Deila um lögmæti kosninganna en kjörstjórn hafnar ásökunum Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 1. ágúst 2018 06:00 Stuðningsmenn stjórnarandstöðuflokksins fagna fyrir utan kosningamiðstöð í höfuðborginni. Vísir/AFP Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Simbabve er sigurviss eftir forsetakosningarnar en segir að töf á birtingu á niðurstöðum bendi til þess að brögð séu í tafli. Innanríkisráðherra hefur hótað flokknum saksókn vegna yfirlýsinga sinna. Kosningar til þings og forsetaembættis fóru fram í Simbabve á mánudaginn í fyrsta sinn frá því að Robert Mugabe var hrakinn frá völdum í nóvember í fyrra. Nelson Chimesa, leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, fullyrti í gærmorgun að flokkurinn væri að „vinna“ kosningarnar „örugglega“. Stuðningsmenn hans söfnuðust saman í kosningamiðstöðinni í höfuðborginni til þess að fagna þrátt fyrir að engar niðurstöður hefðu verið birtar. Flokkur Chimesa heldur því hins vegar fram að Zanu-PF sé að reyna að hagræða úrslitum kosninganna og segir að töf á birtingu niðurstaðna sé óásættanleg. Stjórnvöld hafa tekið illa í ásakanir stjórnarandstöðunnar. Obert Mpofu innanríkisráðherra sagði í gær að það færi gegn lögum að tilkynna niðurstöður kosninga áður en þær væru birtar. „Ég er ekki viss um að neinn vilji vekja reiði ákæruvaldsins né hætta á að fara í fangelsi,“ sagði Mpofu. Yfirkjörstjórn hefur frest fram á laugardag til að tilkynna úrslitin en formaður hennar, Priscilla Chigumba, gerir ekki ráð fyrir að beðið verði fram á síðustu stundu. Hún hafnar öllum ásökunum um kosningasvik. „Við munum ekki grafa undan vilja fólksins,“ sagði Chigumba á blaðamannafundi í gær. Kosningaeftirlitsmenn á vegum Evrópusambandsins skoðar nú hvort framkvæmd kosninga hafi verið í lagi. Þá eru áhyggjur af því að ofbeldi brjótist á endanum út vegna deilna um lögmæti kosninganna. „Við óttumst að fólk verði svo óánægt að það fari út á götur og þá vakna áhyggjur yfir viðbrögðum lögreglunnar,“ segir Andrew Makoni, starfsmaður samtaka sem höfðu 6.500 manns á sínum snærum við að vakta framkvæmd kosninganna. Úrslit þingkosninganna hafa verið tilkynnt að hluta til en yfirkjörstjórnin segist þurfa meiri tíma til að safna saman tölum úr forsetakosningunni. Forsetaframbjóðandi þarf yfir 50 prósent atkvæða til að vinna kosninguna, ella verður kosið á milli tveggja fylgismestu frambjóðendanna. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan lýsir yfir sigri í Simbabve Niðurstaða kosninga í gær hefur ekki verið opinberuð og verður ekki opinberuð fyrr en öll atkvæði hafa verið talin, samkvæmt yfirkjörstjórn ríkisins. 31. júlí 2018 15:28 Mugabe snýr baki við gömlum félögum Forseta- og þingkosningar fara fram í Simbabve í dag. Þetta eru fyrstu kosningarnar sem haldnar eru eftir að Robert Mugabe var steypt af stóli í nóvember á síðasta ári eftir 37 ára valdatíð. 30. júlí 2018 05:30 Stjórnarandstaðan í Simbabve kvartar yfir töfum Íbúar Simbabve ganga nú til sinna fyrstu kosninga án Robert Mugabe, fyrrverandi leiðtoga ríkisins, í framboði. 30. júlí 2018 16:10 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Fleiri fréttir Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Sjá meira
Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Simbabve er sigurviss eftir forsetakosningarnar en segir að töf á birtingu á niðurstöðum bendi til þess að brögð séu í tafli. Innanríkisráðherra hefur hótað flokknum saksókn vegna yfirlýsinga sinna. Kosningar til þings og forsetaembættis fóru fram í Simbabve á mánudaginn í fyrsta sinn frá því að Robert Mugabe var hrakinn frá völdum í nóvember í fyrra. Nelson Chimesa, leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, fullyrti í gærmorgun að flokkurinn væri að „vinna“ kosningarnar „örugglega“. Stuðningsmenn hans söfnuðust saman í kosningamiðstöðinni í höfuðborginni til þess að fagna þrátt fyrir að engar niðurstöður hefðu verið birtar. Flokkur Chimesa heldur því hins vegar fram að Zanu-PF sé að reyna að hagræða úrslitum kosninganna og segir að töf á birtingu niðurstaðna sé óásættanleg. Stjórnvöld hafa tekið illa í ásakanir stjórnarandstöðunnar. Obert Mpofu innanríkisráðherra sagði í gær að það færi gegn lögum að tilkynna niðurstöður kosninga áður en þær væru birtar. „Ég er ekki viss um að neinn vilji vekja reiði ákæruvaldsins né hætta á að fara í fangelsi,“ sagði Mpofu. Yfirkjörstjórn hefur frest fram á laugardag til að tilkynna úrslitin en formaður hennar, Priscilla Chigumba, gerir ekki ráð fyrir að beðið verði fram á síðustu stundu. Hún hafnar öllum ásökunum um kosningasvik. „Við munum ekki grafa undan vilja fólksins,“ sagði Chigumba á blaðamannafundi í gær. Kosningaeftirlitsmenn á vegum Evrópusambandsins skoðar nú hvort framkvæmd kosninga hafi verið í lagi. Þá eru áhyggjur af því að ofbeldi brjótist á endanum út vegna deilna um lögmæti kosninganna. „Við óttumst að fólk verði svo óánægt að það fari út á götur og þá vakna áhyggjur yfir viðbrögðum lögreglunnar,“ segir Andrew Makoni, starfsmaður samtaka sem höfðu 6.500 manns á sínum snærum við að vakta framkvæmd kosninganna. Úrslit þingkosninganna hafa verið tilkynnt að hluta til en yfirkjörstjórnin segist þurfa meiri tíma til að safna saman tölum úr forsetakosningunni. Forsetaframbjóðandi þarf yfir 50 prósent atkvæða til að vinna kosninguna, ella verður kosið á milli tveggja fylgismestu frambjóðendanna.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan lýsir yfir sigri í Simbabve Niðurstaða kosninga í gær hefur ekki verið opinberuð og verður ekki opinberuð fyrr en öll atkvæði hafa verið talin, samkvæmt yfirkjörstjórn ríkisins. 31. júlí 2018 15:28 Mugabe snýr baki við gömlum félögum Forseta- og þingkosningar fara fram í Simbabve í dag. Þetta eru fyrstu kosningarnar sem haldnar eru eftir að Robert Mugabe var steypt af stóli í nóvember á síðasta ári eftir 37 ára valdatíð. 30. júlí 2018 05:30 Stjórnarandstaðan í Simbabve kvartar yfir töfum Íbúar Simbabve ganga nú til sinna fyrstu kosninga án Robert Mugabe, fyrrverandi leiðtoga ríkisins, í framboði. 30. júlí 2018 16:10 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Fleiri fréttir Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Sjá meira
Stjórnarandstaðan lýsir yfir sigri í Simbabve Niðurstaða kosninga í gær hefur ekki verið opinberuð og verður ekki opinberuð fyrr en öll atkvæði hafa verið talin, samkvæmt yfirkjörstjórn ríkisins. 31. júlí 2018 15:28
Mugabe snýr baki við gömlum félögum Forseta- og þingkosningar fara fram í Simbabve í dag. Þetta eru fyrstu kosningarnar sem haldnar eru eftir að Robert Mugabe var steypt af stóli í nóvember á síðasta ári eftir 37 ára valdatíð. 30. júlí 2018 05:30
Stjórnarandstaðan í Simbabve kvartar yfir töfum Íbúar Simbabve ganga nú til sinna fyrstu kosninga án Robert Mugabe, fyrrverandi leiðtoga ríkisins, í framboði. 30. júlí 2018 16:10