Kushner og Ivanka græða tugi milljóna utan Hvíta hússins Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2018 08:33 Kushner og Ivanka Trump lepja ekki dauðann úr skel þrátt fyrir að þau vinni launalaust fyrir föður Ivönku í Hvíta húsinu. Vísir/EPA Á sama tíma og Ivanka, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og Jared Kushner, eiginmaður hennar, vinna launalaust sem ráðgjafar fyrir Hvíta húsið hagnast þau um tugi milljóna dollara á ýmsum eignum sínum. Viðskiptahagsmunir hjónanna hafa vakið upp spurningar um hættuna á hagsmunaárekstrum. Í nýbirtum fjármálaupplýsingum sem hjónin skiluðu inn fyrir síðasta ár kemur fram að þau voru með 82 milljónir dollara, jafnvirði um 8,7 milljarða íslenskra króna, í tekjur á meðan þau störfuðu fyrir Hvíta húsið. Þannig hagnaðist Ivanka til dæmis um tæpar fjórar milljónir dollara á hlut sínum í Trump-alþjóðahótelinu í Washington-borg. Erlendir sendifulltrúar hafa notað hótelið í ríkum mæli eftir að Trump varð forseti og Repúblikanaflokkurinn hefur haldið fjölda viðburða þar. Að sögn Washington Post hafa bæði Ivanka og Kushner gefið eftir daglega stjórn fyrirtækja sinna á meðan þau vinna fyrir Trump forseta. Þau hafa hins vegar haldið í stóra eignarhluti sína í fyrirtækjum sem starfa bæði í Bandaríkjunum og erlendis. Þrátt fyrir miklar tekjur hefur Charles Kushner, faðir Jareds, ítrekað fullyrt að þau hjónin hafi þurft að færa miklar fórnir til að starfa fyrir ríkisstjórnina. Hann kallaði siðferðissérfræðinga sem hafa vakið máls á mögulegum hagsmunaárekstrum þeirra „fífl“ sem geta ekki fengið „alvöru vinnu“ í viðtali í síðasta mánuði. Viðskiptahagsmunir Kushner hafa flækt störf hans fyrir Hvíta húsið. Þannig missti hann um tíma öryggisheimild sína vegna áhyggna leyniþjónustunnar af samskiptum hans við fulltrúa erlendra ríkja sem hann gaf ekki upp að fullu. Þá voru fulltrúar erlendra ríkja sagðir reyna að notfæra sér flókið net viðskiptahagsmuna Kushner, fjárhagserfiðleika fjölskyldufyrirtækis hans og reynsluleysi í utanríkismálum til að ná taki á honum. Gagnnjósnadeild alríkislögreglunnar FBI hefur einnig rannsakað viðskiptagjörninga sem Ivanka hefur komið nærri á erlendri grundu. Rannsóknin hefur beinst að því hvort að viðskipti hennar og Kushner gætu gert þau viðkvæm fyrir þrýstingi erlendra aðila. Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrirtæki tengdasonar Trump fengu stór lán eftir fundi í Hvíta húsinu Lán upp á rúmlega 500 milljónir dollara voru veitt fyrirtækjum Jareds Kushner, ekki löngu eftir fundi sem hann átti með forsvarsmönnum fjármálafyrirtækjanna. 1. mars 2018 11:30 Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30 Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30 FBI rannsakar viðskiptagjörning dóttur Trump Dóttir og tengdasonur Bandaríkjaforseta hafa átt í erfiðleikum með að fá öryggisheimildir vegna flókins nets viðskiptahagsmuna. 2. mars 2018 13:01 Hröð meðferð vörumerkja Ivönku í Kína vekur spurningar um spillingu Sérfræðingar segja þennan hraða vera óeðlilegan og AP segir þessar upplýsingar vekja frekari spurningar um hagsmunaárekstra í Hvíta húsinu. 28. maí 2018 21:05 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira
Á sama tíma og Ivanka, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og Jared Kushner, eiginmaður hennar, vinna launalaust sem ráðgjafar fyrir Hvíta húsið hagnast þau um tugi milljóna dollara á ýmsum eignum sínum. Viðskiptahagsmunir hjónanna hafa vakið upp spurningar um hættuna á hagsmunaárekstrum. Í nýbirtum fjármálaupplýsingum sem hjónin skiluðu inn fyrir síðasta ár kemur fram að þau voru með 82 milljónir dollara, jafnvirði um 8,7 milljarða íslenskra króna, í tekjur á meðan þau störfuðu fyrir Hvíta húsið. Þannig hagnaðist Ivanka til dæmis um tæpar fjórar milljónir dollara á hlut sínum í Trump-alþjóðahótelinu í Washington-borg. Erlendir sendifulltrúar hafa notað hótelið í ríkum mæli eftir að Trump varð forseti og Repúblikanaflokkurinn hefur haldið fjölda viðburða þar. Að sögn Washington Post hafa bæði Ivanka og Kushner gefið eftir daglega stjórn fyrirtækja sinna á meðan þau vinna fyrir Trump forseta. Þau hafa hins vegar haldið í stóra eignarhluti sína í fyrirtækjum sem starfa bæði í Bandaríkjunum og erlendis. Þrátt fyrir miklar tekjur hefur Charles Kushner, faðir Jareds, ítrekað fullyrt að þau hjónin hafi þurft að færa miklar fórnir til að starfa fyrir ríkisstjórnina. Hann kallaði siðferðissérfræðinga sem hafa vakið máls á mögulegum hagsmunaárekstrum þeirra „fífl“ sem geta ekki fengið „alvöru vinnu“ í viðtali í síðasta mánuði. Viðskiptahagsmunir Kushner hafa flækt störf hans fyrir Hvíta húsið. Þannig missti hann um tíma öryggisheimild sína vegna áhyggna leyniþjónustunnar af samskiptum hans við fulltrúa erlendra ríkja sem hann gaf ekki upp að fullu. Þá voru fulltrúar erlendra ríkja sagðir reyna að notfæra sér flókið net viðskiptahagsmuna Kushner, fjárhagserfiðleika fjölskyldufyrirtækis hans og reynsluleysi í utanríkismálum til að ná taki á honum. Gagnnjósnadeild alríkislögreglunnar FBI hefur einnig rannsakað viðskiptagjörninga sem Ivanka hefur komið nærri á erlendri grundu. Rannsóknin hefur beinst að því hvort að viðskipti hennar og Kushner gætu gert þau viðkvæm fyrir þrýstingi erlendra aðila.
Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrirtæki tengdasonar Trump fengu stór lán eftir fundi í Hvíta húsinu Lán upp á rúmlega 500 milljónir dollara voru veitt fyrirtækjum Jareds Kushner, ekki löngu eftir fundi sem hann átti með forsvarsmönnum fjármálafyrirtækjanna. 1. mars 2018 11:30 Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30 Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30 FBI rannsakar viðskiptagjörning dóttur Trump Dóttir og tengdasonur Bandaríkjaforseta hafa átt í erfiðleikum með að fá öryggisheimildir vegna flókins nets viðskiptahagsmuna. 2. mars 2018 13:01 Hröð meðferð vörumerkja Ivönku í Kína vekur spurningar um spillingu Sérfræðingar segja þennan hraða vera óeðlilegan og AP segir þessar upplýsingar vekja frekari spurningar um hagsmunaárekstra í Hvíta húsinu. 28. maí 2018 21:05 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira
Fyrirtæki tengdasonar Trump fengu stór lán eftir fundi í Hvíta húsinu Lán upp á rúmlega 500 milljónir dollara voru veitt fyrirtækjum Jareds Kushner, ekki löngu eftir fundi sem hann átti með forsvarsmönnum fjármálafyrirtækjanna. 1. mars 2018 11:30
Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15
Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30
Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30
FBI rannsakar viðskiptagjörning dóttur Trump Dóttir og tengdasonur Bandaríkjaforseta hafa átt í erfiðleikum með að fá öryggisheimildir vegna flókins nets viðskiptahagsmuna. 2. mars 2018 13:01
Hröð meðferð vörumerkja Ivönku í Kína vekur spurningar um spillingu Sérfræðingar segja þennan hraða vera óeðlilegan og AP segir þessar upplýsingar vekja frekari spurningar um hagsmunaárekstra í Hvíta húsinu. 28. maí 2018 21:05