Enski boltinn

Mourinho: Pogba hefur sömu skyldum að gegna og aðrir leikmenn United

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Já, herra.
Já, herra. Getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Paul Pogba njóti ekki sérmeðferðar hjá liðinu. Þvert á móti þarf hann að gera það sama og allir aðrir leikmenn undir hans stjórn.

Pogba hefur ekki átt sjö dagana sæla upp á síðkastið og hafa sumir fjölmiðlar keppst við að greina frá meintri óánægju Frakkans hjá Manchester United. Mourinho kallaði þær greinar lygar fyrr í mánuðinum og er ekki sammála að Pogba hefur spilað illa undir hans stjórn.

„Það er ekki sanngjarnt að tala um ábyrgðina sem hver og einn leikmaður hefur,“ sagði Mourinho á blaðamannafundi liðsins fyrir leikinn gegn Sevilla í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

„Ég kann ekki að meta þegar talað er um að leikmaður sem kostar ákveðið mikið hefur ekki sömu skyldum að gegna og leikmaður sem kostar þrisvar sinnum meira.“

„Allir leikmenn bera sömu ábyrgð þannig mér líkar ekki svona tal. Ég skil að þið þurfið að tala um þetta en það geri ég ekki. Þetta er eins þegar að ég vel í liðið, þá hugsa ég ekki um aldur, laun eða hvað leikmaðurinn kostaði því það er heldur ekki sanngjarnt,“ sagði Mourinho.

Pogba missti af bikarleik United um helgina á móti Huddersfield vegna veikinda en Mourinho ýjaði að því að Frakkinn verður með á móti Sevilla í kvöld eftir að mæta aftur til æfinga í gær




Fleiri fréttir

Sjá meira


×