Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skrifstofustjóri Alþingis leyfðu hálfnakta fólkið Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júní 2018 17:41 Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir gjörninginn í beinu samhengi við #MeToo-hreyfinguna og ítrekar að Alþingi eigi að vera í góðum tengslum við þjóðlífið. visir/anton brink Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skrifstofustjóri Alþingis veittu leyfi fyrir því að „hálfnakið fólk nýtti Alþingishúsið í auglýsingaskyni“, að því er fram kemur í svari Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Miðflokksins, um það hver hefði gefið leyfi fyrir myndatöku Demoncrazy í Alþingishúsinu á dögunum. Þá sé leyfið klæðaburði alþingismanna óviðkomandi.Sjá einnig: Segir viðbrögð Sigmundar Davíðs við berum brjóstum vera áframhald af verkinuFyrirspurn Sigmundar Davíðs var í fimm liðum en meðal þeirra upplýsinga sem hann óskaði eftir var hvort forseti Alþingis telji notkun Demoncrazy á Alþingishúsinu til þess fallna að auka virðingu þingsins. Þá vildi hann vita hvort leyfið hafi verið til marks um það hvort vænta mætti frekari tilslakana á reglum um klæðaburð alþingismanna. Fyrirspurnina má sjá í heild hér.Í beinu samhengi við #MeToo Um leyfisveitingu fyrir myndatökunni segir í svari Steingríms að þar sem myndirnar hafi verið teknar í þingflokksherbergi Sjálfstæðisflokksins hafi formaður þingflokks flokksins, sem nú er Birgir Ármannsson, veitt leyfið. Ekki hafi þótt ástæða af hálfu forseta Alþingis til að gera athugasemdir við það. „Varðandi þann listgjörning að hópur kvenna gekk berbrjósta út úr Alþingishúsinu um aðaldyr og út í bæinn, þá var leyfi til þess veitt af skrifstofustjóra Alþingis og er það sömuleiðis athugasemdalaust af hálfu forseta,“ segir enn fremur í svari Steingríms. Þá bætir hann við að gjörningurinn sé í beinu samhengi við „þá vakingu sem konur víða um heim, og einnig á Íslandi, hafa hrundið af stað undir formerkjunum „Ég líka“ (e. MeToo).“Sigmundur Davíð bíður nú eftir svari við fyrirspurn sinni um hvort og hvers vegna leyfi hafi verið gefið fyrir myndatökunni. Þessi mynd er hluti af sýningunni Demoncrazy.Mynd/Magnús AndersenSnyrtilegum klæðaburði þingmanna óviðkomandi Í svari Steingríms kemur auk þess fram að eðlilega geti verið skiptar skoðanir um það hvort umrædd notkun á þinghúsinu sé til þess fallin að auka virðingu Alþingis. Viðhorf forseta sé hins vegar að Alþingi eigi að vera í „góðum tengslum við þjóðlífið og finna til í stormum sinnar tíðar.“ Steingrímur segir enn fremur enga afstöðu af sinni hálfu hafa verið tekna til þess boðskapar sem listamennirnir vildu koma á framfæri. Hann dragi þó engan dul á að hann líti með „velvilja og aðdáun“ á baráttu kvenna síðustu misseri. Að lokum sé listviðburðurinn „rótgrónum venjum um snyrtilegan klæðaburð þingmanna við vinnu sína“ óviðkomandi með öllu. Leyfið sé þannig ekki til marks um að vænta megi frekari tilslakana á reglum um klæðaburð Alþingismanna. Gjörningurinn hefur vakið mikla athygli en hann fór fram við Austurvöll í tilefni af opnun sýningar á Listahátíð Reykjavíkur. Borghildur Indriðadóttir, sem stendur að baki sýningunni, sagði viðbrögð Sigmundar Davíðs vera áframhald af verkinu í samtali við Vísi í dag. Alþingi MeToo Tengdar fréttir Sigmundur Davíð vill vita hver leyfði „hálfnakið fólk“ í Alþingishúsinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn til forseta Alþingis þess efnis hver hafi gefið leyfi fyrir myndatöku Demoncrazy í Alþingishúsinu á dögunum. 11. júní 2018 16:37 Segir viðbrögð Sigmundar Davíðs við berum brjóstum vera áframhald af verkinu Sýningin Demoncrazy hefur vakið töluvert umtal síðustu daga. 12. júní 2018 15:45 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skrifstofustjóri Alþingis veittu leyfi fyrir því að „hálfnakið fólk nýtti Alþingishúsið í auglýsingaskyni“, að því er fram kemur í svari Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Miðflokksins, um það hver hefði gefið leyfi fyrir myndatöku Demoncrazy í Alþingishúsinu á dögunum. Þá sé leyfið klæðaburði alþingismanna óviðkomandi.Sjá einnig: Segir viðbrögð Sigmundar Davíðs við berum brjóstum vera áframhald af verkinuFyrirspurn Sigmundar Davíðs var í fimm liðum en meðal þeirra upplýsinga sem hann óskaði eftir var hvort forseti Alþingis telji notkun Demoncrazy á Alþingishúsinu til þess fallna að auka virðingu þingsins. Þá vildi hann vita hvort leyfið hafi verið til marks um það hvort vænta mætti frekari tilslakana á reglum um klæðaburð alþingismanna. Fyrirspurnina má sjá í heild hér.Í beinu samhengi við #MeToo Um leyfisveitingu fyrir myndatökunni segir í svari Steingríms að þar sem myndirnar hafi verið teknar í þingflokksherbergi Sjálfstæðisflokksins hafi formaður þingflokks flokksins, sem nú er Birgir Ármannsson, veitt leyfið. Ekki hafi þótt ástæða af hálfu forseta Alþingis til að gera athugasemdir við það. „Varðandi þann listgjörning að hópur kvenna gekk berbrjósta út úr Alþingishúsinu um aðaldyr og út í bæinn, þá var leyfi til þess veitt af skrifstofustjóra Alþingis og er það sömuleiðis athugasemdalaust af hálfu forseta,“ segir enn fremur í svari Steingríms. Þá bætir hann við að gjörningurinn sé í beinu samhengi við „þá vakingu sem konur víða um heim, og einnig á Íslandi, hafa hrundið af stað undir formerkjunum „Ég líka“ (e. MeToo).“Sigmundur Davíð bíður nú eftir svari við fyrirspurn sinni um hvort og hvers vegna leyfi hafi verið gefið fyrir myndatökunni. Þessi mynd er hluti af sýningunni Demoncrazy.Mynd/Magnús AndersenSnyrtilegum klæðaburði þingmanna óviðkomandi Í svari Steingríms kemur auk þess fram að eðlilega geti verið skiptar skoðanir um það hvort umrædd notkun á þinghúsinu sé til þess fallin að auka virðingu Alþingis. Viðhorf forseta sé hins vegar að Alþingi eigi að vera í „góðum tengslum við þjóðlífið og finna til í stormum sinnar tíðar.“ Steingrímur segir enn fremur enga afstöðu af sinni hálfu hafa verið tekna til þess boðskapar sem listamennirnir vildu koma á framfæri. Hann dragi þó engan dul á að hann líti með „velvilja og aðdáun“ á baráttu kvenna síðustu misseri. Að lokum sé listviðburðurinn „rótgrónum venjum um snyrtilegan klæðaburð þingmanna við vinnu sína“ óviðkomandi með öllu. Leyfið sé þannig ekki til marks um að vænta megi frekari tilslakana á reglum um klæðaburð Alþingismanna. Gjörningurinn hefur vakið mikla athygli en hann fór fram við Austurvöll í tilefni af opnun sýningar á Listahátíð Reykjavíkur. Borghildur Indriðadóttir, sem stendur að baki sýningunni, sagði viðbrögð Sigmundar Davíðs vera áframhald af verkinu í samtali við Vísi í dag.
Alþingi MeToo Tengdar fréttir Sigmundur Davíð vill vita hver leyfði „hálfnakið fólk“ í Alþingishúsinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn til forseta Alþingis þess efnis hver hafi gefið leyfi fyrir myndatöku Demoncrazy í Alþingishúsinu á dögunum. 11. júní 2018 16:37 Segir viðbrögð Sigmundar Davíðs við berum brjóstum vera áframhald af verkinu Sýningin Demoncrazy hefur vakið töluvert umtal síðustu daga. 12. júní 2018 15:45 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sigmundur Davíð vill vita hver leyfði „hálfnakið fólk“ í Alþingishúsinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn til forseta Alþingis þess efnis hver hafi gefið leyfi fyrir myndatöku Demoncrazy í Alþingishúsinu á dögunum. 11. júní 2018 16:37
Segir viðbrögð Sigmundar Davíðs við berum brjóstum vera áframhald af verkinu Sýningin Demoncrazy hefur vakið töluvert umtal síðustu daga. 12. júní 2018 15:45
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent