Kosningar í Eflingu: Segjast ekki kannast við áróður á kjörstað Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2018 19:05 Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar Eflingar. Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar verkalýðsfélagsins Eflingar, segir að þeir starfsmenn félagsins sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað utan kjörfundar kannist ekki við atvikið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum en Vísir greindi í dag frá yfirlýsingu tveggja einstaklinga sem lýsir því hvernig starfsmaður á skrifstofu Eflingar, sem sá um kosningu utan kjörfundar, reyndi að telja konu sem er af erlendu bergi brotin inn á það að kjósa A-listann í stjórn félagsins. Gísli Tryggvason, lögmaður B-lista, sagðist í stuttu samtali við Vísi vera búinn að boða kæru vegna málsins. Í yfirlýsingu formanns kjörstjórnar kemur fram að kjörstjórn Eflingar hafi ekki borist neinar kærur vegna framkvæmdar á kosningu til stjórnar. „Formaður kjörstjórnar fékk sent afrit bréfs sem ekki var á neinn stílað þar sem tveir einstaklingar segjast hafa verið vitni að áróðri starfsmanns á kjörstað. Þó ekki sé eða hafi verið um kæru að ræða hefur verið farið yfir meint atvik með starfsmönnum og kannast þeir ekki við þá háttsemi sem ýjað er að,“ segir í yfirlýsingu formanns kjörstjórnar. Tveir listar eru í framboði til stjórnar Eflingar, A-listi stjórnar og trúnaðarráðs og B-listi Sólveigar Önnu Jónsdóttur. Kjördagar eru í dag og á morgun. Í bréfinu sem formaður kjörstjórnar vísar í í yfirlýsingu sinni og Vísir fjallaði um í dag segjast tveir einstaklingar hafa þann 1. mars verið að bíða þess þriðja sem var í kjörklefa þegar erlend kona kom inn á skrifstofuna. Konan kvartaði undan því að ekki væru aðgengilegar upplýsingar um kosningarnar á tungumáli sem hún skildi og að hún hefði enga hugmynd um hvað ætti að kjósa. Konan sem annaðist kosningarnar hélt því hins vegar fram að allar upplýsingar væru aðgengilegar á ensku, á vefsíðunni og hóf síðan að ræða nánar við konuna. Hún staðhæfði að A-listann skipaði mjög hæft fólk, sem þegar væri starfandi hjá félaginu, hefði gert það og vissi því hvað það væri að gera og hvernig félagið virkaði. Því væri hins vegar ekki svo farið með B-listann. Þar færi þvert á móti folk sem aldrei hefði svo mikið sem mætt á fundi félagsins, ekkert þeirra hefði starfað hjá félaginu og vissi því fátt eitt um hvernig það virkaði. Það eina sem það fólk vildi væri bara „verkfall, verkfall og aftur verkfall“ en Efling ætti að forðast verkföll því þetta væri hreyfing fólks sem hefði mjög lág laun og verkfall myndi því reynast því mjög kostnaðarsamt. Kjaramál Tengdar fréttir Þúsundir utan kjörskrárinnar Af þeim tæplega 25 þúsund manns sem greiða eða hafa greitt iðgjöld til Eflingar á undanförnum 12 mánuðum eru aðeins rúmlega 16 þúsund á kjörskrá vegna stjórnarkjörs í stéttarfélaginu Eflingu. 28. febrúar 2018 07:00 400 hafa þegar kosið í Eflingu Um 400 manns hafa kosið utan kjörfundar í kosningu um nýjan formann og stjórn Eflingar. Kjörfundur hefst klukkan níu í dag á skrifstofu félagsins að Guðrúnartúni 1 og stendur til kl. 16 á morgun. 5. mars 2018 06:00 „Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Sjá meira
Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar verkalýðsfélagsins Eflingar, segir að þeir starfsmenn félagsins sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað utan kjörfundar kannist ekki við atvikið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum en Vísir greindi í dag frá yfirlýsingu tveggja einstaklinga sem lýsir því hvernig starfsmaður á skrifstofu Eflingar, sem sá um kosningu utan kjörfundar, reyndi að telja konu sem er af erlendu bergi brotin inn á það að kjósa A-listann í stjórn félagsins. Gísli Tryggvason, lögmaður B-lista, sagðist í stuttu samtali við Vísi vera búinn að boða kæru vegna málsins. Í yfirlýsingu formanns kjörstjórnar kemur fram að kjörstjórn Eflingar hafi ekki borist neinar kærur vegna framkvæmdar á kosningu til stjórnar. „Formaður kjörstjórnar fékk sent afrit bréfs sem ekki var á neinn stílað þar sem tveir einstaklingar segjast hafa verið vitni að áróðri starfsmanns á kjörstað. Þó ekki sé eða hafi verið um kæru að ræða hefur verið farið yfir meint atvik með starfsmönnum og kannast þeir ekki við þá háttsemi sem ýjað er að,“ segir í yfirlýsingu formanns kjörstjórnar. Tveir listar eru í framboði til stjórnar Eflingar, A-listi stjórnar og trúnaðarráðs og B-listi Sólveigar Önnu Jónsdóttur. Kjördagar eru í dag og á morgun. Í bréfinu sem formaður kjörstjórnar vísar í í yfirlýsingu sinni og Vísir fjallaði um í dag segjast tveir einstaklingar hafa þann 1. mars verið að bíða þess þriðja sem var í kjörklefa þegar erlend kona kom inn á skrifstofuna. Konan kvartaði undan því að ekki væru aðgengilegar upplýsingar um kosningarnar á tungumáli sem hún skildi og að hún hefði enga hugmynd um hvað ætti að kjósa. Konan sem annaðist kosningarnar hélt því hins vegar fram að allar upplýsingar væru aðgengilegar á ensku, á vefsíðunni og hóf síðan að ræða nánar við konuna. Hún staðhæfði að A-listann skipaði mjög hæft fólk, sem þegar væri starfandi hjá félaginu, hefði gert það og vissi því hvað það væri að gera og hvernig félagið virkaði. Því væri hins vegar ekki svo farið með B-listann. Þar færi þvert á móti folk sem aldrei hefði svo mikið sem mætt á fundi félagsins, ekkert þeirra hefði starfað hjá félaginu og vissi því fátt eitt um hvernig það virkaði. Það eina sem það fólk vildi væri bara „verkfall, verkfall og aftur verkfall“ en Efling ætti að forðast verkföll því þetta væri hreyfing fólks sem hefði mjög lág laun og verkfall myndi því reynast því mjög kostnaðarsamt.
Kjaramál Tengdar fréttir Þúsundir utan kjörskrárinnar Af þeim tæplega 25 þúsund manns sem greiða eða hafa greitt iðgjöld til Eflingar á undanförnum 12 mánuðum eru aðeins rúmlega 16 þúsund á kjörskrá vegna stjórnarkjörs í stéttarfélaginu Eflingu. 28. febrúar 2018 07:00 400 hafa þegar kosið í Eflingu Um 400 manns hafa kosið utan kjörfundar í kosningu um nýjan formann og stjórn Eflingar. Kjörfundur hefst klukkan níu í dag á skrifstofu félagsins að Guðrúnartúni 1 og stendur til kl. 16 á morgun. 5. mars 2018 06:00 „Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Sjá meira
Þúsundir utan kjörskrárinnar Af þeim tæplega 25 þúsund manns sem greiða eða hafa greitt iðgjöld til Eflingar á undanförnum 12 mánuðum eru aðeins rúmlega 16 þúsund á kjörskrá vegna stjórnarkjörs í stéttarfélaginu Eflingu. 28. febrúar 2018 07:00
400 hafa þegar kosið í Eflingu Um 400 manns hafa kosið utan kjörfundar í kosningu um nýjan formann og stjórn Eflingar. Kjörfundur hefst klukkan níu í dag á skrifstofu félagsins að Guðrúnartúni 1 og stendur til kl. 16 á morgun. 5. mars 2018 06:00
„Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31