Níundu heimsleikarnir hjá Anníe Mist hefjast í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2018 11:45 Anníe Mist Þórisdóttir með íslenska fánann á heimsleikunum í crossfit. Mynd/Instagram/anniethorisdottir Íslenska crossfit-goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir er mætt á heimsleikana í crossfit sem hefjast á svakalegum miðvikudegi í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. Þetta er langt frá því að vera fyrstu heimsleikarnir hjá Anníe Mist því hún er að fara að keppa í níunda sinn á leikunum sem er magnað afrek hjá konunni sem á mjög mikinn þátt í því að crossfit sló í gegn á Íslandi. Þetta er sögulegt afrek hjá Anníe Mist eins og kemur fram hér fyrir neðan.Annie Thorisdottir (@IcelandAnnie) continues to make @CrossFit history. After her @EuropeRegional victory, you can find her in the @CrossFitGames for the ninth time. pic.twitter.com/DothYxdAhH — CBS Sports (@CBSSports) May 20, 2018 Anníe Mist varð fyrsta konan til að vinna heimsleikana tvisvar sinnum þegar hún varð hraustasta kona heims tvö ár í röð frá 2011 til 2012. Fyrstu heimsleikar hennar vorið árið 2009 þegar hún náði 11. sæti. Anníe Mist var þá ekki orðin tvítug en hún er ennþá í frábæru keppnisformi 28 ára gömul. Anníe Mist hefur aðeins misst af einum heimsleikum frá árinu 2009 og hefur oftast nær verið í hópi þeirra bestu á leikunum. Officially checked in for The CrossFit Games 2018! 9th year @crossfitgames @reebok A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Jul 29, 2018 at 11:45am PDT Anníe Mist hafði endaði í öðru sæti árið 2010 og hún varð einnig í öðru sæti árið 2014 þegar hún snéri til baka eftir eins árs fjarveru vegna meiðsla. Anníe Mist varð að hætta keppni á leikunum 2015 vegna hitaslags en kom til baka árið eftir og náði þrettánda sæti. Anníe Mist komst síðan í fimmta sinn á verðlaunapall í fyrra þegar hún varð í þriðja sæti en hún var þá efst íslensku stelpnanna. CrossFit Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Sjá meira
Íslenska crossfit-goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir er mætt á heimsleikana í crossfit sem hefjast á svakalegum miðvikudegi í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. Þetta er langt frá því að vera fyrstu heimsleikarnir hjá Anníe Mist því hún er að fara að keppa í níunda sinn á leikunum sem er magnað afrek hjá konunni sem á mjög mikinn þátt í því að crossfit sló í gegn á Íslandi. Þetta er sögulegt afrek hjá Anníe Mist eins og kemur fram hér fyrir neðan.Annie Thorisdottir (@IcelandAnnie) continues to make @CrossFit history. After her @EuropeRegional victory, you can find her in the @CrossFitGames for the ninth time. pic.twitter.com/DothYxdAhH — CBS Sports (@CBSSports) May 20, 2018 Anníe Mist varð fyrsta konan til að vinna heimsleikana tvisvar sinnum þegar hún varð hraustasta kona heims tvö ár í röð frá 2011 til 2012. Fyrstu heimsleikar hennar vorið árið 2009 þegar hún náði 11. sæti. Anníe Mist var þá ekki orðin tvítug en hún er ennþá í frábæru keppnisformi 28 ára gömul. Anníe Mist hefur aðeins misst af einum heimsleikum frá árinu 2009 og hefur oftast nær verið í hópi þeirra bestu á leikunum. Officially checked in for The CrossFit Games 2018! 9th year @crossfitgames @reebok A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Jul 29, 2018 at 11:45am PDT Anníe Mist hafði endaði í öðru sæti árið 2010 og hún varð einnig í öðru sæti árið 2014 þegar hún snéri til baka eftir eins árs fjarveru vegna meiðsla. Anníe Mist varð að hætta keppni á leikunum 2015 vegna hitaslags en kom til baka árið eftir og náði þrettánda sæti. Anníe Mist komst síðan í fimmta sinn á verðlaunapall í fyrra þegar hún varð í þriðja sæti en hún var þá efst íslensku stelpnanna.
CrossFit Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Sjá meira