Tjón vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2018 16:36 Gríðarleg flóð fylgdu öflugum fellibyljum sem gengu á land í Bandaríkjunum í ágúst og september. Vísir/AFP Fellibyljir og skógareldar voru á meðal náttúruhamfara sem ollu meira en þrjú hundruð milljarða dollara tjóni í Bandaríkjunum í fyrra. Kostnaðurinn við tjón af völdum náttúruhamfara hefur aldrei verið meira samkvæmt nýjum tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA). Dýrustu einstöku náttúruhamfarirnar voru fellibylurinn Harvey sem skall á Texas og fleiri ríkjum á suðurströnd Bandaríkjanna í águst og september. Hann olli gríðarlegum flóðum í Houston og nærliggjandi svæðum. Tjónið þar nam um 125 milljörðum dollara, að því er segir í frétt Washington Post. Harvey er næstkostnaðarsömustu náttúruhamfarir sem gengi ð hafa yfir Bandaríkin. Aðeins Fellibylurinn Katrína árið 2005 olli meira tjóni. Fellibylurinn María sem olli mannskaða og eyðileggingu og heldur áfram að plaga íbúa Púertó Ríko olli 90 milljarða dollara tjóni. Irma, sem skall á Flórída í september, olli tjóni sem nam um 50 milljörðum dollara. Í heildina urðu sextán veður- og loftslagshamfarir sem ollu milljarðar dollara tjóni eða meira og er það einnig met. Alls fórust 362 í hamförunum og fjöldi manns til viðbótar slasaðist. NOAA gerir ráð fyrir að uppbygging eftir þrjá meiriháttar fellibylji og áframhaldandi elda í vesturhluta Bandaríkjanna eigi eftir að halda áfram langt fram á þetta ár.Flóð, þurrkar, frost, fellibyljir, stormar og hvirfilbyljir voru á meðal hamfara sem þjökuðu Bandaríkin í fyrra.NOAA NCEIMælingar NOAA sýndu jafnframt að árið 2017 var það þriðja hlýjasta í Bandaríkjunum frá því að mælingar hófust fyrir 123 árum. Fimm hlýjustu árin hafa öll verið eftir árið 2006 og árið í fyrra var það tuttugasta og fyrsta í röð þar sem meðalhiti var yfir meðaltali. Öll ríkin á meginlandi Bandaríkjanna og Alaska voru hlýrri en að meðaltali. Spáð er að hlýnandi loftslag á jörðinni af völdum manna muni leiða til meiri öfga í veðurfari. Tölur NOAA beina því sjónum að því að tjón af völdum náttúruhamfara í framtíðinni gæti orðið enn verra. Fellibylurinn Harvey Fellibylurinn Irma Loftslagsmál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Fellibyljir og skógareldar voru á meðal náttúruhamfara sem ollu meira en þrjú hundruð milljarða dollara tjóni í Bandaríkjunum í fyrra. Kostnaðurinn við tjón af völdum náttúruhamfara hefur aldrei verið meira samkvæmt nýjum tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA). Dýrustu einstöku náttúruhamfarirnar voru fellibylurinn Harvey sem skall á Texas og fleiri ríkjum á suðurströnd Bandaríkjanna í águst og september. Hann olli gríðarlegum flóðum í Houston og nærliggjandi svæðum. Tjónið þar nam um 125 milljörðum dollara, að því er segir í frétt Washington Post. Harvey er næstkostnaðarsömustu náttúruhamfarir sem gengi ð hafa yfir Bandaríkin. Aðeins Fellibylurinn Katrína árið 2005 olli meira tjóni. Fellibylurinn María sem olli mannskaða og eyðileggingu og heldur áfram að plaga íbúa Púertó Ríko olli 90 milljarða dollara tjóni. Irma, sem skall á Flórída í september, olli tjóni sem nam um 50 milljörðum dollara. Í heildina urðu sextán veður- og loftslagshamfarir sem ollu milljarðar dollara tjóni eða meira og er það einnig met. Alls fórust 362 í hamförunum og fjöldi manns til viðbótar slasaðist. NOAA gerir ráð fyrir að uppbygging eftir þrjá meiriháttar fellibylji og áframhaldandi elda í vesturhluta Bandaríkjanna eigi eftir að halda áfram langt fram á þetta ár.Flóð, þurrkar, frost, fellibyljir, stormar og hvirfilbyljir voru á meðal hamfara sem þjökuðu Bandaríkin í fyrra.NOAA NCEIMælingar NOAA sýndu jafnframt að árið 2017 var það þriðja hlýjasta í Bandaríkjunum frá því að mælingar hófust fyrir 123 árum. Fimm hlýjustu árin hafa öll verið eftir árið 2006 og árið í fyrra var það tuttugasta og fyrsta í röð þar sem meðalhiti var yfir meðaltali. Öll ríkin á meginlandi Bandaríkjanna og Alaska voru hlýrri en að meðaltali. Spáð er að hlýnandi loftslag á jörðinni af völdum manna muni leiða til meiri öfga í veðurfari. Tölur NOAA beina því sjónum að því að tjón af völdum náttúruhamfara í framtíðinni gæti orðið enn verra.
Fellibylurinn Harvey Fellibylurinn Irma Loftslagsmál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira