Hamrén í ítarlegu viðtali: Það var gott að deila því hvernig mér leið Henry Birgir Gunnarsson í Saint-Brieuc skrifar 9. október 2018 19:30 Hamrén naut veðurblíðunnar í Frakklandi í dag. Það var nokkuð létt yfir Svíanum Erik Hamrén er ég settist niður með honum í blíðunni fyrir utan hótel íslenska liðsins í Saint-Brieuc. Við fórum yfir víðan völl og ég byrjaði að spyrja hann að því hvort eitthvað hefði komið honum á óvart síðan hann tók við landsliðinu? „Ég vissi að það kæmu fyrst erfiðir leikir og ég hefði lítinn tíma til þess að kynnast leikmönnum. Þetta hefur verið svipað og ég bjóst við,“ segir Hamrén en það hefur ekki margt komið honum á óvart. „Ég hafði reynslu af íslenskum leikmönnum fyrir og vissi að Íslendingar væru gott fólk. Mér líkar vel við samstarfsfólk mitt og gaman að kynnast öllum. Eina sem hefur komið mér á óvart er að sjá hversu margir knattspyrnuvellir eru út um allt. Ég elska það. Ísland er betra en Svíþjóð í þessum efnum sem og í þjálfun ungmenna. Það kom mér á óvart því ég vissi það ekki.“Hamrén er hann tók við starfinu.Er Hamrén tilkynnti leikmannahópinn fyrir komandi leiki mætti hann vopnaður með skrifaða ræðu sem hann flutti af nokkrum krafti. „Mér fannst gott að deila því hvernig mér leið. Enskan er ekki mitt móðurmál og því þarf ég að undirbúa ræðurnar. Mér fannst mikilvægt að gefa útskýringu á því hvernig mér leið. Við erum að undirbúa liðið fyrir undankeppni EM og mikilvægt að koma því á framfæri. Ég mun halda fleiri svona ræður af virðingu við ykkur blaðamenn og fólkið í landinu sem ég tala við í gegnum ykkur,“ sagði Hamrén en hvað var með eldmóðinn í honum í ræðunni? „Ég var ekki ánægður með okkar fyrstu leiki og sérstaklega leikinn gegn Sviss. Það kom mér á óvart hvernig við töpuðum fyrsta leiknum. Íslenska liðið getur tapað en við megum ekki tapa á svona hátt.“ Eftir tvo daga mæta strákarnir hans Hamrén sjálfum heimsmeisturunum. Það er álag á Svíanum og það gæti aukist eftir Frakkaleikinn. „Þetta snýst allt um viðhorf og ég reyni að hugsa um jákvæðu hlutina. Ég sá liðið bæta sig milli leikja en það er margt sem þarf að bæta enn frekar. Þetta verður mjög erfiður leikur en svona leikur mun hjálpa okkur að verða betra lið. Það er ekki hægt að fela veikleikana gegn bestu liðunum og svona leikir sýna hvar við þurfum að bæta okkur. Ég mun njóta þessa leiks,“ segir Svíinn en fyrsti leikur hans með sænska landsliðið á sínum tíma var gegn Ítalíu sem þá var ríkjandi heimsmeistari. „Ég vil sjá alvöru viðhorf og stolt hjá liðinu í þessum leik. Það skiptir mig mestu máli í fótbolta og við höfum mikið rætt um það. Ég vona að við sýnum framfarir í þessum leik. Annars munu Frakkar refsa okkur.“ Fótbolti Tengdar fréttir Strákarnir æfðu í rjómablíðu í Frakklandi Allir leikmenn íslenska landsliðsins fyrir utan Emil Hallfreðsson tóku þátt í æfingu liðsins í Saint-Brieuc í morgun. 9. október 2018 10:19 Rúnar Alex: Frakkaleikurinn verður gott próf fyrir okkur Rúnar Alex Rúnarsson gekk í raðir franska liðsins Dijon síðasta sumar og er nú mættur í landsleik gegn Frökkum sem fram fer í Guingamp á fimmtudag. 9. október 2018 08:30 Jóhann Berg: Get fullvissað fólk um að við munum ná okkar besta aftur Það var létt yfir Jóhanni Berg Guðmundssyni fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Saint-Brieuc í dag. 9. október 2018 13:30 Rúnar Már: Líklega misst af lestinni að komast í enska boltann Rúnar Már S. Sigurjónsson hefur staðið sig vel með Grasshopper í Sviss og er orðinn fyrirliði liðsins. Hann er nú mættur með landsliðinu til Frakklands með sjálfstraustið í góðu standi. 9. október 2018 10:00 Sverrir Ingi: Fólk hefur rétt á sínum skoðunum Sverrir Ingi Ingason og félagar í vörn íslenska landsliðsins hafa fengið sinn skerf af gagnrýni eftir fyrstu leikina í Þjóðadeildinni þar sem andstæðingar Íslands röðuðu inn mörkum. 9. október 2018 14:00 Emil var sprautaður í hnéð og getur ekki æft Emil Hallfreðsson sat einn á hliðarlínunni á æfingu landsliðsins í dag og virðist fátt benda til þess að hann verði með í leiknum gegn Frökkum á fimmtudag. 9. október 2018 15:30 Kolbeinn: Treysti mér til þess að spila í mesta lagi hálftíma Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson segist vera nokkuð langt frá því að geta spilað fullan fótboltaleik en er meira en til í að koma af bekknum gegn Frökkum á fimmtudag og láta til sín taka. 9. október 2018 09:30 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Sjá meira
Það var nokkuð létt yfir Svíanum Erik Hamrén er ég settist niður með honum í blíðunni fyrir utan hótel íslenska liðsins í Saint-Brieuc. Við fórum yfir víðan völl og ég byrjaði að spyrja hann að því hvort eitthvað hefði komið honum á óvart síðan hann tók við landsliðinu? „Ég vissi að það kæmu fyrst erfiðir leikir og ég hefði lítinn tíma til þess að kynnast leikmönnum. Þetta hefur verið svipað og ég bjóst við,“ segir Hamrén en það hefur ekki margt komið honum á óvart. „Ég hafði reynslu af íslenskum leikmönnum fyrir og vissi að Íslendingar væru gott fólk. Mér líkar vel við samstarfsfólk mitt og gaman að kynnast öllum. Eina sem hefur komið mér á óvart er að sjá hversu margir knattspyrnuvellir eru út um allt. Ég elska það. Ísland er betra en Svíþjóð í þessum efnum sem og í þjálfun ungmenna. Það kom mér á óvart því ég vissi það ekki.“Hamrén er hann tók við starfinu.Er Hamrén tilkynnti leikmannahópinn fyrir komandi leiki mætti hann vopnaður með skrifaða ræðu sem hann flutti af nokkrum krafti. „Mér fannst gott að deila því hvernig mér leið. Enskan er ekki mitt móðurmál og því þarf ég að undirbúa ræðurnar. Mér fannst mikilvægt að gefa útskýringu á því hvernig mér leið. Við erum að undirbúa liðið fyrir undankeppni EM og mikilvægt að koma því á framfæri. Ég mun halda fleiri svona ræður af virðingu við ykkur blaðamenn og fólkið í landinu sem ég tala við í gegnum ykkur,“ sagði Hamrén en hvað var með eldmóðinn í honum í ræðunni? „Ég var ekki ánægður með okkar fyrstu leiki og sérstaklega leikinn gegn Sviss. Það kom mér á óvart hvernig við töpuðum fyrsta leiknum. Íslenska liðið getur tapað en við megum ekki tapa á svona hátt.“ Eftir tvo daga mæta strákarnir hans Hamrén sjálfum heimsmeisturunum. Það er álag á Svíanum og það gæti aukist eftir Frakkaleikinn. „Þetta snýst allt um viðhorf og ég reyni að hugsa um jákvæðu hlutina. Ég sá liðið bæta sig milli leikja en það er margt sem þarf að bæta enn frekar. Þetta verður mjög erfiður leikur en svona leikur mun hjálpa okkur að verða betra lið. Það er ekki hægt að fela veikleikana gegn bestu liðunum og svona leikir sýna hvar við þurfum að bæta okkur. Ég mun njóta þessa leiks,“ segir Svíinn en fyrsti leikur hans með sænska landsliðið á sínum tíma var gegn Ítalíu sem þá var ríkjandi heimsmeistari. „Ég vil sjá alvöru viðhorf og stolt hjá liðinu í þessum leik. Það skiptir mig mestu máli í fótbolta og við höfum mikið rætt um það. Ég vona að við sýnum framfarir í þessum leik. Annars munu Frakkar refsa okkur.“
Fótbolti Tengdar fréttir Strákarnir æfðu í rjómablíðu í Frakklandi Allir leikmenn íslenska landsliðsins fyrir utan Emil Hallfreðsson tóku þátt í æfingu liðsins í Saint-Brieuc í morgun. 9. október 2018 10:19 Rúnar Alex: Frakkaleikurinn verður gott próf fyrir okkur Rúnar Alex Rúnarsson gekk í raðir franska liðsins Dijon síðasta sumar og er nú mættur í landsleik gegn Frökkum sem fram fer í Guingamp á fimmtudag. 9. október 2018 08:30 Jóhann Berg: Get fullvissað fólk um að við munum ná okkar besta aftur Það var létt yfir Jóhanni Berg Guðmundssyni fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Saint-Brieuc í dag. 9. október 2018 13:30 Rúnar Már: Líklega misst af lestinni að komast í enska boltann Rúnar Már S. Sigurjónsson hefur staðið sig vel með Grasshopper í Sviss og er orðinn fyrirliði liðsins. Hann er nú mættur með landsliðinu til Frakklands með sjálfstraustið í góðu standi. 9. október 2018 10:00 Sverrir Ingi: Fólk hefur rétt á sínum skoðunum Sverrir Ingi Ingason og félagar í vörn íslenska landsliðsins hafa fengið sinn skerf af gagnrýni eftir fyrstu leikina í Þjóðadeildinni þar sem andstæðingar Íslands röðuðu inn mörkum. 9. október 2018 14:00 Emil var sprautaður í hnéð og getur ekki æft Emil Hallfreðsson sat einn á hliðarlínunni á æfingu landsliðsins í dag og virðist fátt benda til þess að hann verði með í leiknum gegn Frökkum á fimmtudag. 9. október 2018 15:30 Kolbeinn: Treysti mér til þess að spila í mesta lagi hálftíma Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson segist vera nokkuð langt frá því að geta spilað fullan fótboltaleik en er meira en til í að koma af bekknum gegn Frökkum á fimmtudag og láta til sín taka. 9. október 2018 09:30 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Sjá meira
Strákarnir æfðu í rjómablíðu í Frakklandi Allir leikmenn íslenska landsliðsins fyrir utan Emil Hallfreðsson tóku þátt í æfingu liðsins í Saint-Brieuc í morgun. 9. október 2018 10:19
Rúnar Alex: Frakkaleikurinn verður gott próf fyrir okkur Rúnar Alex Rúnarsson gekk í raðir franska liðsins Dijon síðasta sumar og er nú mættur í landsleik gegn Frökkum sem fram fer í Guingamp á fimmtudag. 9. október 2018 08:30
Jóhann Berg: Get fullvissað fólk um að við munum ná okkar besta aftur Það var létt yfir Jóhanni Berg Guðmundssyni fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Saint-Brieuc í dag. 9. október 2018 13:30
Rúnar Már: Líklega misst af lestinni að komast í enska boltann Rúnar Már S. Sigurjónsson hefur staðið sig vel með Grasshopper í Sviss og er orðinn fyrirliði liðsins. Hann er nú mættur með landsliðinu til Frakklands með sjálfstraustið í góðu standi. 9. október 2018 10:00
Sverrir Ingi: Fólk hefur rétt á sínum skoðunum Sverrir Ingi Ingason og félagar í vörn íslenska landsliðsins hafa fengið sinn skerf af gagnrýni eftir fyrstu leikina í Þjóðadeildinni þar sem andstæðingar Íslands röðuðu inn mörkum. 9. október 2018 14:00
Emil var sprautaður í hnéð og getur ekki æft Emil Hallfreðsson sat einn á hliðarlínunni á æfingu landsliðsins í dag og virðist fátt benda til þess að hann verði með í leiknum gegn Frökkum á fimmtudag. 9. október 2018 15:30
Kolbeinn: Treysti mér til þess að spila í mesta lagi hálftíma Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson segist vera nokkuð langt frá því að geta spilað fullan fótboltaleik en er meira en til í að koma af bekknum gegn Frökkum á fimmtudag og láta til sín taka. 9. október 2018 09:30