Erlent

Prinsessan í tímaþröng og frestar brúðkaupinu um tvö ár

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mako prinsessa og Kei Komuro kynntust þegar þau voru bæði í námi,
Mako prinsessa og Kei Komuro kynntust þegar þau voru bæði í námi, Vísir/afp
Japanska prinessan Mako hefur tilkynnt um að hún hyggist fresta brúðkaupi sínu, sem halda átti á þessu ári, fram til ársins 2020. Í tilkynningu frá prinsessunni segir að hún og unnustinn hafi ekki fengið nægan tíma til undirbúnings. BBC greinir frá.

Mako trúlofast kærasta sínum Kei Komuro, sem er af almúgaættum, í fyrra. Verður það óhjákvæmilega til þess, eins og Vísir greindi frá í vor, að hún verður svipt öllum konunglegum titlum í fyllingu tímans.

Í tilkynningu frá parinu vegna málsins sagði að ekki hefði nægur tími fengist til fullnægjandi undirbúnings. Mikið verði um að vera hjá keisarafjölskyldunni á árinu og því næsta, þar á meðal fyrirhuguð afsögn keisarans Akihito.

„Mér þykir mjög leitt að hafa valdið þeim sem hafa hjálpað til við brúðkaupið vandræðum og verið þeim byrði,“ hafði AFP-fréttaveitan eftir Mako prinsessu í dag.  

Mako og Komuro, sem kynntust þegar þau voru bæði í námi, hafa þó fullvissað fjölskyldu sína og fjölmiðla ytra að þau stefni ótrauð að því að gifta sig þrátt fyrir að hafa frestað brúpkaupinu.

Mako er elsta barnabarn Akihito keisara og dóttir prinsins Fumihito sem er annar í röðinni að japanska keisaratitlinum. Bróðir hennar, sem fæddur er árið 2001, er sá þriðji.


Tengdar fréttir

Ástin dýrmætari en keisaratitlarnir

Prinsessan Mako greindi í gær frá trúlofun sinni og almúgamannsins Kei Komuro. Hún mun þurfa að afsala sér öllum titlum innan keisaraættarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×