HS Orka vill virkja vindinn og áformar rannsókn á Reykjanesi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 06:00 HS Orka vill reisa allt að 80 metra hátt rannsóknarmastur á Reykjanesi. Vísir/GVA Orkumál „Við erum að leita tækifæra og ákváðum að sækja um hjá Reykjanesbæ að fá að reisa mastur sem yrði eitt nauðsynlegt skref á leiðinni,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku. Fyrirtækið hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir allt að 80 metra háu rannsóknarmastri á Reykjanesi til að skoða hvort forsendur sé fyrir því að reisa vindorkuver á svæðinu. Samkvæmt umsókn HS Orku felst rannsóknarverkefnið í að reisa hið háa mastur til að mæla vindstyrk í um eitt til tvö ár og síðan fjarlægja það. Niðurstöður mælinganna verða síðan nýttar til að meta fýsileika þess að reisa vindorkuver, með tilheyrandi vindmyllum, innan tiltekins svæðis frá mælingarstað. „Vindorka er eitthvað sem á eftir að koma til skjalanna í auknum mæli á Íslandi og það eru ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi er hér mikil vindauðlind. Í öðru lagi er aukin orkuþörf og eftirspurn í landinu og í þriðja lagi er ástæðan fyrir því að við höfum ekki gert þetta hingað til, hvorki HS Orka né aðrir, í stórum stíl sú að það eru tveir aðrir kostir í landinu ódýrari og áreiðanlegri. Jarðvarmi og vatnsafl.“Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku.Vísir/AntonÞetta hafi hins vegar breyst og að sögn Ásgeirs hefur kostnaður við framleiðslu vindorku lækkað verulega á síðustu tíu árum. „Þetta er orðinn samkeppnisfær möguleiki í kostnaði og þá er eftir samanburðurinn á öðrum sviðum.“ Að sögn Ásgeirs hentar Reykjanes vel þar sem allir innviðaþættir séu sterkir. Þar sé vindasamt, vegir til staðar, aðgengi auðvelt, raforkuflutningskerfi nærri og raskað svæði meðal annars vegna Reykjanesvirkjunar sem HS Orka rekur. Ásgeir segir mastrið vissulega þurfa að vera hátt, eða sem nemur ríflega hæð Hallgrímskirkjuturns, en sé þó mjótt á við fjarskiptamastur. Nauðsynlegt sé að hafa það hátt til að mæla vind í meiri hæð en í hefðbundnum veðurmælingum. Mælingar segi svo til um hvernig vindmyllur þyrfti að setja upp. Erindi HS Orku kom inn á borð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar í fyrradag. Ásgeir segir umsóknina nauðsynlegt skref í verkefninu en í henni felist þó engin ákvörðun um að byggja vindmyllur fyrr en hugsanlega síðar. Fáist leyfi fyrir rannsóknarmastrinu geti verkefnið farið af stað innan árs. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Orkumál „Við erum að leita tækifæra og ákváðum að sækja um hjá Reykjanesbæ að fá að reisa mastur sem yrði eitt nauðsynlegt skref á leiðinni,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku. Fyrirtækið hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir allt að 80 metra háu rannsóknarmastri á Reykjanesi til að skoða hvort forsendur sé fyrir því að reisa vindorkuver á svæðinu. Samkvæmt umsókn HS Orku felst rannsóknarverkefnið í að reisa hið háa mastur til að mæla vindstyrk í um eitt til tvö ár og síðan fjarlægja það. Niðurstöður mælinganna verða síðan nýttar til að meta fýsileika þess að reisa vindorkuver, með tilheyrandi vindmyllum, innan tiltekins svæðis frá mælingarstað. „Vindorka er eitthvað sem á eftir að koma til skjalanna í auknum mæli á Íslandi og það eru ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi er hér mikil vindauðlind. Í öðru lagi er aukin orkuþörf og eftirspurn í landinu og í þriðja lagi er ástæðan fyrir því að við höfum ekki gert þetta hingað til, hvorki HS Orka né aðrir, í stórum stíl sú að það eru tveir aðrir kostir í landinu ódýrari og áreiðanlegri. Jarðvarmi og vatnsafl.“Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku.Vísir/AntonÞetta hafi hins vegar breyst og að sögn Ásgeirs hefur kostnaður við framleiðslu vindorku lækkað verulega á síðustu tíu árum. „Þetta er orðinn samkeppnisfær möguleiki í kostnaði og þá er eftir samanburðurinn á öðrum sviðum.“ Að sögn Ásgeirs hentar Reykjanes vel þar sem allir innviðaþættir séu sterkir. Þar sé vindasamt, vegir til staðar, aðgengi auðvelt, raforkuflutningskerfi nærri og raskað svæði meðal annars vegna Reykjanesvirkjunar sem HS Orka rekur. Ásgeir segir mastrið vissulega þurfa að vera hátt, eða sem nemur ríflega hæð Hallgrímskirkjuturns, en sé þó mjótt á við fjarskiptamastur. Nauðsynlegt sé að hafa það hátt til að mæla vind í meiri hæð en í hefðbundnum veðurmælingum. Mælingar segi svo til um hvernig vindmyllur þyrfti að setja upp. Erindi HS Orku kom inn á borð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar í fyrradag. Ásgeir segir umsóknina nauðsynlegt skref í verkefninu en í henni felist þó engin ákvörðun um að byggja vindmyllur fyrr en hugsanlega síðar. Fáist leyfi fyrir rannsóknarmastrinu geti verkefnið farið af stað innan árs.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira