Kushner og Ivanka græða tugi milljóna utan Hvíta hússins Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2018 08:33 Kushner og Ivanka Trump lepja ekki dauðann úr skel þrátt fyrir að þau vinni launalaust fyrir föður Ivönku í Hvíta húsinu. Vísir/EPA Á sama tíma og Ivanka, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og Jared Kushner, eiginmaður hennar, vinna launalaust sem ráðgjafar fyrir Hvíta húsið hagnast þau um tugi milljóna dollara á ýmsum eignum sínum. Viðskiptahagsmunir hjónanna hafa vakið upp spurningar um hættuna á hagsmunaárekstrum. Í nýbirtum fjármálaupplýsingum sem hjónin skiluðu inn fyrir síðasta ár kemur fram að þau voru með 82 milljónir dollara, jafnvirði um 8,7 milljarða íslenskra króna, í tekjur á meðan þau störfuðu fyrir Hvíta húsið. Þannig hagnaðist Ivanka til dæmis um tæpar fjórar milljónir dollara á hlut sínum í Trump-alþjóðahótelinu í Washington-borg. Erlendir sendifulltrúar hafa notað hótelið í ríkum mæli eftir að Trump varð forseti og Repúblikanaflokkurinn hefur haldið fjölda viðburða þar. Að sögn Washington Post hafa bæði Ivanka og Kushner gefið eftir daglega stjórn fyrirtækja sinna á meðan þau vinna fyrir Trump forseta. Þau hafa hins vegar haldið í stóra eignarhluti sína í fyrirtækjum sem starfa bæði í Bandaríkjunum og erlendis. Þrátt fyrir miklar tekjur hefur Charles Kushner, faðir Jareds, ítrekað fullyrt að þau hjónin hafi þurft að færa miklar fórnir til að starfa fyrir ríkisstjórnina. Hann kallaði siðferðissérfræðinga sem hafa vakið máls á mögulegum hagsmunaárekstrum þeirra „fífl“ sem geta ekki fengið „alvöru vinnu“ í viðtali í síðasta mánuði. Viðskiptahagsmunir Kushner hafa flækt störf hans fyrir Hvíta húsið. Þannig missti hann um tíma öryggisheimild sína vegna áhyggna leyniþjónustunnar af samskiptum hans við fulltrúa erlendra ríkja sem hann gaf ekki upp að fullu. Þá voru fulltrúar erlendra ríkja sagðir reyna að notfæra sér flókið net viðskiptahagsmuna Kushner, fjárhagserfiðleika fjölskyldufyrirtækis hans og reynsluleysi í utanríkismálum til að ná taki á honum. Gagnnjósnadeild alríkislögreglunnar FBI hefur einnig rannsakað viðskiptagjörninga sem Ivanka hefur komið nærri á erlendri grundu. Rannsóknin hefur beinst að því hvort að viðskipti hennar og Kushner gætu gert þau viðkvæm fyrir þrýstingi erlendra aðila. Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrirtæki tengdasonar Trump fengu stór lán eftir fundi í Hvíta húsinu Lán upp á rúmlega 500 milljónir dollara voru veitt fyrirtækjum Jareds Kushner, ekki löngu eftir fundi sem hann átti með forsvarsmönnum fjármálafyrirtækjanna. 1. mars 2018 11:30 Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30 Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30 FBI rannsakar viðskiptagjörning dóttur Trump Dóttir og tengdasonur Bandaríkjaforseta hafa átt í erfiðleikum með að fá öryggisheimildir vegna flókins nets viðskiptahagsmuna. 2. mars 2018 13:01 Hröð meðferð vörumerkja Ivönku í Kína vekur spurningar um spillingu Sérfræðingar segja þennan hraða vera óeðlilegan og AP segir þessar upplýsingar vekja frekari spurningar um hagsmunaárekstra í Hvíta húsinu. 28. maí 2018 21:05 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Á sama tíma og Ivanka, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og Jared Kushner, eiginmaður hennar, vinna launalaust sem ráðgjafar fyrir Hvíta húsið hagnast þau um tugi milljóna dollara á ýmsum eignum sínum. Viðskiptahagsmunir hjónanna hafa vakið upp spurningar um hættuna á hagsmunaárekstrum. Í nýbirtum fjármálaupplýsingum sem hjónin skiluðu inn fyrir síðasta ár kemur fram að þau voru með 82 milljónir dollara, jafnvirði um 8,7 milljarða íslenskra króna, í tekjur á meðan þau störfuðu fyrir Hvíta húsið. Þannig hagnaðist Ivanka til dæmis um tæpar fjórar milljónir dollara á hlut sínum í Trump-alþjóðahótelinu í Washington-borg. Erlendir sendifulltrúar hafa notað hótelið í ríkum mæli eftir að Trump varð forseti og Repúblikanaflokkurinn hefur haldið fjölda viðburða þar. Að sögn Washington Post hafa bæði Ivanka og Kushner gefið eftir daglega stjórn fyrirtækja sinna á meðan þau vinna fyrir Trump forseta. Þau hafa hins vegar haldið í stóra eignarhluti sína í fyrirtækjum sem starfa bæði í Bandaríkjunum og erlendis. Þrátt fyrir miklar tekjur hefur Charles Kushner, faðir Jareds, ítrekað fullyrt að þau hjónin hafi þurft að færa miklar fórnir til að starfa fyrir ríkisstjórnina. Hann kallaði siðferðissérfræðinga sem hafa vakið máls á mögulegum hagsmunaárekstrum þeirra „fífl“ sem geta ekki fengið „alvöru vinnu“ í viðtali í síðasta mánuði. Viðskiptahagsmunir Kushner hafa flækt störf hans fyrir Hvíta húsið. Þannig missti hann um tíma öryggisheimild sína vegna áhyggna leyniþjónustunnar af samskiptum hans við fulltrúa erlendra ríkja sem hann gaf ekki upp að fullu. Þá voru fulltrúar erlendra ríkja sagðir reyna að notfæra sér flókið net viðskiptahagsmuna Kushner, fjárhagserfiðleika fjölskyldufyrirtækis hans og reynsluleysi í utanríkismálum til að ná taki á honum. Gagnnjósnadeild alríkislögreglunnar FBI hefur einnig rannsakað viðskiptagjörninga sem Ivanka hefur komið nærri á erlendri grundu. Rannsóknin hefur beinst að því hvort að viðskipti hennar og Kushner gætu gert þau viðkvæm fyrir þrýstingi erlendra aðila.
Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrirtæki tengdasonar Trump fengu stór lán eftir fundi í Hvíta húsinu Lán upp á rúmlega 500 milljónir dollara voru veitt fyrirtækjum Jareds Kushner, ekki löngu eftir fundi sem hann átti með forsvarsmönnum fjármálafyrirtækjanna. 1. mars 2018 11:30 Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30 Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30 FBI rannsakar viðskiptagjörning dóttur Trump Dóttir og tengdasonur Bandaríkjaforseta hafa átt í erfiðleikum með að fá öryggisheimildir vegna flókins nets viðskiptahagsmuna. 2. mars 2018 13:01 Hröð meðferð vörumerkja Ivönku í Kína vekur spurningar um spillingu Sérfræðingar segja þennan hraða vera óeðlilegan og AP segir þessar upplýsingar vekja frekari spurningar um hagsmunaárekstra í Hvíta húsinu. 28. maí 2018 21:05 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Fyrirtæki tengdasonar Trump fengu stór lán eftir fundi í Hvíta húsinu Lán upp á rúmlega 500 milljónir dollara voru veitt fyrirtækjum Jareds Kushner, ekki löngu eftir fundi sem hann átti með forsvarsmönnum fjármálafyrirtækjanna. 1. mars 2018 11:30
Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15
Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30
Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30
FBI rannsakar viðskiptagjörning dóttur Trump Dóttir og tengdasonur Bandaríkjaforseta hafa átt í erfiðleikum með að fá öryggisheimildir vegna flókins nets viðskiptahagsmuna. 2. mars 2018 13:01
Hröð meðferð vörumerkja Ivönku í Kína vekur spurningar um spillingu Sérfræðingar segja þennan hraða vera óeðlilegan og AP segir þessar upplýsingar vekja frekari spurningar um hagsmunaárekstra í Hvíta húsinu. 28. maí 2018 21:05