Innlent

Nýr miðbær Selfoss í íbúakosningu

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Skiptar skoðanir eru um nýjan miðbæ Selfoss.
Skiptar skoðanir eru um nýjan miðbæ Selfoss. Batteríið
Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt að efna til íbúakosninga um aðal- og deiliskipulag Selfoss. Kosningin verður rafræn og mun standa yfir í viku. Stefnt er á að kosningin hefjist sem allra fyrst.

Bæjarráði Árborgar hefur verið falið að auglýsa kosninguna. Allir íbúar sveitarfélagsins frá 16 ára aldri hafa atkvæðisrétt í kosningunum.

Hart hefur verið tekist á um miðbæjarskipulag Selfossbæjar og eru skiptar skoðanir um fyrirhugaðar hugmyndir um uppbyggingu þar. Safnað var undirskriftum 1.928 einstaklinga í Árborg til að knýja fram íbúakosningu. Þetta eru um 29,4 prósent íbúa sveitarfélagsins.

„Nú hafa íbúar sveitarfélagsins gripið inn í málið og knúið meirihluta bæjarstjórnar til þess að hlusta á kröfur íbúa og heimila almenningi að segja sína skoðun á lýðræðislegan hátt,“ segir í bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar. „Það er sigur fyrir íbúalýðræðið.“ Í kosningaumfjöllun Fréttablaðsins um Árborg kom bersýnilega fram að miðbæjarskipulagið á Selfossi og fráveitumál eru þau málefni sem frambjóðendurnir töldu að yrðu helst í brennidepli í aðdraganda kosninganna sem fram fara þann 26. maí næstkomandi.




Tengdar fréttir

Deila um undirskriftir vegna íbúakosningar

29,4 prósent kosningabærra íbúa Árborgar óskuðu eftir því að íbúakosning færi fram um nýtt deiliskipulag miðbæjar Selfoss. Undirskriftalistar sendir til baka til ábyrgðarmanna af Þjóðskrá. Ekkert átt við listana að sögn ábyrgðamanns.

Yfirsást að telja rafrænu nöfnin

Við talningu á undirskriftum vegna íbúakosningar um nýtt skipulag í miðbæ Selfoss gleymdist að telja rafrænar undirskriftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×