Tólf Rússar ákærðir vegna Mueller-rannsóknarinnar Andri Eysteinsson skrifar 13. júlí 2018 18:43 Rod Rosenstein tilkynnti um ákærurnar á blaðamannafundi í Washington í dag. Vísir/EPA Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um ákærur gegn 12 rússneskum ríkisborgurum í kjölfar Mueller rannsóknarinnar. CNN greinir frá. Mueller rannsóknin, sem stýrt er af fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar, FBI, Robert Mueller, snýr að aðkomu Rússa að forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Rússarnir 12 eru sakaðir um að hafa af einbeittum brotavilja brotist inn í tölvukerfi og tölvupóstþjóna demókrataflokksins. Hinir ákærðu eru allir starfsmenn GRU, leyniþjónustu innan rússneska hersins.Demókratar vilja að Trump aflýsi fundi sínum með Pútín. Tímasetning tilkynningarinnar hefur vakið athygli en greint var frá ákærunum á sama tíma og heimsókn Donald Trump, Bandaríkjaforseta til Elísabetar Bretlandsdrottningar í Windsorhöll hófst. Heimsóknin er álitin hápunktur umdeildrar heimsóknar forsetans til Bretlands. Áætlað er að Trump muni á mánudag funda með Vladimir Putin, forseta Rússlands í Helsinki. Eingöngu forsetarnir ásamt túlkum sínum munu vera viðstaddir fundinn. Pútín hefur áður hafnað öllum ásökunum um aðkomu Rússa að kosningunum 2016. Háttsettir demókratar á borð við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Öldungadeild Bandaríkjaþings, Chuck Schumer, hafa kallað eftir því að Trump aflýsi fundinum tafarlaust.Enginn bandarískur ríkisborgari ásakaður Varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, sagði á blaðamannafundi í dag að enginn bandarískur ríkisborgari sé nefndur í ákærunni en þó hafi hinir ákærðu hafi átt í samskiptum við bandaríska ríkisborgara. „Það er engin ásökun um að bandarískir ríkisborgarar hafi framið glæpi“ sagði Rosenstein og bætti við að ekki sé talið að hinir kærðu hafi átt við atkvæði eða breytt niðurstöðum kosninganna að nokkru leyti. 11 eru ákærðir fyrir persónuþjófnað, peningaþvætti og ráðabrugg um að fremja tölvuglæpi. „Rússneskir starfsmenn GRU, brutust inn á síðu kosningastjórnar og stálu þar upplýsingum um um það bil 500.000 kjósendur“ sagði Rosenstein. Aðstoðarfjölmiðlafulltrúi Bandaríkjastjórnar Lindsey Walters segir að kæran styðji við það sem stjórnin hefur sagt, að engin tengsl séu milli Trump og afskipta Rússa. Bandaríkin Donald Trump Erlent Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa Saksóknarar á vegum sérstaka rannsakandans vilja að dómari í máli gegn rússneskri tröllaverksmiðju haldi leynd yfir sönnunargögnum vegna áframhaldandi afskipta Rússa af kosningum. 13. júní 2018 08:26 Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26 Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um ákærur gegn 12 rússneskum ríkisborgurum í kjölfar Mueller rannsóknarinnar. CNN greinir frá. Mueller rannsóknin, sem stýrt er af fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar, FBI, Robert Mueller, snýr að aðkomu Rússa að forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Rússarnir 12 eru sakaðir um að hafa af einbeittum brotavilja brotist inn í tölvukerfi og tölvupóstþjóna demókrataflokksins. Hinir ákærðu eru allir starfsmenn GRU, leyniþjónustu innan rússneska hersins.Demókratar vilja að Trump aflýsi fundi sínum með Pútín. Tímasetning tilkynningarinnar hefur vakið athygli en greint var frá ákærunum á sama tíma og heimsókn Donald Trump, Bandaríkjaforseta til Elísabetar Bretlandsdrottningar í Windsorhöll hófst. Heimsóknin er álitin hápunktur umdeildrar heimsóknar forsetans til Bretlands. Áætlað er að Trump muni á mánudag funda með Vladimir Putin, forseta Rússlands í Helsinki. Eingöngu forsetarnir ásamt túlkum sínum munu vera viðstaddir fundinn. Pútín hefur áður hafnað öllum ásökunum um aðkomu Rússa að kosningunum 2016. Háttsettir demókratar á borð við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Öldungadeild Bandaríkjaþings, Chuck Schumer, hafa kallað eftir því að Trump aflýsi fundinum tafarlaust.Enginn bandarískur ríkisborgari ásakaður Varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, sagði á blaðamannafundi í dag að enginn bandarískur ríkisborgari sé nefndur í ákærunni en þó hafi hinir ákærðu hafi átt í samskiptum við bandaríska ríkisborgara. „Það er engin ásökun um að bandarískir ríkisborgarar hafi framið glæpi“ sagði Rosenstein og bætti við að ekki sé talið að hinir kærðu hafi átt við atkvæði eða breytt niðurstöðum kosninganna að nokkru leyti. 11 eru ákærðir fyrir persónuþjófnað, peningaþvætti og ráðabrugg um að fremja tölvuglæpi. „Rússneskir starfsmenn GRU, brutust inn á síðu kosningastjórnar og stálu þar upplýsingum um um það bil 500.000 kjósendur“ sagði Rosenstein. Aðstoðarfjölmiðlafulltrúi Bandaríkjastjórnar Lindsey Walters segir að kæran styðji við það sem stjórnin hefur sagt, að engin tengsl séu milli Trump og afskipta Rússa.
Bandaríkin Donald Trump Erlent Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa Saksóknarar á vegum sérstaka rannsakandans vilja að dómari í máli gegn rússneskri tröllaverksmiðju haldi leynd yfir sönnunargögnum vegna áframhaldandi afskipta Rússa af kosningum. 13. júní 2018 08:26 Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26 Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa Saksóknarar á vegum sérstaka rannsakandans vilja að dómari í máli gegn rússneskri tröllaverksmiðju haldi leynd yfir sönnunargögnum vegna áframhaldandi afskipta Rússa af kosningum. 13. júní 2018 08:26
Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26