Aukaspyrnumark Fred tryggði Shaktar sigur | Sjáðu mörkin Anton Ingi Leifsson skrifar 21. febrúar 2018 21:30 Shaktar Donetsk kom til baka gegn Roma á heimavelli í fyrri leik og vann 2-1 sigur í leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Cengiz Under kom Roma yfir skömmu fyrir leikhlé, en hann skoraði eftir undirbúning frá Edin Dzeko. 1-0 í hálfleik. Facundo Ferreyra jafnaði fyrir Shaktar þegar sjö mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og Fred skoraði sigurmarkið á 71. mínútu með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. Shaktar er því með pálmann í höndunum fyrir síðari leik liðanna á Ítalíu, en Roma er þó með útivallarmark í farteskinu. Meistaradeild Evrópu
Shaktar Donetsk kom til baka gegn Roma á heimavelli í fyrri leik og vann 2-1 sigur í leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Cengiz Under kom Roma yfir skömmu fyrir leikhlé, en hann skoraði eftir undirbúning frá Edin Dzeko. 1-0 í hálfleik. Facundo Ferreyra jafnaði fyrir Shaktar þegar sjö mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og Fred skoraði sigurmarkið á 71. mínútu með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. Shaktar er því með pálmann í höndunum fyrir síðari leik liðanna á Ítalíu, en Roma er þó með útivallarmark í farteskinu.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti