Flugliðar WOW sendir í launalaust leyfi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. janúar 2018 11:02 Samkvæmt Svönu Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúa WOW, náði aðgerðin ekki til fastráðinna flugliða. Wow Air WOW air hefur sent hóp flugliða í tímabundið launalaust leyfi í vetur. Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir að brugðið sé á þetta ráð til að bregðast við árstíðabundnum sveiflum í rekstri flugfélagsins. Sé þetta gert til að forðast hópuppsagnir. „Rétt eins og hjá all flestum evrópskum flugfélögum þá er meira flug yfir sumarið hjá WOW air en um vetur. WOW air hefur brugðist við þessum árstíðabundnu sveiflum með því að skipta vinnu á milli flugliða yfir veturinn frekar en að segja upp stórum hóp flugliða,“ segir Svana í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „WOW air er ekki undanskilið öðrum fyrirtækjum sem glíma við árstíðabundin rekstur að reyna eftir fremsta megni að hagræða þegar minna er að gera.“Ekki náð til fastráðinna flugliða Svana segir að launalausu leyfin hafi ekki náð til fastráðinna flugliða heldur einungis til flugliða með tímabundna ráðningu og að með þessum aðgerðum hafi verið hægt að gefa fleirum tækifæri til að vinna stóran hluta vetrar. Ekki fengust svör við fyrirspurn um hversu margra flugliða aðgerðin náði til. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagðist í samtali við Vísi ekki kannast við sambærilegar aðgerðir hjá flugfélaginu. Icelandair ráði annars vegar sumarstarfsfólk sem starfi mest milli maí og september ár hvert og hins vegar fastráðna flugliða sem starfi allt árið. Eitthvað sé um hlutastarfsmenn hjá Icelandair en það fari minnkandi. Hins vegar hefur Icelandair gripið til svipaðra aðgerða varðandi flugmenn. Síðasta sumar var 115 flugmönnum sagt upp og voru 70 flugstjórar færðir niður í stöðu flugmanns yfir veturinn. Þá sagði Guðjón uppsagnirnar vera hluta af reglulegri starfsemi Icelandair, að flugmenn væru ráðnir inn á vorin og síðan sagt upp á haustin. Í ágúst voru svo uppsagnir um 50 flugmanna dregnar til baka. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Draga til baka uppsagnir um 50 flugmanna Félagið sagði upp 115 flugmönnum í júní en um 520 flugmenn starfa hjá Icelandair. 15. ágúst 2017 15:45 Segir uppsagnir hjá Icelandair skýrast af árstíðasveiflu Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. 25. júní 2017 11:32 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
WOW air hefur sent hóp flugliða í tímabundið launalaust leyfi í vetur. Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir að brugðið sé á þetta ráð til að bregðast við árstíðabundnum sveiflum í rekstri flugfélagsins. Sé þetta gert til að forðast hópuppsagnir. „Rétt eins og hjá all flestum evrópskum flugfélögum þá er meira flug yfir sumarið hjá WOW air en um vetur. WOW air hefur brugðist við þessum árstíðabundnu sveiflum með því að skipta vinnu á milli flugliða yfir veturinn frekar en að segja upp stórum hóp flugliða,“ segir Svana í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „WOW air er ekki undanskilið öðrum fyrirtækjum sem glíma við árstíðabundin rekstur að reyna eftir fremsta megni að hagræða þegar minna er að gera.“Ekki náð til fastráðinna flugliða Svana segir að launalausu leyfin hafi ekki náð til fastráðinna flugliða heldur einungis til flugliða með tímabundna ráðningu og að með þessum aðgerðum hafi verið hægt að gefa fleirum tækifæri til að vinna stóran hluta vetrar. Ekki fengust svör við fyrirspurn um hversu margra flugliða aðgerðin náði til. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagðist í samtali við Vísi ekki kannast við sambærilegar aðgerðir hjá flugfélaginu. Icelandair ráði annars vegar sumarstarfsfólk sem starfi mest milli maí og september ár hvert og hins vegar fastráðna flugliða sem starfi allt árið. Eitthvað sé um hlutastarfsmenn hjá Icelandair en það fari minnkandi. Hins vegar hefur Icelandair gripið til svipaðra aðgerða varðandi flugmenn. Síðasta sumar var 115 flugmönnum sagt upp og voru 70 flugstjórar færðir niður í stöðu flugmanns yfir veturinn. Þá sagði Guðjón uppsagnirnar vera hluta af reglulegri starfsemi Icelandair, að flugmenn væru ráðnir inn á vorin og síðan sagt upp á haustin. Í ágúst voru svo uppsagnir um 50 flugmanna dregnar til baka.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Draga til baka uppsagnir um 50 flugmanna Félagið sagði upp 115 flugmönnum í júní en um 520 flugmenn starfa hjá Icelandair. 15. ágúst 2017 15:45 Segir uppsagnir hjá Icelandair skýrast af árstíðasveiflu Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. 25. júní 2017 11:32 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Draga til baka uppsagnir um 50 flugmanna Félagið sagði upp 115 flugmönnum í júní en um 520 flugmenn starfa hjá Icelandair. 15. ágúst 2017 15:45
Segir uppsagnir hjá Icelandair skýrast af árstíðasveiflu Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. 25. júní 2017 11:32