Cohen krefur Palin um afsökunarbeiðni í karakter Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2018 16:22 Sacha Baron Cohen hefur ferðast um Bandaríkin og hrellt hina ýmsu stjórnmálamenn, til að mynda Söruh Palin. Vísir/getty Grínistinn og leikarinn Sacha Baron Cohen krefst þess að stjórnmálakonan Sarah Palin biðji sig afsökunar. Tilefnið er viðtal, sem Palin hefur sakað Cohen um að hafa narrað sig í á fölskum forsendum.Vísir greindi frá viðbrögðum Palin í vikunni en hún vandaði Cohen ekki kveðjurnar í Facebook-færslu. Þar sagði hún grínistann sjúkan og illan eftir að honum tókst að fá Palin í viðtal undir þeim formerkjum að hann væri slasaður, fyrrverandi hermaður.Sjá einnig: Dick Cheney áritaði vatnspyntingatól Nú hefur Cohen hins vegar svarað gagnrýni Palin og gerir það í karakter. Yfirlýsing hans er undirrituð af „Billy Wayne Ruddick Jr., PhD“, sem segist hafa tekið umrætt viðtal. „Ég sagði EKKI að ég væri fyrrverandi hermaður. Ég gegndi þjónustu, ekki á vegum hersins heldur póstþjónustu ríkisins, og ég barðist aðeins fyrir land mitt einu sinni – þegar ég skaut Mexíkana sem kom inn á landareign mína,“ skrifaði grínistinn. Þá lauk hann yfirlýsingunni með afgerandi kröfu um afsökunarbeiðni frá Palin.Here's the truth @SarahPalinUSA#MAGA #buildthewall #boycottsashacohen pic.twitter.com/iFZWrFTxWL— Billy Wayne Ruddick Jr., PhD (@BillyWRuddick) July 12, 2018 Greint var frá því á dögunum að grínistinn, sem er hvað þekktastur fyrir að glæða Ali G, Borat og Bruno lífi, hafi síðastliðið ár unnið að gerð nýrrar þáttaraðar. Í þáttunum kannar Cohen hinar ýmsu hliðar bandarískra stjórnmála og er hann sagður hafa tekið þungavigtarmenn á borð við Bernie Sanders og Dick Cheney tali - auk fyrrnefndrar Palin. Nú hefur fyrrverandi þingmaðurinn Roy Moore sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hótar því að lögsækja Cohen. Moore segist hafa þegið boð á verðlaunaafhendingu í Washington D.C. í febrúar síðastliðnum þar sem átti að heiðra hann fyrir stuðning sinn við Ísrael. Umræddur viðburður var á vegum Cohen og er Moore afar ósáttur við athæfið. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Næsta verkefni Sacha Baron Cohen er að ganga í Trump skólann Grínistinn Sacha Baron Cohen er greinilega kominn með næsta verkefni en hann er helst þekktur fyrir ódauðlega karaktera á borð við Ali G, Borat og Bruno. 5. júlí 2018 12:30 Sýður á Palin eftir spjall við hinn „illa“ Cohen Bandaríska stjórnmálakonan Sarah Palin vandar breska grínistanum Sacha Baron Cohen ekki kveðjurnar. 11. júlí 2018 11:27 Dick Cheney áritaði vatnspyntingatól Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, áritar brúsa sem er hannaður fyrir vatnspyntingar. 9. júlí 2018 20:50 Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira
Grínistinn og leikarinn Sacha Baron Cohen krefst þess að stjórnmálakonan Sarah Palin biðji sig afsökunar. Tilefnið er viðtal, sem Palin hefur sakað Cohen um að hafa narrað sig í á fölskum forsendum.Vísir greindi frá viðbrögðum Palin í vikunni en hún vandaði Cohen ekki kveðjurnar í Facebook-færslu. Þar sagði hún grínistann sjúkan og illan eftir að honum tókst að fá Palin í viðtal undir þeim formerkjum að hann væri slasaður, fyrrverandi hermaður.Sjá einnig: Dick Cheney áritaði vatnspyntingatól Nú hefur Cohen hins vegar svarað gagnrýni Palin og gerir það í karakter. Yfirlýsing hans er undirrituð af „Billy Wayne Ruddick Jr., PhD“, sem segist hafa tekið umrætt viðtal. „Ég sagði EKKI að ég væri fyrrverandi hermaður. Ég gegndi þjónustu, ekki á vegum hersins heldur póstþjónustu ríkisins, og ég barðist aðeins fyrir land mitt einu sinni – þegar ég skaut Mexíkana sem kom inn á landareign mína,“ skrifaði grínistinn. Þá lauk hann yfirlýsingunni með afgerandi kröfu um afsökunarbeiðni frá Palin.Here's the truth @SarahPalinUSA#MAGA #buildthewall #boycottsashacohen pic.twitter.com/iFZWrFTxWL— Billy Wayne Ruddick Jr., PhD (@BillyWRuddick) July 12, 2018 Greint var frá því á dögunum að grínistinn, sem er hvað þekktastur fyrir að glæða Ali G, Borat og Bruno lífi, hafi síðastliðið ár unnið að gerð nýrrar þáttaraðar. Í þáttunum kannar Cohen hinar ýmsu hliðar bandarískra stjórnmála og er hann sagður hafa tekið þungavigtarmenn á borð við Bernie Sanders og Dick Cheney tali - auk fyrrnefndrar Palin. Nú hefur fyrrverandi þingmaðurinn Roy Moore sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hótar því að lögsækja Cohen. Moore segist hafa þegið boð á verðlaunaafhendingu í Washington D.C. í febrúar síðastliðnum þar sem átti að heiðra hann fyrir stuðning sinn við Ísrael. Umræddur viðburður var á vegum Cohen og er Moore afar ósáttur við athæfið.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Næsta verkefni Sacha Baron Cohen er að ganga í Trump skólann Grínistinn Sacha Baron Cohen er greinilega kominn með næsta verkefni en hann er helst þekktur fyrir ódauðlega karaktera á borð við Ali G, Borat og Bruno. 5. júlí 2018 12:30 Sýður á Palin eftir spjall við hinn „illa“ Cohen Bandaríska stjórnmálakonan Sarah Palin vandar breska grínistanum Sacha Baron Cohen ekki kveðjurnar. 11. júlí 2018 11:27 Dick Cheney áritaði vatnspyntingatól Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, áritar brúsa sem er hannaður fyrir vatnspyntingar. 9. júlí 2018 20:50 Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira
Næsta verkefni Sacha Baron Cohen er að ganga í Trump skólann Grínistinn Sacha Baron Cohen er greinilega kominn með næsta verkefni en hann er helst þekktur fyrir ódauðlega karaktera á borð við Ali G, Borat og Bruno. 5. júlí 2018 12:30
Sýður á Palin eftir spjall við hinn „illa“ Cohen Bandaríska stjórnmálakonan Sarah Palin vandar breska grínistanum Sacha Baron Cohen ekki kveðjurnar. 11. júlí 2018 11:27
Dick Cheney áritaði vatnspyntingatól Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, áritar brúsa sem er hannaður fyrir vatnspyntingar. 9. júlí 2018 20:50