Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - KR 0-4 │KR lék sér að botnliðinu Gabríel Sighvatsson skrifar 14. júní 2018 21:00 vísir/bára Það var mikið undir fyrir KR þegar þeir mættu á Nettóvöllinn í Keflavík í kvöld. Þeir höfðu nýlega misst af stigum og þurftu að halda í við toppliðin í deildinni. Keflavík þurfti þá lífsnauðsynlega á stigum að halda en fyrir leikinn voru þeir án sigurs í 8 leikjum. Enn eitt tapið bættist við hjá heimamönnum í dag. Frammistaða liðsins var virkilega slök og fátt gott hægt að sjá í leik liðsins. KR byrjaði leikinn af miklum krafti og Keflvíkingar voru slegnir út af laginu eftir martraðarbyrjun. 2 mörk á 5 mínútum gerði þeim strax erfitt fyrir. Ekki átti útlitið eftir að skána því áður en fyrri hálfleikur var úti bætti Pablo Punyed við marki eftr mistök Sindra Kristins í markinu. Í seinni hálfleik stjórnaði KR spilinu og sigldu sigrinum örugglega í hús. Pálmi Rafn Pálmason var flottur í dag eins og margir aðrir og rak smiðshöggið í síðasta marki Vesturbæjarliðsins.Af hverju vann KR? Eftir svekkjandi úrslit í seinasta leik, var þetta skyldusigur fyrir KR. Þeir mættu vel gíraðir til leiks og það var frábært fyrir þá að fá strax tvö mörk á einu bretti í byrjun leiks. Það gerði eftirleikinn auðveldan. Gestirnir sýndu aga allan leikinn og jafnvel í seinni hálfleik þegar þeir voru þremur og síðan fjórum mörkum yfir, héldu þeir sínum leik áfram og kláruðu þetta virkilega sannfærandi.Hvað gekk illa? Vörn, sókn, markvarsla, sendingar, nefnið það. Það var lítið hægt að segja um frammistöðu Keflavíkur annað en lélegt. Tvö mörk á 5 mínútum drepur leikinn fyrir þá og eftir það var lítið hægt að gera. Sóknin komst aldrei í gang. Vörnin var slök og þeir náðu varla að tengja saman nokkrar sendingar. Í seinni hálfleik lifnuðu þeir aðeins við en fá samt á sig mark og voru aldrei neitt sérstaklega líklegir.Hverjir stóðu upp úr? Óskar Örn Hauksson var maður leiksins. Hann átti eina stoðsendingu og stjórnaði spilinu eins og honum er vant. Hefði átt að setja mark í leiknum. Kristinn Jónsson kom einnig sterklega til greina en hann átti geggjaðan leik, einnig með stoðsendingu og var á fullu upp kantinn en hafði lítið að gera til baka. Pálmi Rafn var góður, skoraði mark og var ógnandi. Pablo hjálpaði til á miðjunni og Björgvin Stefánsson skoraði. Vörnin hélt hreinu og stóð vaktina vel. Davíð Snær Jóhannsson, yngsti maðurinn á vellinum í dag, var sprækastur heimamanna í kvöld.Hvað gerist næst? KR fer upp um eitt sæti og mætir á góðri siglingu inn í næsta leik, gegn Víkingi R. Í næsta mánuði. Keflavík fær líka smá frí en næsti leikur þeirra er gegn Íslandsmeisturum Vals á heimavelli. Þeir sitja sem fastast á botninum með þrjú stig eftir níu leiki og enn án sigurs í deildinni.Guðlaugur: Maður hefur áhyggjur eftir svona frammistöðu „Frammistaðan var ekki góð. Leikurinn er langt með að vera farinn eftir 4-5 mínútur og við 2-0 undir. Þetta er eitthvað sem ég þarf að taka á mig, ég valdi greinilega ekki lið í dag sem var tilbúið til að hlaupa og berjast og gera það sem við ætluðum að gera. Það er mér að kenna, ég ber ábyrgð á því,“ sagði þjálfari Keflavíkur, Guðlaugur hafði lítið til að gleðjast yfir eftir frammistöðuna sem Keflavík sýndi. „Við erum búnir að undirbúa okkur alla vikuna, fórum í gegnum fullt af hlutum og töldum okkur vera vel undirbúna en köstuðum því frá okkur á fyrstu fimm mínútum leiksins og erum í vandærðum eftir það.“ „Það var ekki sama sagan í seinni hálfleik, þetta var mun skárra hjá okkur í seinni hálfleik heldur en þeim fyrri, en ekkert sérstaklega gott samt sem áður. Þetta var engan veginn sami hlutur milli hálfleika.“ Aðspurður sagðist Guðlaugur ekki geta tekið neitt jákvætt úr leiknum og það eru farna að hringja viðvörunarbjöllur í Keflavík. „Maður hefur áhyggjur eftir svona frammistöðu, ekki spurning.“ Rúnar: Besti fótboltavöllurinn sem við höfum spilað á „Ég er virkilega ánægður með að við héldum uppteknum hætti frá því í síðasta leik á móti FH, við spiluðum góðan leik. Við byrjum af krafti og skorum tvö mörk snemma, sem setti standardinn fyrir leikinn í okkar leik og mér fannst við spila ofboðslega vel,” sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sem gat ekki kvartað yfir miklu í leik síns liðs í kvöld. „Við unnum seinni hálfleikinn líka sem var lítið markmið í hálfleik. Við ætluðum ekki að fara út í síðari hálfleik að reyna að halda einhverju, við vildum skora og það tókst, ég hefði gjarnan viljað fleiri mörk en þetta var öruggt frá upphafi til enda.“ Rúnari fannst þessi leikur ekkert auðveldari en hver annar í Pepsí-deildinni. „Maður þarf að hafa fyrir öllum sigrum í þessari deild og það er erfitt. Við byrjum bara gríðarlega vel og slógum þá aðeins út af laginu, en Keflvíkingar áttu sínar sóknir og það þarf voðalega lítið að gerast í fótbolta til að leikir breytast. Við erum búnir að upplifa það sjálfir þannig að við þurfum að hafa fyrir öllu.“ „Það er voðalega auðvelt að segja að þetta hafi verið léttur sigur, við spiluðum vel og þá lítur þetta alltaf betur út. Þegar menn hlaupa og berjast þá skilar það oft árangri. Með góða fótboltamenn sem við höfum, þegar þeir ná að spila saman þá er liðið vænlegra til einhvers árangurs.” Rúnar var mjög ánægður með spilamennskuna og telur að liðið geti afrekað mikið með góðri spilamennsku. „Ég held að þetta sé sennilega besti fótboltavöllurinn sem við höfum spilað á á þessu ári. Hann var blautur og það var hægt að láta boltann ganga. Við vorum með mótvind í fyrri hálfleik og gátum pressað þá og komist inn fyrir þá sem var auðveldara.“ Það sem við lögðum upp fyrir leikinn gekk nokkurn veginn upp.“ „Mér finnst búinn að vera stígandi í allt sumar en svo kemur eitthvað áfall inn á milli. Það er kannski eðlilegt þegar ég er með nýtt lið í höndunum. Við erum að reyna að byggja upp góðan móral og gott vinnuumhverfi og ákveðna taktík. Það tekur smá tíma að slípa þetta allt saman og þetta fer dálítið upp og niður. Núna er þetta vonandi á leið upp og helst það áfram, því við þurfum að vinna alla leiki ef við ætlum að taka þátt í einhverri baráttu þarna uppi. Deildin er hinsvegar virkilega jöfn og KR-ingar eru kannski svolítið seinir að hrökkva í gang. „Flest lið eru komin á flug, Valur, Stjarnan, Blikarnir búnir að vera á flugi og FH-ingarnir eru gríðarlega sterkir. Grindavík er þarna upp, Fylkir er að standa sig vel. Deildin er rosalega erfið og jöfn, við þurfum að hafa okkur alla við í hverjum einasta leik, hvort sem við erum að spila við Keflavík eða FH. Þú þarft að gíra þig upp og vera á fullu til að eiga séns.“ Óskar Örn: Erfiðir leikir í Keflavík „Ég er hrikalega ánægður, sérstaklega eftir að missa unnin leik fyrir viku síðan á heimavelli á grátlegan hátt þá erum við gríðarlega ánægðir með þetta,” sagði Óskar Örn Hauksson, leikmaður KR, í leikslok. Óskari Erni fannst þetta nokkuð þægilegur sigur en bjóst ekki við því fyrirfram. „Við komumst 2-0 yfir eftir 5 mínútur, við lentum sjálfir í því í Eyjum og þá er erfitt að koma til baka. Við náum inn þriðja markinu sem drepur leikinn og þetta var nokkuð þægilegt, held ég.” „Það eru yfirleitt erfiðir leikir í Keflavík, þannig að ég bjóst við þeim beittari en við spiluðum bara fínan leik.“ Í seinni hálfleik voru leikmenn KR agaðir og héldu skipulagi. Þeir enduðu á því að bæta við einu marki og sigurinn var aldrei í hættu. „Við vorum meðvitaðir um það að það er auðvelt að detta í eitthvað rugl í 3-0 stöðu, eitthvað kæruleysi. Við töluðum um það í hálfleik að detta ekki í svoleiðis rugl. Mér fannst við gera það ágætlega, sigldum þessa heim,” sagði Óskar Örn að lokum. Pepsi Max-deild karla
Það var mikið undir fyrir KR þegar þeir mættu á Nettóvöllinn í Keflavík í kvöld. Þeir höfðu nýlega misst af stigum og þurftu að halda í við toppliðin í deildinni. Keflavík þurfti þá lífsnauðsynlega á stigum að halda en fyrir leikinn voru þeir án sigurs í 8 leikjum. Enn eitt tapið bættist við hjá heimamönnum í dag. Frammistaða liðsins var virkilega slök og fátt gott hægt að sjá í leik liðsins. KR byrjaði leikinn af miklum krafti og Keflvíkingar voru slegnir út af laginu eftir martraðarbyrjun. 2 mörk á 5 mínútum gerði þeim strax erfitt fyrir. Ekki átti útlitið eftir að skána því áður en fyrri hálfleikur var úti bætti Pablo Punyed við marki eftr mistök Sindra Kristins í markinu. Í seinni hálfleik stjórnaði KR spilinu og sigldu sigrinum örugglega í hús. Pálmi Rafn Pálmason var flottur í dag eins og margir aðrir og rak smiðshöggið í síðasta marki Vesturbæjarliðsins.Af hverju vann KR? Eftir svekkjandi úrslit í seinasta leik, var þetta skyldusigur fyrir KR. Þeir mættu vel gíraðir til leiks og það var frábært fyrir þá að fá strax tvö mörk á einu bretti í byrjun leiks. Það gerði eftirleikinn auðveldan. Gestirnir sýndu aga allan leikinn og jafnvel í seinni hálfleik þegar þeir voru þremur og síðan fjórum mörkum yfir, héldu þeir sínum leik áfram og kláruðu þetta virkilega sannfærandi.Hvað gekk illa? Vörn, sókn, markvarsla, sendingar, nefnið það. Það var lítið hægt að segja um frammistöðu Keflavíkur annað en lélegt. Tvö mörk á 5 mínútum drepur leikinn fyrir þá og eftir það var lítið hægt að gera. Sóknin komst aldrei í gang. Vörnin var slök og þeir náðu varla að tengja saman nokkrar sendingar. Í seinni hálfleik lifnuðu þeir aðeins við en fá samt á sig mark og voru aldrei neitt sérstaklega líklegir.Hverjir stóðu upp úr? Óskar Örn Hauksson var maður leiksins. Hann átti eina stoðsendingu og stjórnaði spilinu eins og honum er vant. Hefði átt að setja mark í leiknum. Kristinn Jónsson kom einnig sterklega til greina en hann átti geggjaðan leik, einnig með stoðsendingu og var á fullu upp kantinn en hafði lítið að gera til baka. Pálmi Rafn var góður, skoraði mark og var ógnandi. Pablo hjálpaði til á miðjunni og Björgvin Stefánsson skoraði. Vörnin hélt hreinu og stóð vaktina vel. Davíð Snær Jóhannsson, yngsti maðurinn á vellinum í dag, var sprækastur heimamanna í kvöld.Hvað gerist næst? KR fer upp um eitt sæti og mætir á góðri siglingu inn í næsta leik, gegn Víkingi R. Í næsta mánuði. Keflavík fær líka smá frí en næsti leikur þeirra er gegn Íslandsmeisturum Vals á heimavelli. Þeir sitja sem fastast á botninum með þrjú stig eftir níu leiki og enn án sigurs í deildinni.Guðlaugur: Maður hefur áhyggjur eftir svona frammistöðu „Frammistaðan var ekki góð. Leikurinn er langt með að vera farinn eftir 4-5 mínútur og við 2-0 undir. Þetta er eitthvað sem ég þarf að taka á mig, ég valdi greinilega ekki lið í dag sem var tilbúið til að hlaupa og berjast og gera það sem við ætluðum að gera. Það er mér að kenna, ég ber ábyrgð á því,“ sagði þjálfari Keflavíkur, Guðlaugur hafði lítið til að gleðjast yfir eftir frammistöðuna sem Keflavík sýndi. „Við erum búnir að undirbúa okkur alla vikuna, fórum í gegnum fullt af hlutum og töldum okkur vera vel undirbúna en köstuðum því frá okkur á fyrstu fimm mínútum leiksins og erum í vandærðum eftir það.“ „Það var ekki sama sagan í seinni hálfleik, þetta var mun skárra hjá okkur í seinni hálfleik heldur en þeim fyrri, en ekkert sérstaklega gott samt sem áður. Þetta var engan veginn sami hlutur milli hálfleika.“ Aðspurður sagðist Guðlaugur ekki geta tekið neitt jákvætt úr leiknum og það eru farna að hringja viðvörunarbjöllur í Keflavík. „Maður hefur áhyggjur eftir svona frammistöðu, ekki spurning.“ Rúnar: Besti fótboltavöllurinn sem við höfum spilað á „Ég er virkilega ánægður með að við héldum uppteknum hætti frá því í síðasta leik á móti FH, við spiluðum góðan leik. Við byrjum af krafti og skorum tvö mörk snemma, sem setti standardinn fyrir leikinn í okkar leik og mér fannst við spila ofboðslega vel,” sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sem gat ekki kvartað yfir miklu í leik síns liðs í kvöld. „Við unnum seinni hálfleikinn líka sem var lítið markmið í hálfleik. Við ætluðum ekki að fara út í síðari hálfleik að reyna að halda einhverju, við vildum skora og það tókst, ég hefði gjarnan viljað fleiri mörk en þetta var öruggt frá upphafi til enda.“ Rúnari fannst þessi leikur ekkert auðveldari en hver annar í Pepsí-deildinni. „Maður þarf að hafa fyrir öllum sigrum í þessari deild og það er erfitt. Við byrjum bara gríðarlega vel og slógum þá aðeins út af laginu, en Keflvíkingar áttu sínar sóknir og það þarf voðalega lítið að gerast í fótbolta til að leikir breytast. Við erum búnir að upplifa það sjálfir þannig að við þurfum að hafa fyrir öllu.“ „Það er voðalega auðvelt að segja að þetta hafi verið léttur sigur, við spiluðum vel og þá lítur þetta alltaf betur út. Þegar menn hlaupa og berjast þá skilar það oft árangri. Með góða fótboltamenn sem við höfum, þegar þeir ná að spila saman þá er liðið vænlegra til einhvers árangurs.” Rúnar var mjög ánægður með spilamennskuna og telur að liðið geti afrekað mikið með góðri spilamennsku. „Ég held að þetta sé sennilega besti fótboltavöllurinn sem við höfum spilað á á þessu ári. Hann var blautur og það var hægt að láta boltann ganga. Við vorum með mótvind í fyrri hálfleik og gátum pressað þá og komist inn fyrir þá sem var auðveldara.“ Það sem við lögðum upp fyrir leikinn gekk nokkurn veginn upp.“ „Mér finnst búinn að vera stígandi í allt sumar en svo kemur eitthvað áfall inn á milli. Það er kannski eðlilegt þegar ég er með nýtt lið í höndunum. Við erum að reyna að byggja upp góðan móral og gott vinnuumhverfi og ákveðna taktík. Það tekur smá tíma að slípa þetta allt saman og þetta fer dálítið upp og niður. Núna er þetta vonandi á leið upp og helst það áfram, því við þurfum að vinna alla leiki ef við ætlum að taka þátt í einhverri baráttu þarna uppi. Deildin er hinsvegar virkilega jöfn og KR-ingar eru kannski svolítið seinir að hrökkva í gang. „Flest lið eru komin á flug, Valur, Stjarnan, Blikarnir búnir að vera á flugi og FH-ingarnir eru gríðarlega sterkir. Grindavík er þarna upp, Fylkir er að standa sig vel. Deildin er rosalega erfið og jöfn, við þurfum að hafa okkur alla við í hverjum einasta leik, hvort sem við erum að spila við Keflavík eða FH. Þú þarft að gíra þig upp og vera á fullu til að eiga séns.“ Óskar Örn: Erfiðir leikir í Keflavík „Ég er hrikalega ánægður, sérstaklega eftir að missa unnin leik fyrir viku síðan á heimavelli á grátlegan hátt þá erum við gríðarlega ánægðir með þetta,” sagði Óskar Örn Hauksson, leikmaður KR, í leikslok. Óskari Erni fannst þetta nokkuð þægilegur sigur en bjóst ekki við því fyrirfram. „Við komumst 2-0 yfir eftir 5 mínútur, við lentum sjálfir í því í Eyjum og þá er erfitt að koma til baka. Við náum inn þriðja markinu sem drepur leikinn og þetta var nokkuð þægilegt, held ég.” „Það eru yfirleitt erfiðir leikir í Keflavík, þannig að ég bjóst við þeim beittari en við spiluðum bara fínan leik.“ Í seinni hálfleik voru leikmenn KR agaðir og héldu skipulagi. Þeir enduðu á því að bæta við einu marki og sigurinn var aldrei í hættu. „Við vorum meðvitaðir um það að það er auðvelt að detta í eitthvað rugl í 3-0 stöðu, eitthvað kæruleysi. Við töluðum um það í hálfleik að detta ekki í svoleiðis rugl. Mér fannst við gera það ágætlega, sigldum þessa heim,” sagði Óskar Örn að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti