Segir Trump vera „einhyrning á baki einhyrnings á leið yfir regnboga“ í nýrri bók Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júlí 2018 13:45 Sean Spicer var fjölmiðlafulltrúi Trump í um hálft ár. Vísir/EPA Sean Spicer, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur skrifað bók um skammlíft tímabil sitt í þjónustu forsetans. Hann fer afar fögrum orðum um Trump en segir Paul Manafort hafa leikið lykilhlutverk í kosningabaráttu Trumps, þvert á fyrri ummæli hans sjálfs um hlutverk Manafort.Bókin ber nafniðThe Briefing: Politics, the Press and the Presidentog kemur út vestanhafs þann 24. júlí.Guardian hefur komist yfir eintak af bókinni og birtir umfjöllun um hana á vef blaðsins í dag.Þar segir meðal annars að í bókinni lýsi Spicer hlutverki fjölmiðlafulltrúa við starf orrustuflugmanns, verðlaunahnefaleikakappa sem og línudansara en Spicer var mjög í sviðsljósinu þá sex mánuði sem hann gegndi embætti fjölmiðlafulltrúa.Bókinni er ætlað að varpa ljósi á fjölda atburða og hneykslismála sem skekið hafa forsetatíð Donald Trump og kemur Spicer meðal annars inn á hlutverk Paul Manafort í kosningabaráttu Trump. Manafort var kosningastjóri Trump um nokkurra mánaða skeið sumarið 2016.Bókakápa bókarinnar sem kemur út 24. júlí.VísirManafort setti upp kosningamaskínu sem gat keppt við Clinton Manafort hefur verið ákærður af sérstökum saksóknara sem rannsakar meint afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 og möguleg samskipti framboðs Trump við þá. Ákæran varðar samsæri gegn Bandaríkjunum, um peningaþvætti og að gefa rangar yfirlýsingar til yfirvalda.Trump sagði á síðasta ári að Manafort hefði aðeins verið í skamman tíma við störf og í yfirlýsingu sem Spicer gaf út fyrir hönd Hvíta hússins í mars 2017 sagði að Manafort hafi aðeins „spilað afar takmarkað hlutverk í afar takmarkaðan tíma.“Í bók Spicer er hins vegar að finna ummæli um Manafort og hlutverk hans í kosningabaráttunni sem virðast stangast á við yfirlýsinguna sem Spicer gaf út í mars á síðasta ári. Segir í bókinni að Manafort hafi gegnt mikilvægu hlutverk auk þess sem að hann hafði mikil áhrif þann takmarkaða tíma sem hann var við störf.„Paul kom með mikinn þroska inn í Trump-herferðina þegar við þurftum á reyndum stjórnmálaref að halda. Það var engin yfirbygging, bara nokkrir einstaklingar að öskra í símann. Paul fór strax í það að setja upp maskínu sem gat tekist á við Clinton-herferðina,“ skrifar Spicer í bókina.Donald Trump og Sean Spicer.vísir/gettyTaldi Spicer hafa klúðrað blaðamannafundinum fræga Í bókinni fer Spicer fögrum orðum um forsetann og segir að hann búi yfir einstökum hæfileikum og að líklega muni enginn stjórnmálamaður geta fetað í fótspor Trump. Líkir hann forsetanum við einhyrning, og gengur reyndar skrefi lengra en það til þess að lýsa hversu sjaldgæfum eiginleikum forsetinn búi yfir. „Við munum aldrei sjá neinn frambjóðenda eins og Donald Trump á ný. Hann er einhyrningur á baki einhyrnings á leið yfir regnboga. Hann tekur áhættu sem enginn annar frambjóðandi þorir að taka. Hæfileiki hans til þess að fara frá augnabikum sem geta eyðilagt feril hans yfir í svakalega árás á mótframbjóðandann er hæfileiki sem fáir stjórnmálamenn geta öðlast,“ skrifar Spicer. Þá skrifar Spicer einnig um blaðamannafundinn fræga þar sem hann húðskammaði fjölmiðla vegna umfjöllunar um fjölda þeirra sem höfðu sótt innsetningarathöfn Donald Trump í janúar 2017. Hélt Spicer þrumuræðu yfir viðstöddum fjölmiðlamönnum en ástæðan var samanburður á fjölda þeirra sem mættu á innsetningarathöfn Barack Obama árið 2009 og innsetningarathöfn Trump árið 2017, Trump í óhag. Um þetta skrifar Spicer:„Sean, hefur þú séð fréttirnar?“ Forsetinn var skýr. Það þyrfti að taka á þessu núna. Ég reiknaði með að forsetinn vildi að ég tæki á þessu á afgerandi hátt: Af krafti, áræðni og engar spurningar. Ég hafði rangt fyrir mér. Spicer boðaði blaðamenn á fund og hélt fyrrnefnda þrumuræðu yfir viðstöddum fjölmiðlamönnum. Eftir fundinn hélt hann svo til forsetans og bjóst við að fá hrós fyrir að hafa tæklað málið á afgerandi hátt. Þar beið hins vegar Reince Preibus, þá verandi starfsmannastjóri Hvíta hússins sem sagði Spicer að forsetinn taldi hann hafa klúðrað fundinum. Var hann æfur yfir því að Spicer hafi ekki tekið við neinum spurningum frá blaðamönnum né spurt Trump um álit á því sem Spicer ætlaði að láta hafa eftir sér á fundinum. „Mínútum seinna hringdi forsetinn og hann var ekki ánægður og ég velti því fyrir mér hvort að þetta yrði síðasti dagurinn,“ skrifar Spicer en umfjöllun Guardian má lesa hér. Donald Trump Tengdar fréttir Spicer sagður hafa stolið kæli af lægra settum starfsmanni Hvíta hússins Spicer sást draga kælinn eftir heimreið Hvíta hússins þegar starfsmenn voru farnir heim. 22. júlí 2017 22:00 Sean Spicer hættir sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins Sean Spicer sagði í dag af sér sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins. 21. júlí 2017 16:07 Sean Spicer: Spunameistari Trump öllu vanur þegar kemur að neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun Sean Spicer vakti mikla athygli þegar hann húðskammaði fjölmiðla um helgina vegna umfjöllunar þeirra um fjölda þeirra sem höfðu sótt innsetningarathöfn Donald Trump forseta. 23. janúar 2017 15:21 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Sean Spicer, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur skrifað bók um skammlíft tímabil sitt í þjónustu forsetans. Hann fer afar fögrum orðum um Trump en segir Paul Manafort hafa leikið lykilhlutverk í kosningabaráttu Trumps, þvert á fyrri ummæli hans sjálfs um hlutverk Manafort.Bókin ber nafniðThe Briefing: Politics, the Press and the Presidentog kemur út vestanhafs þann 24. júlí.Guardian hefur komist yfir eintak af bókinni og birtir umfjöllun um hana á vef blaðsins í dag.Þar segir meðal annars að í bókinni lýsi Spicer hlutverki fjölmiðlafulltrúa við starf orrustuflugmanns, verðlaunahnefaleikakappa sem og línudansara en Spicer var mjög í sviðsljósinu þá sex mánuði sem hann gegndi embætti fjölmiðlafulltrúa.Bókinni er ætlað að varpa ljósi á fjölda atburða og hneykslismála sem skekið hafa forsetatíð Donald Trump og kemur Spicer meðal annars inn á hlutverk Paul Manafort í kosningabaráttu Trump. Manafort var kosningastjóri Trump um nokkurra mánaða skeið sumarið 2016.Bókakápa bókarinnar sem kemur út 24. júlí.VísirManafort setti upp kosningamaskínu sem gat keppt við Clinton Manafort hefur verið ákærður af sérstökum saksóknara sem rannsakar meint afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 og möguleg samskipti framboðs Trump við þá. Ákæran varðar samsæri gegn Bandaríkjunum, um peningaþvætti og að gefa rangar yfirlýsingar til yfirvalda.Trump sagði á síðasta ári að Manafort hefði aðeins verið í skamman tíma við störf og í yfirlýsingu sem Spicer gaf út fyrir hönd Hvíta hússins í mars 2017 sagði að Manafort hafi aðeins „spilað afar takmarkað hlutverk í afar takmarkaðan tíma.“Í bók Spicer er hins vegar að finna ummæli um Manafort og hlutverk hans í kosningabaráttunni sem virðast stangast á við yfirlýsinguna sem Spicer gaf út í mars á síðasta ári. Segir í bókinni að Manafort hafi gegnt mikilvægu hlutverk auk þess sem að hann hafði mikil áhrif þann takmarkaða tíma sem hann var við störf.„Paul kom með mikinn þroska inn í Trump-herferðina þegar við þurftum á reyndum stjórnmálaref að halda. Það var engin yfirbygging, bara nokkrir einstaklingar að öskra í símann. Paul fór strax í það að setja upp maskínu sem gat tekist á við Clinton-herferðina,“ skrifar Spicer í bókina.Donald Trump og Sean Spicer.vísir/gettyTaldi Spicer hafa klúðrað blaðamannafundinum fræga Í bókinni fer Spicer fögrum orðum um forsetann og segir að hann búi yfir einstökum hæfileikum og að líklega muni enginn stjórnmálamaður geta fetað í fótspor Trump. Líkir hann forsetanum við einhyrning, og gengur reyndar skrefi lengra en það til þess að lýsa hversu sjaldgæfum eiginleikum forsetinn búi yfir. „Við munum aldrei sjá neinn frambjóðenda eins og Donald Trump á ný. Hann er einhyrningur á baki einhyrnings á leið yfir regnboga. Hann tekur áhættu sem enginn annar frambjóðandi þorir að taka. Hæfileiki hans til þess að fara frá augnabikum sem geta eyðilagt feril hans yfir í svakalega árás á mótframbjóðandann er hæfileiki sem fáir stjórnmálamenn geta öðlast,“ skrifar Spicer. Þá skrifar Spicer einnig um blaðamannafundinn fræga þar sem hann húðskammaði fjölmiðla vegna umfjöllunar um fjölda þeirra sem höfðu sótt innsetningarathöfn Donald Trump í janúar 2017. Hélt Spicer þrumuræðu yfir viðstöddum fjölmiðlamönnum en ástæðan var samanburður á fjölda þeirra sem mættu á innsetningarathöfn Barack Obama árið 2009 og innsetningarathöfn Trump árið 2017, Trump í óhag. Um þetta skrifar Spicer:„Sean, hefur þú séð fréttirnar?“ Forsetinn var skýr. Það þyrfti að taka á þessu núna. Ég reiknaði með að forsetinn vildi að ég tæki á þessu á afgerandi hátt: Af krafti, áræðni og engar spurningar. Ég hafði rangt fyrir mér. Spicer boðaði blaðamenn á fund og hélt fyrrnefnda þrumuræðu yfir viðstöddum fjölmiðlamönnum. Eftir fundinn hélt hann svo til forsetans og bjóst við að fá hrós fyrir að hafa tæklað málið á afgerandi hátt. Þar beið hins vegar Reince Preibus, þá verandi starfsmannastjóri Hvíta hússins sem sagði Spicer að forsetinn taldi hann hafa klúðrað fundinum. Var hann æfur yfir því að Spicer hafi ekki tekið við neinum spurningum frá blaðamönnum né spurt Trump um álit á því sem Spicer ætlaði að láta hafa eftir sér á fundinum. „Mínútum seinna hringdi forsetinn og hann var ekki ánægður og ég velti því fyrir mér hvort að þetta yrði síðasti dagurinn,“ skrifar Spicer en umfjöllun Guardian má lesa hér.
Donald Trump Tengdar fréttir Spicer sagður hafa stolið kæli af lægra settum starfsmanni Hvíta hússins Spicer sást draga kælinn eftir heimreið Hvíta hússins þegar starfsmenn voru farnir heim. 22. júlí 2017 22:00 Sean Spicer hættir sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins Sean Spicer sagði í dag af sér sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins. 21. júlí 2017 16:07 Sean Spicer: Spunameistari Trump öllu vanur þegar kemur að neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun Sean Spicer vakti mikla athygli þegar hann húðskammaði fjölmiðla um helgina vegna umfjöllunar þeirra um fjölda þeirra sem höfðu sótt innsetningarathöfn Donald Trump forseta. 23. janúar 2017 15:21 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Spicer sagður hafa stolið kæli af lægra settum starfsmanni Hvíta hússins Spicer sást draga kælinn eftir heimreið Hvíta hússins þegar starfsmenn voru farnir heim. 22. júlí 2017 22:00
Sean Spicer hættir sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins Sean Spicer sagði í dag af sér sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins. 21. júlí 2017 16:07
Sean Spicer: Spunameistari Trump öllu vanur þegar kemur að neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun Sean Spicer vakti mikla athygli þegar hann húðskammaði fjölmiðla um helgina vegna umfjöllunar þeirra um fjölda þeirra sem höfðu sótt innsetningarathöfn Donald Trump forseta. 23. janúar 2017 15:21