Kaup Icelandair á WOW air: Jákvætt fyrir ferðaþjónustuna en líklegt að flugmiðaverð breytist Kolbeinn Tumi Daðason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 5. nóvember 2018 13:30 Tilkynning um kaupin kom nokkuð á óvart. Vísir/Vilhelm Greinendur á markaði telja að við fyrstu sýn séu fyrirhuguð kaup Icelandair Group á WOW Air jákvæð tíðindi, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna enda sé flugfélögin, gangi kaupin eftir, betur í stakk búin til þess að glíma við erfiðar rekstraraðstæður. Það minnki líkurnar á því að annað þeirra fari á hausinn með tilheyrandi áfalli fyrir efnahagslífið.„Þetta hlýtur að róa ýmsa sem höfðu áhyggjur af skammtímasviptingum ef eitthvað hefði komið fyrir rekstrarhæfi WOW Air,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, sem var enn að melta tíðindin um hin fyrirhuguðu kaup þegar fréttamaður náði tali af honum.Jón segir að tíðindin hafi komið nokkuð á óvart og að augljóst sé að viðræðurnar hafi farið mjög hljótt. Fyrirtækin hafa bæði glímt við nokkra rekstrarerfiðleika að undanförnu og fyrr í haust voru uppi vangaveltur um að til stæði að sameina félögin, þó að því hafi verið neitað af forsvarsmönnum Icelandair.„Það hefur greinilega verið meiri undirtónn í því,“ segir Jón Bjarki sem telur að kaupin séu fyrst og fremst jákvæð tíðindi fyrir ferðaþjónustuna. Flugvélar Wow air á Keflavíkurflugvelli. Vísir/VilhelmLíklegt að flugmiðaverð hækki en samkeppni á helstu flugleiðum enn til staðar „Þessi tvö félög hafa verið lykilatriði í vextinum á flugframboði hér til lands. Þetta þýðir að það verði meiri stöðugleiki og fyrirsjáanleiki á þessum markaði,“ segir Jón Bjarki en félögin standa saman að miklum meirihluta allra áætlunarferða til og frá Keflavíkurflugvelli. Því höfðu margir áhyggjur af því að fjárhagserfiðleikar WOW Air og rekstrarvandræði Icelandair gætu leitt til þess félögin þyrftu að draga saman seglin sem gæti haft slæmt áhrif á efnahagslífið á Íslandi þar sem ferðaþjónustan er orðin ein af undirstöðu atvinnugreinum landsins. Þá hafa flugfélögin glímt við hækkandi olíuverð og aukna samkeppni sem hefur haft þau áhrif að verð á flugmiðum hefur verið í lágmarki. Því sé líklegt að hin fyrirhuguðu kaup séu svör við þessari þróun „Þetta er birtingarmynd þeirra þröngu rekstrarskilyrða sem hafa verið á markaðnum,“ segir Jón Bjarki sem segir að gera megi ráð fyrir því að verð á flugmiðum muni hækka eftir kaupin. „Við og aðrir höfum verið að búast við því að farþegaverð muni hækka. Þetta er líklegt til þess að hækka verðið á millilandafluginu enda hefur það verið einstaklega hagfellt,“ segir Jón Bjarki sem bendir þó á að til staðar sé samkeppni á helstu flugleiðum til og frá landinu frá erlendum flugfélögum og það sé því ekki svo að kaupin þurrki út samkeppni á flugi til og frá landinu. Flugfélögin tvö verða áfram rekin undir sömu vörumerkjum.Vísir/VilhelmLeyfir Icelandair að bakka úr grimmri samkeppni Athygli vekur að til stendur að reka flugfélögin áfram undir sömu vörumerkjum og því mun WOW Air áfram heita WOW Air og Icelandair áfram heita Icelandair. Jón Bjarki segir að þetta sé þekkt rekstraraðferð í flugbransanum og nefnir Lufthansa og lággjaldaflugfélag þess, Eurowings, sem dæmi um það.Sjá einnig: Engin breyting á rekstri WOW Air að sögn Skúla „Þetta er módel sem auðveldar Icelandair að bakka út úr þessu grimmu samkeppni,“ segir Jón Bjarki og telur hann líklegt að með kaupunum geti Icelandair Group stillt flugfélögunum þannig upp að Wow Air verði áfram lággjaldaflugfélag á meðan Icelandair geti þá stigið skrefið til baka og einbeitt sér að því að veita meiri þjónustu fyrir þá sem kjósi það.Líklegt er að meirihluti ferðamannanna á þessari mynd hafi komið hingað til lands með Icelandair eða Wow air.vísir/vilhelmVonast til þess að til verði eitt stórt og sterkt flugfélag Daníel Svavarsson, aðalhagfræðingur Landsbankans, hafði rétt heyrt af tíðindunum þegar blaðamaður náði af honum tali upp úr klukkan tólf. „Það jákvæðasta við þetta er að flugfélagið (innsk: WOW Air) virðist vera komið í fjárhagslegt var. Það eru jákvæðustu tíðindin,“ segir Daníel. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Daníel segir að þau skilyrði sem Samkeppniseftirlitið setji, sem verði vafalítið þó nokkur, muni hafa áhrif á hvaða áhrif viðskiptin hafa á neytendur. Reikna megi með því heilt yfir að samkeppnin verði minni en áður. Daníel nefnir sem dæmi að Icelandair og WOW air fljúgi í sumum tilfellum á sömu áfangastaði. Þar gætu orðið breytingar á framboði. Sömuleiðis gæti á móti verið tækifæri fyrir neytendur í fjölgun áfangastaða. Óljóst er hve langan tíma Samkeppniseftirlitið mun taka í að komast að niðurstöðu. „Ef maður horfir á fordæmi þá hefur Samkeppniseftirlitið tekið sér góðan tíma í að skoða svona hluti.“ Hann á ekki von á að sjá breytingar á flugverði eins og skot. Tíminn verði að leiða það í ljós. „Heilt yfir myndi ég segja að þetta séu nokkuð jákvæð tíðindi. Það hefði verið mikill skellur fyrir þjóðarbúið að missa annað flugfélagið. Núna fáum við vonandi eitt stórt og sterkt flugfélag í staðinn.“ Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52 Bréf í Icelandair hækkuðu um fimmtíu prósent eftir opnun Hlutabréf í Icelandair hafa hækkað um rúm 50 prósent eftir að tilkynnt var um kaup Icelandair Group á WOW air. 5. nóvember 2018 13:32 Eftir ókyrrð í lofti flaug WOW í fang Icelandair Það er ekki ofsögum sagt að það hafi gustað um flugfélagið WOW air undanfarna mánuði en í dag var tilkynnt að fyrirtækið verði selt Icelandair Group, að uppfylltu samþykki hluthafafundar, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 13:50 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Greinendur á markaði telja að við fyrstu sýn séu fyrirhuguð kaup Icelandair Group á WOW Air jákvæð tíðindi, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna enda sé flugfélögin, gangi kaupin eftir, betur í stakk búin til þess að glíma við erfiðar rekstraraðstæður. Það minnki líkurnar á því að annað þeirra fari á hausinn með tilheyrandi áfalli fyrir efnahagslífið.„Þetta hlýtur að róa ýmsa sem höfðu áhyggjur af skammtímasviptingum ef eitthvað hefði komið fyrir rekstrarhæfi WOW Air,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, sem var enn að melta tíðindin um hin fyrirhuguðu kaup þegar fréttamaður náði tali af honum.Jón segir að tíðindin hafi komið nokkuð á óvart og að augljóst sé að viðræðurnar hafi farið mjög hljótt. Fyrirtækin hafa bæði glímt við nokkra rekstrarerfiðleika að undanförnu og fyrr í haust voru uppi vangaveltur um að til stæði að sameina félögin, þó að því hafi verið neitað af forsvarsmönnum Icelandair.„Það hefur greinilega verið meiri undirtónn í því,“ segir Jón Bjarki sem telur að kaupin séu fyrst og fremst jákvæð tíðindi fyrir ferðaþjónustuna. Flugvélar Wow air á Keflavíkurflugvelli. Vísir/VilhelmLíklegt að flugmiðaverð hækki en samkeppni á helstu flugleiðum enn til staðar „Þessi tvö félög hafa verið lykilatriði í vextinum á flugframboði hér til lands. Þetta þýðir að það verði meiri stöðugleiki og fyrirsjáanleiki á þessum markaði,“ segir Jón Bjarki en félögin standa saman að miklum meirihluta allra áætlunarferða til og frá Keflavíkurflugvelli. Því höfðu margir áhyggjur af því að fjárhagserfiðleikar WOW Air og rekstrarvandræði Icelandair gætu leitt til þess félögin þyrftu að draga saman seglin sem gæti haft slæmt áhrif á efnahagslífið á Íslandi þar sem ferðaþjónustan er orðin ein af undirstöðu atvinnugreinum landsins. Þá hafa flugfélögin glímt við hækkandi olíuverð og aukna samkeppni sem hefur haft þau áhrif að verð á flugmiðum hefur verið í lágmarki. Því sé líklegt að hin fyrirhuguðu kaup séu svör við þessari þróun „Þetta er birtingarmynd þeirra þröngu rekstrarskilyrða sem hafa verið á markaðnum,“ segir Jón Bjarki sem segir að gera megi ráð fyrir því að verð á flugmiðum muni hækka eftir kaupin. „Við og aðrir höfum verið að búast við því að farþegaverð muni hækka. Þetta er líklegt til þess að hækka verðið á millilandafluginu enda hefur það verið einstaklega hagfellt,“ segir Jón Bjarki sem bendir þó á að til staðar sé samkeppni á helstu flugleiðum til og frá landinu frá erlendum flugfélögum og það sé því ekki svo að kaupin þurrki út samkeppni á flugi til og frá landinu. Flugfélögin tvö verða áfram rekin undir sömu vörumerkjum.Vísir/VilhelmLeyfir Icelandair að bakka úr grimmri samkeppni Athygli vekur að til stendur að reka flugfélögin áfram undir sömu vörumerkjum og því mun WOW Air áfram heita WOW Air og Icelandair áfram heita Icelandair. Jón Bjarki segir að þetta sé þekkt rekstraraðferð í flugbransanum og nefnir Lufthansa og lággjaldaflugfélag þess, Eurowings, sem dæmi um það.Sjá einnig: Engin breyting á rekstri WOW Air að sögn Skúla „Þetta er módel sem auðveldar Icelandair að bakka út úr þessu grimmu samkeppni,“ segir Jón Bjarki og telur hann líklegt að með kaupunum geti Icelandair Group stillt flugfélögunum þannig upp að Wow Air verði áfram lággjaldaflugfélag á meðan Icelandair geti þá stigið skrefið til baka og einbeitt sér að því að veita meiri þjónustu fyrir þá sem kjósi það.Líklegt er að meirihluti ferðamannanna á þessari mynd hafi komið hingað til lands með Icelandair eða Wow air.vísir/vilhelmVonast til þess að til verði eitt stórt og sterkt flugfélag Daníel Svavarsson, aðalhagfræðingur Landsbankans, hafði rétt heyrt af tíðindunum þegar blaðamaður náði af honum tali upp úr klukkan tólf. „Það jákvæðasta við þetta er að flugfélagið (innsk: WOW Air) virðist vera komið í fjárhagslegt var. Það eru jákvæðustu tíðindin,“ segir Daníel. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Daníel segir að þau skilyrði sem Samkeppniseftirlitið setji, sem verði vafalítið þó nokkur, muni hafa áhrif á hvaða áhrif viðskiptin hafa á neytendur. Reikna megi með því heilt yfir að samkeppnin verði minni en áður. Daníel nefnir sem dæmi að Icelandair og WOW air fljúgi í sumum tilfellum á sömu áfangastaði. Þar gætu orðið breytingar á framboði. Sömuleiðis gæti á móti verið tækifæri fyrir neytendur í fjölgun áfangastaða. Óljóst er hve langan tíma Samkeppniseftirlitið mun taka í að komast að niðurstöðu. „Ef maður horfir á fordæmi þá hefur Samkeppniseftirlitið tekið sér góðan tíma í að skoða svona hluti.“ Hann á ekki von á að sjá breytingar á flugverði eins og skot. Tíminn verði að leiða það í ljós. „Heilt yfir myndi ég segja að þetta séu nokkuð jákvæð tíðindi. Það hefði verið mikill skellur fyrir þjóðarbúið að missa annað flugfélagið. Núna fáum við vonandi eitt stórt og sterkt flugfélag í staðinn.“
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52 Bréf í Icelandair hækkuðu um fimmtíu prósent eftir opnun Hlutabréf í Icelandair hafa hækkað um rúm 50 prósent eftir að tilkynnt var um kaup Icelandair Group á WOW air. 5. nóvember 2018 13:32 Eftir ókyrrð í lofti flaug WOW í fang Icelandair Það er ekki ofsögum sagt að það hafi gustað um flugfélagið WOW air undanfarna mánuði en í dag var tilkynnt að fyrirtækið verði selt Icelandair Group, að uppfylltu samþykki hluthafafundar, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 13:50 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52
Bréf í Icelandair hækkuðu um fimmtíu prósent eftir opnun Hlutabréf í Icelandair hafa hækkað um rúm 50 prósent eftir að tilkynnt var um kaup Icelandair Group á WOW air. 5. nóvember 2018 13:32
Eftir ókyrrð í lofti flaug WOW í fang Icelandair Það er ekki ofsögum sagt að það hafi gustað um flugfélagið WOW air undanfarna mánuði en í dag var tilkynnt að fyrirtækið verði selt Icelandair Group, að uppfylltu samþykki hluthafafundar, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 13:50