Sátt um sjávarútveginn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Skortur á forgangsröðun ríkisstjórnarinnar varð skýr þessa vikuna. Veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar var rifið út úr nefnd með enn frekari lækkun veiðigjalda til útgerða. Síðar í vikunni knúðu stjórnarflokkarnir fram lækkun framlaga til öryrkja og eldri borgara við fjárlagaumræðu. Skilaboðin eru merkilega skýr hjá ríkisstjórninni undir forystu sósíalista: Öryrkjar og eldri borgarar geta beðið en útgerðirnar ekki. Við í Viðreisn höfum talað fyrir því að frjáls markaður sé best til þess fallinn að skila sanngjörnu verði til eigenda fiskveiðiauðlindarinnar – þjóðarinnar sjálfrar. Ekki er meirihluti fyrir því á Alþingi eins og er. Það er miður. Nokkuð breiður samhljómur er hins vegar um aðrar leiðir sem við höfum einnig talað fyrir sem vert er að ná samkomulagi um; tímabundna samninga og innviðauppbyggingu. Vilji þjóðarinnar um eignarhald fiskveiðiauðlindanna og að framsal nýtingarréttarins sé tímabundið hefur ítrekað verið staðfestur. Því væri rétt að lögfesta endurgjald fyrir tímabundinn afnotarétt útgerðanna. Hættan á því að almannahagsmunir verði látnir víkja er raunveruleg eftir því sem dráttur á töku ákvörðunar er lengdur. Slíkt óréttlæti má ekki festast í sessi. Þess vegna þarf þetta skref, auk auðlindaákvæðis í stjórnarskrá. Á undanförnum þremur áratugum hefur orðið mikil hagræðing og framleiðniaukning í sjávarútvegi. Færri og stærri sjávarútvegsfyrirtæki hafa styrkt þjóðarbúskapinn í heild og störfum við veiðar og vinnslu fækkað umtalsvert. Sömu áhrif hafa orðið af hagræðingu í landbúnaði. Þessi þróun mun halda áfram. Þéttbýlið hefur notið ávaxta af framþróun þessara tveggja atvinnugreina, sérstaklega sjávarútvegsins, en landsbyggðin hefur setið eftir. Þess vegna ætti að verja meginhluta af endurgjaldinu í uppbyggingarsjóð fyrir landshlutana sem skapa verðmætin og efla nýsköpun, þróun eða aðrar atvinnugreinar í samvinnu við sveitarstjórnir. Hér gæti verið um að ræða eitt stærsta framtakið til þess að jafna atvinnuþróun í landinu í áratugi. Tímabundnir samningar og uppbyggingarsjóður fyrir landsbyggðina eru fyrstu skrefin í átt að aukinni sátt um sjávarútveginn með almannahagsmuni í huga. Ef ríkisstjórnin treystir sér til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Skortur á forgangsröðun ríkisstjórnarinnar varð skýr þessa vikuna. Veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar var rifið út úr nefnd með enn frekari lækkun veiðigjalda til útgerða. Síðar í vikunni knúðu stjórnarflokkarnir fram lækkun framlaga til öryrkja og eldri borgara við fjárlagaumræðu. Skilaboðin eru merkilega skýr hjá ríkisstjórninni undir forystu sósíalista: Öryrkjar og eldri borgarar geta beðið en útgerðirnar ekki. Við í Viðreisn höfum talað fyrir því að frjáls markaður sé best til þess fallinn að skila sanngjörnu verði til eigenda fiskveiðiauðlindarinnar – þjóðarinnar sjálfrar. Ekki er meirihluti fyrir því á Alþingi eins og er. Það er miður. Nokkuð breiður samhljómur er hins vegar um aðrar leiðir sem við höfum einnig talað fyrir sem vert er að ná samkomulagi um; tímabundna samninga og innviðauppbyggingu. Vilji þjóðarinnar um eignarhald fiskveiðiauðlindanna og að framsal nýtingarréttarins sé tímabundið hefur ítrekað verið staðfestur. Því væri rétt að lögfesta endurgjald fyrir tímabundinn afnotarétt útgerðanna. Hættan á því að almannahagsmunir verði látnir víkja er raunveruleg eftir því sem dráttur á töku ákvörðunar er lengdur. Slíkt óréttlæti má ekki festast í sessi. Þess vegna þarf þetta skref, auk auðlindaákvæðis í stjórnarskrá. Á undanförnum þremur áratugum hefur orðið mikil hagræðing og framleiðniaukning í sjávarútvegi. Færri og stærri sjávarútvegsfyrirtæki hafa styrkt þjóðarbúskapinn í heild og störfum við veiðar og vinnslu fækkað umtalsvert. Sömu áhrif hafa orðið af hagræðingu í landbúnaði. Þessi þróun mun halda áfram. Þéttbýlið hefur notið ávaxta af framþróun þessara tveggja atvinnugreina, sérstaklega sjávarútvegsins, en landsbyggðin hefur setið eftir. Þess vegna ætti að verja meginhluta af endurgjaldinu í uppbyggingarsjóð fyrir landshlutana sem skapa verðmætin og efla nýsköpun, þróun eða aðrar atvinnugreinar í samvinnu við sveitarstjórnir. Hér gæti verið um að ræða eitt stærsta framtakið til þess að jafna atvinnuþróun í landinu í áratugi. Tímabundnir samningar og uppbyggingarsjóður fyrir landsbyggðina eru fyrstu skrefin í átt að aukinni sátt um sjávarútveginn með almannahagsmuni í huga. Ef ríkisstjórnin treystir sér til þess.
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar