Hafró fær loksins langþráð rannsóknarskip Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2018 20:22 Á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í næstu viku verða afgreiddar tvær tillögur formanna allra flokka á þingi um kaup á nýju rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun og stofnun Barnamenningarsjóðs sem fær fimm hundruð milljónir króna á næstu fimm árum. Tillögurnar verða teknar til fyrri umræðu á aukafundi á Alþingi á þriðjudag í næstu viku en síðan afgreiddar í síðari umræðu á hátíðarfundi á Þingvöllum á miðvikudag, í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því Ísland hlaut fullveldi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir formenn allra flokka á þingi leggja tillöguna fram og þeir muni allir mæla fyrir málunum. Barnamenningarsjóðurinn muni fá hundrað milljónir króna á fjárlögum næstu fimm árin. „Sem verði ætlað að styrkja verkefni á sviði menningar fyrir börn og menningar sem unnin er af börnum. Í þeirri tillögu er líka gert ráð fyrir aukinni lýðræðislegri þátttöku barna. Við erum að horfa á að hér verði haldið reglubundið barnaþing til að leita eftir sjónarmiðum barna og ungmenna um samfélagsmál og þau mál sem þau vilja láta sig varða,” segir Katrín Fáar þjóðir eiga eins mikið undir lífríki hafsins og við Íslendingar. Hafrannsóknarstofnun rekur í dag tvö rannsóknarskip en lengi hefur verið kallað eftir að keypt yrði nýtt skip. Það verða því örugglega margir sem fagna þingsályktun formanna allra flokka á Alþingi um kaup á nýju og fullkomnu rannsóknarskipi. Skip Hafrannsóknarstofnunar eru Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson og er Bjarni kominn mjög til ára sinna. „Og þar erum við ekki síst að horfa til þeirrar miklu breytinga sem við gætum verið að sjá á lífríki hafsins. Vegna loftlagsbreytinga, súrnun sjávar, aukinnar plastmengunar. Þannig að við teljum mikla þörf á að þar verði ráðist í átak.” Og hvenær er meiningin að þetta nýja skip bætist í flotann? „Það mun að minnsta kosti taka þrjú ár að ljúka við smíði þess. En þá er að minnsta kosti búið að taka ákvörðun um að setja það á dagskrá,” segir Katrín. Alþingi mun einnig í tilefni fullveldisafmælisins í næstu viku afgreiða tillögu forsætisráðherra um útgáfu tveggja rita í samvinnu við Hið íslenska bókmenntafélag, um Þingvelli í íslenskri myndlist og um bókmenntasögu Íslands. Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Sjá meira
Á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í næstu viku verða afgreiddar tvær tillögur formanna allra flokka á þingi um kaup á nýju rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun og stofnun Barnamenningarsjóðs sem fær fimm hundruð milljónir króna á næstu fimm árum. Tillögurnar verða teknar til fyrri umræðu á aukafundi á Alþingi á þriðjudag í næstu viku en síðan afgreiddar í síðari umræðu á hátíðarfundi á Þingvöllum á miðvikudag, í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því Ísland hlaut fullveldi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir formenn allra flokka á þingi leggja tillöguna fram og þeir muni allir mæla fyrir málunum. Barnamenningarsjóðurinn muni fá hundrað milljónir króna á fjárlögum næstu fimm árin. „Sem verði ætlað að styrkja verkefni á sviði menningar fyrir börn og menningar sem unnin er af börnum. Í þeirri tillögu er líka gert ráð fyrir aukinni lýðræðislegri þátttöku barna. Við erum að horfa á að hér verði haldið reglubundið barnaþing til að leita eftir sjónarmiðum barna og ungmenna um samfélagsmál og þau mál sem þau vilja láta sig varða,” segir Katrín Fáar þjóðir eiga eins mikið undir lífríki hafsins og við Íslendingar. Hafrannsóknarstofnun rekur í dag tvö rannsóknarskip en lengi hefur verið kallað eftir að keypt yrði nýtt skip. Það verða því örugglega margir sem fagna þingsályktun formanna allra flokka á Alþingi um kaup á nýju og fullkomnu rannsóknarskipi. Skip Hafrannsóknarstofnunar eru Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson og er Bjarni kominn mjög til ára sinna. „Og þar erum við ekki síst að horfa til þeirrar miklu breytinga sem við gætum verið að sjá á lífríki hafsins. Vegna loftlagsbreytinga, súrnun sjávar, aukinnar plastmengunar. Þannig að við teljum mikla þörf á að þar verði ráðist í átak.” Og hvenær er meiningin að þetta nýja skip bætist í flotann? „Það mun að minnsta kosti taka þrjú ár að ljúka við smíði þess. En þá er að minnsta kosti búið að taka ákvörðun um að setja það á dagskrá,” segir Katrín. Alþingi mun einnig í tilefni fullveldisafmælisins í næstu viku afgreiða tillögu forsætisráðherra um útgáfu tveggja rita í samvinnu við Hið íslenska bókmenntafélag, um Þingvelli í íslenskri myndlist og um bókmenntasögu Íslands.
Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Sjá meira