Vonarstjarnan laus úr haldi Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. maí 2018 06:40 Anwar Ibrahim á sér langa og dramatíska sögu í malasískum stjórnmálum Vísir/epa Malasíska stjórnmálamanninum Anwar Ibrahim hefur verið sleppt úr fangelsi, sem ætlað er að marki endurkomu hans í þarlend stjórnmál. Ibrahim var lengi talin ein skærasta vonarstjarna malasískra stjórnmála en var dæmdur fyrir spillingu og samkynhneigð árið 2000. Síðan þá hefur Anwar stokkið á milli þess að vera í stjórnmálum og í steininum. Nýkjörinn forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, lét það vera sitt fyrsta embættisverk að fara fram á náðun yfir Anwar - sem var svo veitt í dag. Forsætisráðherrann, sem er 92 ára gamall, hefur heitið því að víkja úr embætti innan tveggja ára svo að fyrrum fjandmaður hans Anwar geti tekið við keflinu. Samband Mahatir og Anwar er flókið, langt og stórmerkilegt - eins og lesa má úr útlistun breska ríkisútvarpsins. Á tíunda áratugnum voru þeir bandamenn í malasískum stjórnmálum þegar Mahatir gegndi stöðu forsætisráðherra og Anwar varaforsætisráðherra.Mahathir Mohamad stóð við stóru orðin.Vísir/GettyUndir lok áratugarins slettist hins vegar upp á vinskapinn og Anwar var rekinn - skömmu áður en fyrrum lærimeistari hans stakk honum í steininn. Hann losnaði úr fangelsi árið 2004 og leiddi stjórnarandstöðuna til stórra kosningasigra árið 2008 og 2013. Ári síðar var hann hins vegar handtekinn aftur og fluttur í fangelsi. Það var svo fyrr á þessu ári sem Mahatir tilkynnti, nokkuð óvænt, að hann myndi ganga í raðir stjórnandstöðunnur og sækjast eftir forsætisráðherraembættinu. Hann hafði hreinlega fengið nóg af öllum spillingarásökununum sem flokksbróðir hans, Najib Razak, hafði setið undir síðust misseri. Eitt af skilyrðunum fyrir því að Mahatir fengi að bjóða sig fram var sú að hann myndi óska eftir fyrrnefndri náðun. Mahatir gekkst við því, stóð við orð sín eftir kosningasigurinn og mun síðan láta af embætti fyrir árið 2020. Malasía Tengdar fréttir Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56 Situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en verður næsti forsætisráðherra Malasíu Anwar Ibrahim, fyrrverandi vonarstjarna malasískra stjórnmála, er aftur líklegur framtíðarleiðtogi landsins eftir að fréttir bárust af því að hann verði náðaður á næstunni. Hann situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en gæti orðið forsætisráðherra innan tveggja ára. 11. maí 2018 10:05 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Malasíska stjórnmálamanninum Anwar Ibrahim hefur verið sleppt úr fangelsi, sem ætlað er að marki endurkomu hans í þarlend stjórnmál. Ibrahim var lengi talin ein skærasta vonarstjarna malasískra stjórnmála en var dæmdur fyrir spillingu og samkynhneigð árið 2000. Síðan þá hefur Anwar stokkið á milli þess að vera í stjórnmálum og í steininum. Nýkjörinn forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, lét það vera sitt fyrsta embættisverk að fara fram á náðun yfir Anwar - sem var svo veitt í dag. Forsætisráðherrann, sem er 92 ára gamall, hefur heitið því að víkja úr embætti innan tveggja ára svo að fyrrum fjandmaður hans Anwar geti tekið við keflinu. Samband Mahatir og Anwar er flókið, langt og stórmerkilegt - eins og lesa má úr útlistun breska ríkisútvarpsins. Á tíunda áratugnum voru þeir bandamenn í malasískum stjórnmálum þegar Mahatir gegndi stöðu forsætisráðherra og Anwar varaforsætisráðherra.Mahathir Mohamad stóð við stóru orðin.Vísir/GettyUndir lok áratugarins slettist hins vegar upp á vinskapinn og Anwar var rekinn - skömmu áður en fyrrum lærimeistari hans stakk honum í steininn. Hann losnaði úr fangelsi árið 2004 og leiddi stjórnarandstöðuna til stórra kosningasigra árið 2008 og 2013. Ári síðar var hann hins vegar handtekinn aftur og fluttur í fangelsi. Það var svo fyrr á þessu ári sem Mahatir tilkynnti, nokkuð óvænt, að hann myndi ganga í raðir stjórnandstöðunnur og sækjast eftir forsætisráðherraembættinu. Hann hafði hreinlega fengið nóg af öllum spillingarásökununum sem flokksbróðir hans, Najib Razak, hafði setið undir síðust misseri. Eitt af skilyrðunum fyrir því að Mahatir fengi að bjóða sig fram var sú að hann myndi óska eftir fyrrnefndri náðun. Mahatir gekkst við því, stóð við orð sín eftir kosningasigurinn og mun síðan láta af embætti fyrir árið 2020.
Malasía Tengdar fréttir Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56 Situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en verður næsti forsætisráðherra Malasíu Anwar Ibrahim, fyrrverandi vonarstjarna malasískra stjórnmála, er aftur líklegur framtíðarleiðtogi landsins eftir að fréttir bárust af því að hann verði náðaður á næstunni. Hann situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en gæti orðið forsætisráðherra innan tveggja ára. 11. maí 2018 10:05 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56
Situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en verður næsti forsætisráðherra Malasíu Anwar Ibrahim, fyrrverandi vonarstjarna malasískra stjórnmála, er aftur líklegur framtíðarleiðtogi landsins eftir að fréttir bárust af því að hann verði náðaður á næstunni. Hann situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en gæti orðið forsætisráðherra innan tveggja ára. 11. maí 2018 10:05