Gróðursettu þúsund birkiplöntur til að kolefnisjafna starfsemi ráðuneytisins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júní 2018 15:57 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra gróðursetti tré í dag ásamt öðru starfsfólki umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. vísir/magnús hlynur hreiðarsson Starfsfólk umhverfis-og auðlindaráðuneytisins kolefnisjafnaði í dag starfsemi ráðuneytisins til næstu tveggja ára með því að gróðursetja þúsund birkiplöntur í landgræðslu-og skógræktarsvæði í nágrenni Þorlákshafnar. Svæðið þar sem var gróðursett hefur fengið nafnið Þorláksskógar. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir áhersla sé á að draga úr losun í starfsemi ráðuneytisins, en kolefnisjöfnun með gróðursetningu sé síðan notuð til að vega upp á móti þeirri losun sem ekki sé unnt að fyrirbyggja. Aðallega sé um að ræða losun vegna samgangna og þá ekki síst millilandaflugs. Er átakið liður í svokölluðum Grænum skrefum í ríkisrekstri sem snúast um að efla vistvænan rekstur ríkisins með kerfisbundnum hætti. „Forstöðumenn allra þeirra stofnana sem heyra undir umhverfis- og auðlindaráðherra undirrituðu fyrir skemmstu yfirlýsingu um að setja fyrir lok árs loftslagsmarkmið fyrir stofnanir sínar, þar sem meðal annars er gengið út frá því að starfsemi þeirra verði kolefnishlutlaus með öllu. Birkiplönturnar sem gróðursettar verða í dag verða settar niður á landgræðslu- og skógræktarsvæði nærri Þorlákshöfn en undanfarið hafa Sveitarfélagið Ölfus, Landgræðsla ríkisins og Skógræktin unnið að skipulagi skógræktarverkefnis á þessu svæði, undir nafninu Þorláksskógar. Starfsmenn þessara stofnana munu leiðbeina starfsfólki ráðuneytisins um gróðursetninguna og sýna því rétt handtök. Fulltrúar úr fráfarandi og verðandi bæjarstjórn í Sveitarfélaginu Ölfusi verða enn fremur á staðnum. Grænu skrefin í ríkisrekstri byggja á Grænum skrefum Reykjavíkurborgar þar sem rúmlega 100 vinnustaðir hafa stigið skrefin. Verkefnið var þróað og sett af stað af stýrihópi um vistvæn innkaup, er fjármagnað af umhverfis- og auðlindaráðuneyti og í umsjón Umhverfisstofnunar,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins vegna málsins. Umhverfismál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Starfsfólk umhverfis-og auðlindaráðuneytisins kolefnisjafnaði í dag starfsemi ráðuneytisins til næstu tveggja ára með því að gróðursetja þúsund birkiplöntur í landgræðslu-og skógræktarsvæði í nágrenni Þorlákshafnar. Svæðið þar sem var gróðursett hefur fengið nafnið Þorláksskógar. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir áhersla sé á að draga úr losun í starfsemi ráðuneytisins, en kolefnisjöfnun með gróðursetningu sé síðan notuð til að vega upp á móti þeirri losun sem ekki sé unnt að fyrirbyggja. Aðallega sé um að ræða losun vegna samgangna og þá ekki síst millilandaflugs. Er átakið liður í svokölluðum Grænum skrefum í ríkisrekstri sem snúast um að efla vistvænan rekstur ríkisins með kerfisbundnum hætti. „Forstöðumenn allra þeirra stofnana sem heyra undir umhverfis- og auðlindaráðherra undirrituðu fyrir skemmstu yfirlýsingu um að setja fyrir lok árs loftslagsmarkmið fyrir stofnanir sínar, þar sem meðal annars er gengið út frá því að starfsemi þeirra verði kolefnishlutlaus með öllu. Birkiplönturnar sem gróðursettar verða í dag verða settar niður á landgræðslu- og skógræktarsvæði nærri Þorlákshöfn en undanfarið hafa Sveitarfélagið Ölfus, Landgræðsla ríkisins og Skógræktin unnið að skipulagi skógræktarverkefnis á þessu svæði, undir nafninu Þorláksskógar. Starfsmenn þessara stofnana munu leiðbeina starfsfólki ráðuneytisins um gróðursetninguna og sýna því rétt handtök. Fulltrúar úr fráfarandi og verðandi bæjarstjórn í Sveitarfélaginu Ölfusi verða enn fremur á staðnum. Grænu skrefin í ríkisrekstri byggja á Grænum skrefum Reykjavíkurborgar þar sem rúmlega 100 vinnustaðir hafa stigið skrefin. Verkefnið var þróað og sett af stað af stýrihópi um vistvæn innkaup, er fjármagnað af umhverfis- og auðlindaráðuneyti og í umsjón Umhverfisstofnunar,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins vegna málsins.
Umhverfismál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira