Nokkrir starfsmenn hafa bæst við hópinn og aðrir fengu maka sína út til Volgograd en skipst er á að fara til Rússlands. Það þurfa alltaf einhverjir að standa vaktina heima.
Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ, kom aðeins á eftir hópnum með eiginmanni sínum sem lenti í nótt. Þau fóru aðeins að skoða völlin og voru eldhress þegar að blaðamenn Vísis hittu þau við neðstu tröppu.
Tröppurnar upp að styttunni eru 200 til minnis um dagana 200 sem að barist var í borginni í seinni heimsstyrjöldinni.
Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.

