Hótelstjóri segir lögum breytt eftir séróskalista Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. mars 2018 06:00 Steinar Berg Ísleifsson og Ingibjörg Pálsdóttir í Fossatúni telja sig hafa orðið af milljónaviðskiptum vegna sölu Veiðifélags Grímsár og Tunguár á gistingu. Steinar Berg Ísleifsson og Ingibjörg Pálsdóttir, sem reka hótel á jörð sinni Fossatúni við Grímsá í Borgarfirði, segja Alþingi hafa stuðst við sjónarmið sem Hæstiréttur hafi áður hafnað er lögum um veiðifélög var breytt. Á vefsíðu sinni segja Steinar og Ingibjörg að sé sértækum hagsmunum framfylgt af „valinkunnum“ einstaklingum eða hagsmunasamtökum geti þeir farið í gegnum stjórnsýsluna og Alþingi og orðið að lögum. „Af hverju, Sigurður Ingi, útilokaðir þú sjónarmið og þekkingu okkar við vinnu lagagerðarinnar í ráðuneyti þínu þegar þú varst í raun að undirbúa lög til höfuðs okkur ábúendum í Fossatúni?“ spyrja Steinar og Ingibjörg í opnu bréfi til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannessonar, áður landbúnaðarráðherra og nú samgönguráðherra Steinar og Ingibjörg keyptu Fossatún á árinu 2001. Með fylgja veiðiréttindi í Grímsá og þar með skylduaðild að Veiðifélagi Grímsár og Tunguár. Á vefsíðu þeirra sveitasaga.com segir að skömmu áður en þau hófu rekstur ferðaþjónustu í Fossatúni árið 2005 hafi stjórn veiðifélagsins ákveðið að leigja veiðihúsið að Fossási út sem sveitahótel utan laxveiðitímans. „Okkur ábúendum í Fossatúni þótti sérkennilegt að standa í samkeppni við veiðifélagið og svarta atvinnustarfsemi í skjóli þess,“ segir á vefsíðunni. Þau hafi leitað réttar síns og Hæstiréttur dæmt að veiðifélaginu væri óheimilt að leigja veiðihúsið út til samkeppnislegrar starfsemi utan veiðitíma án samþykkis allra félagsmanna. „Skömmu eftir dóminn gekk formaður Landssambands veiðifélaga á fund sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fullyrti að Hæstiréttur hefði komist að rangri niðurstöðu og að það þyrfti að uppfæra lögin. Honum var falið að vinna að lagabreytingu ásamt starfsmönnum ráðuneytisins,“ rekja hjónin. Helsta stuðningsgagn lagabreytingarinnar hafi verið álitsgerð sem Lagastofnun Háskóla Íslands vann og Landssamband veiðifélaga greiddi fyrir í tengslum við ágreining ábúenda Fossatúns og veiðifélagsinsSegja breytinguna andstæða stjórnarskrá „Hæstiréttur hafnaði niðurstöðu álitsgerðarinnar og því hlýtur það að teljast óeðlilegt og öfugsnúið að hún sé síðan helsta stoð Alþingis fyrir lagabreytingunni,“ segir á síðu Steinars og Ingibjargar. Komin sé ný skilgreining á hlutverki veiðifélaga. „Við bætist markmið um að taka þátt í almennum hótel- og veitingarekstri til að hámarka arðsemi. Spurning hvort hægt sé að skylda fólk til þátttöku í slíku félagi með lögum og víkja þannig til hliðar félagafrelsi stjórnarskrárinnar?“ Hjónin segjast ítrekað hafa leitað til ráðuneytisins sem vann lögin og til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og beðið um fundi. „Því miður hafa bæði ráðuneytið og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sniðgengið þær óskir eða hafnað þeim,“ segja þau. Í opna bréfinu segja hjónin að lagabreytingin sé andstæð stjórnarskrá. „Eða teljið þið að hægt sé að skylda fólk til að vera í félagi sem hefur það að markmiði að standa í eignaumsýslu og hámarka arðsemi félagsmanna?“ spyrja þau ráðherrana. „Af hverju samþykktuð þið, Katrín og Bjarni, þessi illa ígrunduðu lög 30. júní 2015? Réð sannfæring ykkar því eða meðvirkni?“ Ennfremur segja þau eina forsendu lagabreytingarinnar hafa verið að hún hefði aðeins áhrif á veiðifélög. „Það er firra. Spyrjið Samtök ferðaþjónustunnar! Við hjón höfum og liðið fyrir þetta fjárhagslega og félagslega.“ Steinar kveðst hafa dreift bæklingum um málið til alþingismanna. Hann kveðst bjartsýnn á jákvæðar undirtektir. „Það hlýtur að vera tilefni til þess að ræða málin,“ segir vertinn í Fossatúni við Fréttablaðið. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Steinar Berg Ísleifsson og Ingibjörg Pálsdóttir, sem reka hótel á jörð sinni Fossatúni við Grímsá í Borgarfirði, segja Alþingi hafa stuðst við sjónarmið sem Hæstiréttur hafi áður hafnað er lögum um veiðifélög var breytt. Á vefsíðu sinni segja Steinar og Ingibjörg að sé sértækum hagsmunum framfylgt af „valinkunnum“ einstaklingum eða hagsmunasamtökum geti þeir farið í gegnum stjórnsýsluna og Alþingi og orðið að lögum. „Af hverju, Sigurður Ingi, útilokaðir þú sjónarmið og þekkingu okkar við vinnu lagagerðarinnar í ráðuneyti þínu þegar þú varst í raun að undirbúa lög til höfuðs okkur ábúendum í Fossatúni?“ spyrja Steinar og Ingibjörg í opnu bréfi til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannessonar, áður landbúnaðarráðherra og nú samgönguráðherra Steinar og Ingibjörg keyptu Fossatún á árinu 2001. Með fylgja veiðiréttindi í Grímsá og þar með skylduaðild að Veiðifélagi Grímsár og Tunguár. Á vefsíðu þeirra sveitasaga.com segir að skömmu áður en þau hófu rekstur ferðaþjónustu í Fossatúni árið 2005 hafi stjórn veiðifélagsins ákveðið að leigja veiðihúsið að Fossási út sem sveitahótel utan laxveiðitímans. „Okkur ábúendum í Fossatúni þótti sérkennilegt að standa í samkeppni við veiðifélagið og svarta atvinnustarfsemi í skjóli þess,“ segir á vefsíðunni. Þau hafi leitað réttar síns og Hæstiréttur dæmt að veiðifélaginu væri óheimilt að leigja veiðihúsið út til samkeppnislegrar starfsemi utan veiðitíma án samþykkis allra félagsmanna. „Skömmu eftir dóminn gekk formaður Landssambands veiðifélaga á fund sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fullyrti að Hæstiréttur hefði komist að rangri niðurstöðu og að það þyrfti að uppfæra lögin. Honum var falið að vinna að lagabreytingu ásamt starfsmönnum ráðuneytisins,“ rekja hjónin. Helsta stuðningsgagn lagabreytingarinnar hafi verið álitsgerð sem Lagastofnun Háskóla Íslands vann og Landssamband veiðifélaga greiddi fyrir í tengslum við ágreining ábúenda Fossatúns og veiðifélagsinsSegja breytinguna andstæða stjórnarskrá „Hæstiréttur hafnaði niðurstöðu álitsgerðarinnar og því hlýtur það að teljast óeðlilegt og öfugsnúið að hún sé síðan helsta stoð Alþingis fyrir lagabreytingunni,“ segir á síðu Steinars og Ingibjargar. Komin sé ný skilgreining á hlutverki veiðifélaga. „Við bætist markmið um að taka þátt í almennum hótel- og veitingarekstri til að hámarka arðsemi. Spurning hvort hægt sé að skylda fólk til þátttöku í slíku félagi með lögum og víkja þannig til hliðar félagafrelsi stjórnarskrárinnar?“ Hjónin segjast ítrekað hafa leitað til ráðuneytisins sem vann lögin og til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og beðið um fundi. „Því miður hafa bæði ráðuneytið og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sniðgengið þær óskir eða hafnað þeim,“ segja þau. Í opna bréfinu segja hjónin að lagabreytingin sé andstæð stjórnarskrá. „Eða teljið þið að hægt sé að skylda fólk til að vera í félagi sem hefur það að markmiði að standa í eignaumsýslu og hámarka arðsemi félagsmanna?“ spyrja þau ráðherrana. „Af hverju samþykktuð þið, Katrín og Bjarni, þessi illa ígrunduðu lög 30. júní 2015? Réð sannfæring ykkar því eða meðvirkni?“ Ennfremur segja þau eina forsendu lagabreytingarinnar hafa verið að hún hefði aðeins áhrif á veiðifélög. „Það er firra. Spyrjið Samtök ferðaþjónustunnar! Við hjón höfum og liðið fyrir þetta fjárhagslega og félagslega.“ Steinar kveðst hafa dreift bæklingum um málið til alþingismanna. Hann kveðst bjartsýnn á jákvæðar undirtektir. „Það hlýtur að vera tilefni til þess að ræða málin,“ segir vertinn í Fossatúni við Fréttablaðið.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira