum bílaleigubílum fjölgað.

Mynd/Hagstofan

Tengdar fréttir

Bílasalar verða helmingi færri

Bílasalar verða allt að helmingi færri árið 2025 samkvæmt rannsókn endurskoðunarfyrirtækisins KPMG í 43 löndum.

Samdráttur í bílasölu

Sala á nýjum bílum hefur dregist saman um nærri tólf prósent það sem af er þessu ári og hefur nýskráðum bílum fækkað um tvö þúsund milli ára. Framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins segir að markaðurinn sé nú að ná jafnvægi eftir mikinn uppgangstíma og spáir áframhaldandi samdrætti á næstu misserum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×