Vísbendingar um landnámsbæ í Stöðvarfirði fyrir tíma Ingólfs Kristján Már Unnarsson skrifar 3. september 2018 21:00 Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur hefur stýrt minjauppgreftri að Stöð í Stöðvarfirði undanfarin þrjú sumur. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Fornleifafræðingur segir sterkar vísbendingar um að landnámsmaður hafi verið búinn að reisa bæ í Stöðvarfirði fyrir árið 871, áður en Ingólfur Arnarson á að hafa sest að í Reykjavík. Þar hafi því verið komin heilsársbúseta fyrir hið viðurkennda landnámsártal, en ekki aðeins árstíðabundin veiðistöð, eins og í fyrstu var talið. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna F. Einarsson fornleifafræðing í fréttum Stöðvar 2. Fornleifauppgröftur að bænum Stöð í botni Stöðvarfjarðar hófst sumarið 2016 undir stjórn Bjarna og strax þá um haustið sagði hann aldursgreiningar benda til að þar hefðu norrænir menn reist skála skömmu eftir árið 800. Bjarni ályktaði þá að þetta hefði verið útstöð þar sem menn dvöldu hluta úr ári.Frá fornleifauppgreftrinum í Stöðvarfirði.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Framhaldsrannsóknir í sumar og fyrrasumar hafa hins vegar leitt enn stærri rústir í ljós, tvo stóra skála en frá mismunandi tíma. Bjarni segist þó ekki hafa fallið frá tilgátu sinni um útstöð. „En hins vegar viðurkenni ég að útstöðvarkenningin hefur fengið smáhögg. Og það er út af því að eldri skálinn er svo ofboðslega stór. Það er erfitt að ímynda sér að menn hafi byggt svona ferlíki á staðnum, sem gæti verið stærsti skáli á Íslandi,“ segir Bjarni.Loftmynd frá uppgreftrinum í sumar.Þeim skála segir hann ljóst að hafi verið skipt niður í einingar. „Eina einingu erum við búin að rannsaka og það er smiðjan. Þannig að þá eru komnir átta metrar þar; stór smiðja. Og svo getur annar hluti hafa verið forðabúr, eða búr, skemma eða veiðarfærageymsla, eða hvað það getur hafa verið. Þannig að það er eiginlega íveruhlutinn sem skiptir núna máli varðandi þessa kenningu.“Bærinn Stöð er í botni Stöðvarfjarðar. Þar hafa nú fundist tveir stórir skálar. Aldursgreiningar benda til að sá eldri hafi verið reistur skömmu eftir árið 800 en sá yngri rétt fyrir árið 871.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Bjarni og félagar hafa jafnframt fundið yngri skála sem byggður var ofan í þann eldri. „Þetta er tveir skálar. Þeir eru bara eins og samlokur. Og yngri skálinn, sem er líka stór - hann er 31 og hálfur metri að lengd – það er líklega landnámsbýlið sjálft, byggt ofan í fyrirliggjandi tóft eða rúst.“ -Og hvenær tímasetur þú það, miðað við þau gögn sem þú hefur? „Miðað við þau gögn sem ég hef, og ef ég á að treysta þeim, þá er það rétt fyrir 871.“ -Þannig að þá ertu kominn með landnámsmann í Stöðvarfjörð áður en Ingólfur á að hafa sest að í Reykjavík? „Það gæti hugsast, já. Við verðum að rannsaka aðeins meira til að slá þessu sem föstu. En þetta eru sterkar vísbendingar um að svo hafi verið, - já.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Er Íslandssagan rétt ef hér stóð hús árið 810? Fornleifar í Stöðvarfirði virðast vera nýjasta vísbendingin um að einhverjir hafi verið búnir að reisa skála á Íslandi löngu fyrir árið 874. 15. janúar 2017 08:15 Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30 Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15 Fornleifar í Stöðvarfirði taldar með elstu minjum um mannvist á Íslandi Enn ein vísbendingin um mannvist á Íslandi fyrir landnámsártalið 874 er fundin. Aldursgreining bendir til að skáli hafi verið reistur skömmu eftir árið 800. 12. september 2016 19:45 Þarf Ísland nýtt landnámsártal? Er árið 874 enn í gildi eða voru einhverjir búnir að setjast að löngu á undan Ingólfi Arnarsyni? 14. febrúar 2016 09:00 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Fornleifafræðingur segir sterkar vísbendingar um að landnámsmaður hafi verið búinn að reisa bæ í Stöðvarfirði fyrir árið 871, áður en Ingólfur Arnarson á að hafa sest að í Reykjavík. Þar hafi því verið komin heilsársbúseta fyrir hið viðurkennda landnámsártal, en ekki aðeins árstíðabundin veiðistöð, eins og í fyrstu var talið. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna F. Einarsson fornleifafræðing í fréttum Stöðvar 2. Fornleifauppgröftur að bænum Stöð í botni Stöðvarfjarðar hófst sumarið 2016 undir stjórn Bjarna og strax þá um haustið sagði hann aldursgreiningar benda til að þar hefðu norrænir menn reist skála skömmu eftir árið 800. Bjarni ályktaði þá að þetta hefði verið útstöð þar sem menn dvöldu hluta úr ári.Frá fornleifauppgreftrinum í Stöðvarfirði.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Framhaldsrannsóknir í sumar og fyrrasumar hafa hins vegar leitt enn stærri rústir í ljós, tvo stóra skála en frá mismunandi tíma. Bjarni segist þó ekki hafa fallið frá tilgátu sinni um útstöð. „En hins vegar viðurkenni ég að útstöðvarkenningin hefur fengið smáhögg. Og það er út af því að eldri skálinn er svo ofboðslega stór. Það er erfitt að ímynda sér að menn hafi byggt svona ferlíki á staðnum, sem gæti verið stærsti skáli á Íslandi,“ segir Bjarni.Loftmynd frá uppgreftrinum í sumar.Þeim skála segir hann ljóst að hafi verið skipt niður í einingar. „Eina einingu erum við búin að rannsaka og það er smiðjan. Þannig að þá eru komnir átta metrar þar; stór smiðja. Og svo getur annar hluti hafa verið forðabúr, eða búr, skemma eða veiðarfærageymsla, eða hvað það getur hafa verið. Þannig að það er eiginlega íveruhlutinn sem skiptir núna máli varðandi þessa kenningu.“Bærinn Stöð er í botni Stöðvarfjarðar. Þar hafa nú fundist tveir stórir skálar. Aldursgreiningar benda til að sá eldri hafi verið reistur skömmu eftir árið 800 en sá yngri rétt fyrir árið 871.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Bjarni og félagar hafa jafnframt fundið yngri skála sem byggður var ofan í þann eldri. „Þetta er tveir skálar. Þeir eru bara eins og samlokur. Og yngri skálinn, sem er líka stór - hann er 31 og hálfur metri að lengd – það er líklega landnámsbýlið sjálft, byggt ofan í fyrirliggjandi tóft eða rúst.“ -Og hvenær tímasetur þú það, miðað við þau gögn sem þú hefur? „Miðað við þau gögn sem ég hef, og ef ég á að treysta þeim, þá er það rétt fyrir 871.“ -Þannig að þá ertu kominn með landnámsmann í Stöðvarfjörð áður en Ingólfur á að hafa sest að í Reykjavík? „Það gæti hugsast, já. Við verðum að rannsaka aðeins meira til að slá þessu sem föstu. En þetta eru sterkar vísbendingar um að svo hafi verið, - já.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Er Íslandssagan rétt ef hér stóð hús árið 810? Fornleifar í Stöðvarfirði virðast vera nýjasta vísbendingin um að einhverjir hafi verið búnir að reisa skála á Íslandi löngu fyrir árið 874. 15. janúar 2017 08:15 Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30 Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15 Fornleifar í Stöðvarfirði taldar með elstu minjum um mannvist á Íslandi Enn ein vísbendingin um mannvist á Íslandi fyrir landnámsártalið 874 er fundin. Aldursgreining bendir til að skáli hafi verið reistur skömmu eftir árið 800. 12. september 2016 19:45 Þarf Ísland nýtt landnámsártal? Er árið 874 enn í gildi eða voru einhverjir búnir að setjast að löngu á undan Ingólfi Arnarsyni? 14. febrúar 2016 09:00 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Er Íslandssagan rétt ef hér stóð hús árið 810? Fornleifar í Stöðvarfirði virðast vera nýjasta vísbendingin um að einhverjir hafi verið búnir að reisa skála á Íslandi löngu fyrir árið 874. 15. janúar 2017 08:15
Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30
Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15
Fornleifar í Stöðvarfirði taldar með elstu minjum um mannvist á Íslandi Enn ein vísbendingin um mannvist á Íslandi fyrir landnámsártalið 874 er fundin. Aldursgreining bendir til að skáli hafi verið reistur skömmu eftir árið 800. 12. september 2016 19:45
Þarf Ísland nýtt landnámsártal? Er árið 874 enn í gildi eða voru einhverjir búnir að setjast að löngu á undan Ingólfi Arnarsyni? 14. febrúar 2016 09:00