Mætir í kaffibolla til Guðna á morgun og innheimtir fálkaorðuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júní 2018 21:15 Edda við verðlaunaafhendinguna í Höfða í dag. Hún mætir á Bessastaði á morgun. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Stór dagur er nú að kvöldi kominn hjá Eddu Björgvinsdóttur, leikkonu og skemmtikrafti. Edda var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur í dag auk þess sem hún hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar. Edda segist hrærð og þakklát yfir heiðrinum á báðum vígstöðvum – en fyrst og fremst opinmynnt af undrun. „Ég hef aldrei vitað annað eins á ævi minni. Ég er enn þá í sjokki eftir að hafa hlotið þennan heiður, bæði frá borg og forsetaembætti. Það er eiginlega mildi að ég skuli ná að ranka við mér á milli þess sem líður yfir mig,“ segir Edda í samtali við Vísi.Hélt að vinirnir væru að spauga í sér Aðspurð segist hún hafa vitað af báðum útnefningunum í nokkurn tíma áður en stóri dagurinn rann upp. Erfitt hafi verið að halda herlegheitunum leyndum fyrir fjölskyldunni, það eina sem Edda gaf uppi var að fjölskyldumeðlimir þyrftu að taka þjóðhátíðardaginn frá. „Ég visssi þetta reyndar ekkert löngu áður og ég hélt í alvöru að það væru einhverjir vinir mínir að spauga í mér, í báðum tilfellunum. Já, já, grínum aðeins í Eddu og segjum að hún sé borgarlistamaður og síðan fái hún fálkaorðuna. Það tók mig nokkra daga að melta þetta og svo mátti ég engum segja, svo að fjölskyldan vissi þetta ekki.“Edda og faðir hennar, Björgvin Magnússon, við útnefningu borgarlistamanns Reykjavíkur í Höfða í dag.Mynd/ReykjavíkurborgPabbinn yfir sig hamingjusamur Edda segir fjölskylduna að vonum stolta af árangrinum. Þar fer fremstur í flokki faðir Eddu, Björgvin Magnússon fyrrverandi skólastjóri, sem kominn er á tíræðisaldur. „Sérstaklega er ég búin að gráta af gleði að fylgjast með 95 ára föður mínum. Hann sagði að nú gæti hann dottið niður steindauður, yfir sig hamingjusamur, þó að hann eigi sennilega eftir að lifa okkur öll.“Sjá einnig: Eddu langar að leika fleiri viðbjóðslegar konur Edda náði ekki upp á Bessastaði í dag, þar sem þrettán manns auk hennar hlutu fálkaorðuna við hátíðlega athöfn, þar eð hún veitti borgarlistamannsverðlaununum viðtöku á sama tíma í Höfða. Edda þarf þó ekki að bíða lengi eftir heiðursorðunni. „Ég fæ sérkaffibolla með Guðna á morgun, þar sem ég fæ afhentan gripinn.“ Edda heiðurskona Verðlaunaafhendingar dagsins marka svo upphafið á kærkomnu sumarfríi, að sögn Eddu. „Ég var að fara í frí frá Þjóðleikhúsinu og hlakka óstjórnlega til að spranga dálítið um göturnar. Ég verð bara að ganga með allar þessar orður um hálsinn, svo fólk viti að hér komi Edda heiðurskona,“ segir hún kímin. Þá hyggst Edda einnig nota fríið til að jafna sig af handarbroti sem hún hlaut nýlega. „Það er svona stóra verkefnið í sumar. Og anda að mér sælunni, betra getur lífið ekki orðið.“ Menning Tengdar fréttir Eddu langar að leika fleiri viðbjóðslegar konur Ein allra vinsælasta leikkona okkar Íslendinga, Edda Björgvinsdóttir, hefur nánast gert allt í sjónvarpi og á sviði. 6. mars 2018 12:30 Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35 Edda Björgvins borgarlistarmaður 2018 Edda Björgvinsdóttir var sæmd Fálkaorðu og hlaut titilinn borgarlistamaður Reykjavíkur 2018. 17. júní 2018 15:04 Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira
Stór dagur er nú að kvöldi kominn hjá Eddu Björgvinsdóttur, leikkonu og skemmtikrafti. Edda var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur í dag auk þess sem hún hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar. Edda segist hrærð og þakklát yfir heiðrinum á báðum vígstöðvum – en fyrst og fremst opinmynnt af undrun. „Ég hef aldrei vitað annað eins á ævi minni. Ég er enn þá í sjokki eftir að hafa hlotið þennan heiður, bæði frá borg og forsetaembætti. Það er eiginlega mildi að ég skuli ná að ranka við mér á milli þess sem líður yfir mig,“ segir Edda í samtali við Vísi.Hélt að vinirnir væru að spauga í sér Aðspurð segist hún hafa vitað af báðum útnefningunum í nokkurn tíma áður en stóri dagurinn rann upp. Erfitt hafi verið að halda herlegheitunum leyndum fyrir fjölskyldunni, það eina sem Edda gaf uppi var að fjölskyldumeðlimir þyrftu að taka þjóðhátíðardaginn frá. „Ég visssi þetta reyndar ekkert löngu áður og ég hélt í alvöru að það væru einhverjir vinir mínir að spauga í mér, í báðum tilfellunum. Já, já, grínum aðeins í Eddu og segjum að hún sé borgarlistamaður og síðan fái hún fálkaorðuna. Það tók mig nokkra daga að melta þetta og svo mátti ég engum segja, svo að fjölskyldan vissi þetta ekki.“Edda og faðir hennar, Björgvin Magnússon, við útnefningu borgarlistamanns Reykjavíkur í Höfða í dag.Mynd/ReykjavíkurborgPabbinn yfir sig hamingjusamur Edda segir fjölskylduna að vonum stolta af árangrinum. Þar fer fremstur í flokki faðir Eddu, Björgvin Magnússon fyrrverandi skólastjóri, sem kominn er á tíræðisaldur. „Sérstaklega er ég búin að gráta af gleði að fylgjast með 95 ára föður mínum. Hann sagði að nú gæti hann dottið niður steindauður, yfir sig hamingjusamur, þó að hann eigi sennilega eftir að lifa okkur öll.“Sjá einnig: Eddu langar að leika fleiri viðbjóðslegar konur Edda náði ekki upp á Bessastaði í dag, þar sem þrettán manns auk hennar hlutu fálkaorðuna við hátíðlega athöfn, þar eð hún veitti borgarlistamannsverðlaununum viðtöku á sama tíma í Höfða. Edda þarf þó ekki að bíða lengi eftir heiðursorðunni. „Ég fæ sérkaffibolla með Guðna á morgun, þar sem ég fæ afhentan gripinn.“ Edda heiðurskona Verðlaunaafhendingar dagsins marka svo upphafið á kærkomnu sumarfríi, að sögn Eddu. „Ég var að fara í frí frá Þjóðleikhúsinu og hlakka óstjórnlega til að spranga dálítið um göturnar. Ég verð bara að ganga með allar þessar orður um hálsinn, svo fólk viti að hér komi Edda heiðurskona,“ segir hún kímin. Þá hyggst Edda einnig nota fríið til að jafna sig af handarbroti sem hún hlaut nýlega. „Það er svona stóra verkefnið í sumar. Og anda að mér sælunni, betra getur lífið ekki orðið.“
Menning Tengdar fréttir Eddu langar að leika fleiri viðbjóðslegar konur Ein allra vinsælasta leikkona okkar Íslendinga, Edda Björgvinsdóttir, hefur nánast gert allt í sjónvarpi og á sviði. 6. mars 2018 12:30 Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35 Edda Björgvins borgarlistarmaður 2018 Edda Björgvinsdóttir var sæmd Fálkaorðu og hlaut titilinn borgarlistamaður Reykjavíkur 2018. 17. júní 2018 15:04 Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira
Eddu langar að leika fleiri viðbjóðslegar konur Ein allra vinsælasta leikkona okkar Íslendinga, Edda Björgvinsdóttir, hefur nánast gert allt í sjónvarpi og á sviði. 6. mars 2018 12:30
Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35
Edda Björgvins borgarlistarmaður 2018 Edda Björgvinsdóttir var sæmd Fálkaorðu og hlaut titilinn borgarlistamaður Reykjavíkur 2018. 17. júní 2018 15:04