Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. janúar 2018 12:15 Sunna Elvira ásamt dóttur sinni. Unnur Birgisdóttir Enn er ekki ljóst hvort Sunna Elvira Þorkelsdóttir komist heim til Íslands í dag. Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. „Þetta er statt þannig að utanríkisráðuneytið og ríkislögreglustjóri eru að reyna að leysa passann hennar, fá passann hennar frá lögregluyfirvöldum,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu, í samtali við Vísi. „Hún er ekki með stöðu grunaðs hér eða þar, þetta er bara einhver suðurevrópsk tregða í málinu. Flugfélagið er á stand-by að ná í hana þegar það kemur grænt ljós.“ Hann segir að vegabréf Sunnu hafi verið í haldi lögreglu vegna rannsóknarhagsmuna í máli Sigurðar Kristinssonar, eiginmanns Sunnu. Sigurður var handtekinn við heimkomu frá Malaga á fimmtudaginn, en hann er grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Sigurður situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins.Í lífshættu og án viðunandi umönnunar Aðspurður hversu miklum fjármunum hefur verið safnað fyrir hönd Sunnu, segist hann ekki hafa nákvæma tölu á því. Þó hafi verið safnað fyrir flugfarinu, en kostnaðurinn við sjúkraflutning Sunnu Elviru til landsins er 5,5 milljónir íslenskra króna. Leigja þarf sjúkraflugvél til verksins og læknir og hjúkrunarfræðingur þurfa að vera með í för. Þá felst kostnaður í að þýða skjöl og skýrslur vegna meðferðar Sunnu ytra. „Þjóðin bara gerði kraftaverk. En ástandið á henni hins vegar fer dagversnandi,“ segir Jón Kristinn. Til að mynda hafi Sunna Elvira verið færð í stól í gær og við það hafi blóðþrýstingur hennar fallið og hún fallið í yfirlið. „Hún er bara í lífshættu og það er engin umönnun þarna.“Er fólkið hennar orðið svartsýnna á að hún nái bata? „Með hverri einustu mínútu sem hún er ekki undir öruggum læknishöndum þá minnka líkurnar á því.“ Heilbrigðismál Lögreglumál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir „Sýnir hvað þessi þjóð er mögnuð“ Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í borginni Malaga á Spáni. 24. janúar 2018 10:53 Sunna kemur heim á morgun "Því miður reyndist ekki vera flugvél til taks í Bretlandi til að fara suður að sækja hana fyrr en á laugardag,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem slasaðist alvarlega í Malaga á Spáni í síðustu viku. 26. janúar 2018 06:00 Verður komin til Íslands innan tveggja sólarhringa Ung íslensk kona sem lamaðist við fall í Malaga á Spáni verður komin til landsins innan tveggja sólarhringa. Fjölskylduvinur segir hana hafa fengið litla þjónustu á sjúkrahúsinu og þakkar íslensku þjóðinni fyrir að koma henni undir læknishendur hér á landi. 24. janúar 2018 19:00 Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Enn er ekki ljóst hvort Sunna Elvira Þorkelsdóttir komist heim til Íslands í dag. Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. „Þetta er statt þannig að utanríkisráðuneytið og ríkislögreglustjóri eru að reyna að leysa passann hennar, fá passann hennar frá lögregluyfirvöldum,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu, í samtali við Vísi. „Hún er ekki með stöðu grunaðs hér eða þar, þetta er bara einhver suðurevrópsk tregða í málinu. Flugfélagið er á stand-by að ná í hana þegar það kemur grænt ljós.“ Hann segir að vegabréf Sunnu hafi verið í haldi lögreglu vegna rannsóknarhagsmuna í máli Sigurðar Kristinssonar, eiginmanns Sunnu. Sigurður var handtekinn við heimkomu frá Malaga á fimmtudaginn, en hann er grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Sigurður situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins.Í lífshættu og án viðunandi umönnunar Aðspurður hversu miklum fjármunum hefur verið safnað fyrir hönd Sunnu, segist hann ekki hafa nákvæma tölu á því. Þó hafi verið safnað fyrir flugfarinu, en kostnaðurinn við sjúkraflutning Sunnu Elviru til landsins er 5,5 milljónir íslenskra króna. Leigja þarf sjúkraflugvél til verksins og læknir og hjúkrunarfræðingur þurfa að vera með í för. Þá felst kostnaður í að þýða skjöl og skýrslur vegna meðferðar Sunnu ytra. „Þjóðin bara gerði kraftaverk. En ástandið á henni hins vegar fer dagversnandi,“ segir Jón Kristinn. Til að mynda hafi Sunna Elvira verið færð í stól í gær og við það hafi blóðþrýstingur hennar fallið og hún fallið í yfirlið. „Hún er bara í lífshættu og það er engin umönnun þarna.“Er fólkið hennar orðið svartsýnna á að hún nái bata? „Með hverri einustu mínútu sem hún er ekki undir öruggum læknishöndum þá minnka líkurnar á því.“
Heilbrigðismál Lögreglumál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir „Sýnir hvað þessi þjóð er mögnuð“ Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í borginni Malaga á Spáni. 24. janúar 2018 10:53 Sunna kemur heim á morgun "Því miður reyndist ekki vera flugvél til taks í Bretlandi til að fara suður að sækja hana fyrr en á laugardag,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem slasaðist alvarlega í Malaga á Spáni í síðustu viku. 26. janúar 2018 06:00 Verður komin til Íslands innan tveggja sólarhringa Ung íslensk kona sem lamaðist við fall í Malaga á Spáni verður komin til landsins innan tveggja sólarhringa. Fjölskylduvinur segir hana hafa fengið litla þjónustu á sjúkrahúsinu og þakkar íslensku þjóðinni fyrir að koma henni undir læknishendur hér á landi. 24. janúar 2018 19:00 Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
„Sýnir hvað þessi þjóð er mögnuð“ Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í borginni Malaga á Spáni. 24. janúar 2018 10:53
Sunna kemur heim á morgun "Því miður reyndist ekki vera flugvél til taks í Bretlandi til að fara suður að sækja hana fyrr en á laugardag,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem slasaðist alvarlega í Malaga á Spáni í síðustu viku. 26. janúar 2018 06:00
Verður komin til Íslands innan tveggja sólarhringa Ung íslensk kona sem lamaðist við fall í Malaga á Spáni verður komin til landsins innan tveggja sólarhringa. Fjölskylduvinur segir hana hafa fengið litla þjónustu á sjúkrahúsinu og þakkar íslensku þjóðinni fyrir að koma henni undir læknishendur hér á landi. 24. janúar 2018 19:00
Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00