Innlent

Hækkuð mörk skattleysis kosta 150 milljarða

Sveinn Arnarsson skrifar
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/ERNIR
Níu af hverjum tíu krónum sem koma í ríkissjóð í formi tekjuskatts eru af fyrstu þrjú hundruð þúsund krónum hvers launamanns, hækka þarf skattleysismörk upp í 106 þúsund krónur til að skattleysismörk atvinnutekna verði 300 þúsund krónur. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Guðmundar Inga Kristinssonar um lækkun tekjuskatts.

Yrði það gert myndi það rýra tekjur ríkissjóðs um 149 milljarða króna.

„Álagning tekjuskatts einstaklinga á tekjur ársins 2017 nam samtals 168,6 milljörðum kr.,“ segir í svari fjármálaráðherra. „Tekjuskattur einstaklinga hefði því rýrnað um 89 prósent.“

Fram undan eru erfiðar kjaraviðræður og líkast til mun skattkerfisbreytingar bera á góma í viðræðunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×