Öruggur sigur Juventus Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. desember 2018 18:45 Cristiano Ronaldo, skoraði úr vítaspyrnu vísir/getty Juventus styrkti stöðu sína á toppi ítölsku Seria A deildarinnar með öruggum 3-0 sigri á Fiorentina á útivelli í kvöld. Ítalíumeistararnir eru eina ósigraða liðið í deildinni til þessa og þeir heimsóttu Fiorentina sem berst um miðbik deildarinnar. Síðustu fimm leikir Fiorentina fyrir leik kvöldsins höfðu endað með jafntefli. Rodrigo Bentancur kom gestunum yfir eftir hálftíma leik eftir undirbúning Paulo Dybala og var það eina markið sem skorað var í fyrri hálfleiknum. Í seinni hálfleik kláruðu meistararnir svo leikinn, Giorgio Chiellini skoraði á 69. mínútu og Cristiano Ronaldo tryggði sigurinn með marki úr vítaspyrnu á 79. mínútu. Juventus er nú með 11 stiga forystu á Napólí á toppnum en Napólí á leik til góða á gömlu konuna. Ítalski boltinn
Juventus styrkti stöðu sína á toppi ítölsku Seria A deildarinnar með öruggum 3-0 sigri á Fiorentina á útivelli í kvöld. Ítalíumeistararnir eru eina ósigraða liðið í deildinni til þessa og þeir heimsóttu Fiorentina sem berst um miðbik deildarinnar. Síðustu fimm leikir Fiorentina fyrir leik kvöldsins höfðu endað með jafntefli. Rodrigo Bentancur kom gestunum yfir eftir hálftíma leik eftir undirbúning Paulo Dybala og var það eina markið sem skorað var í fyrri hálfleiknum. Í seinni hálfleik kláruðu meistararnir svo leikinn, Giorgio Chiellini skoraði á 69. mínútu og Cristiano Ronaldo tryggði sigurinn með marki úr vítaspyrnu á 79. mínútu. Juventus er nú með 11 stiga forystu á Napólí á toppnum en Napólí á leik til góða á gömlu konuna.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti