Bandaríkin bregðast við ákvörðun Kínverja um innflutningstolla Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. apríl 2018 18:14 Donald Trump Bandaríkjaforseti mynd/Getty Images Ríkisstjórn Donalds Trump hefur þegar brugðist við ákvörðun Kínverja um álagningu innflutningstolla á bandarískar vörur og hyggst birta lista yfir háþróaðar kínverskar tækniafurðir í vikunni sem lagðir verða innflutningstollar á. Reuters greinir frá. Kínverjar hafa ákveðið að leggja tolla á 128 innfluttar vörutegundir frá Bandaríkjunum en kínverska fjármálaráðuneytið greindi frá ákvörðuninni í gærkvöldi og tóku breytingarnar gildi strax í dag. Tollarnir nema allt að 25% en um er að ræða andsvar Kínverja við ákvörðun yfirvalda í Bandaríkjum frá því í mars um að leggja tolla á innflutt ál og stál frá Kína. Kínversk yfirvöld segja álagningu tollanna eiga að þjóna þeim tilgangi að vernda hagsmuni og viðskiptajöfnuð Kína vegna þeirra áhrifa sem ákvörðun Bandaríkjanna frá því í mars hafi haft í för með sér. Með breytingunum verður 15% tollur lagður á flestar vörutegundirnar af þeim 128 sem um ræðir, meðal annars á vín, hnetur og ávexti og þá verður 25% tollur lagður á átta vörutegundir, meðal annars á svínakjöt. Óttast hefur verið að allsherjar viðskiptastríð sé í uppsiglingu á milli stórveldanna tveggja en um er að ræða tvö af stærstu hagkerfum heims. Kínverjar höfðu áður ekki sagst vilja hefja viðskiptastríð en segja nú að hagkerfi þeirra hafa beðið skaða af innflutningstollum Bandaríkjanna. Donald Trump, Bandaríkjaforseti hefur aftur á móti sagt viðskiptastríð vera af hinu góða, en slíkt stríð ætti að reynast Bandaríkjunum auðvelt að vinna. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að leggja tolla á innflutt ál og stál mætti mikilli andstöðu víða um heim en breytingarnar tóku gildi þann 23. mars. Þá hafa yfirvöld vestanhafs þegar greint frá fyrirætlunum um álagningu frekari innflutningstolla á kínverskar vörur. Segja Bandaríkjamenn það vera andsvar við ósanngjarnri framkomu Kínverja með álagningu innflutningstollanna sem greint var frá í gærkvöldi. Það ýti undir líkurnar á því að frekari skref verði tekin, en stórveldin tvö virðast ætla að gjalda líku líkt. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Titringur á Alþingi Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump hefur þegar brugðist við ákvörðun Kínverja um álagningu innflutningstolla á bandarískar vörur og hyggst birta lista yfir háþróaðar kínverskar tækniafurðir í vikunni sem lagðir verða innflutningstollar á. Reuters greinir frá. Kínverjar hafa ákveðið að leggja tolla á 128 innfluttar vörutegundir frá Bandaríkjunum en kínverska fjármálaráðuneytið greindi frá ákvörðuninni í gærkvöldi og tóku breytingarnar gildi strax í dag. Tollarnir nema allt að 25% en um er að ræða andsvar Kínverja við ákvörðun yfirvalda í Bandaríkjum frá því í mars um að leggja tolla á innflutt ál og stál frá Kína. Kínversk yfirvöld segja álagningu tollanna eiga að þjóna þeim tilgangi að vernda hagsmuni og viðskiptajöfnuð Kína vegna þeirra áhrifa sem ákvörðun Bandaríkjanna frá því í mars hafi haft í för með sér. Með breytingunum verður 15% tollur lagður á flestar vörutegundirnar af þeim 128 sem um ræðir, meðal annars á vín, hnetur og ávexti og þá verður 25% tollur lagður á átta vörutegundir, meðal annars á svínakjöt. Óttast hefur verið að allsherjar viðskiptastríð sé í uppsiglingu á milli stórveldanna tveggja en um er að ræða tvö af stærstu hagkerfum heims. Kínverjar höfðu áður ekki sagst vilja hefja viðskiptastríð en segja nú að hagkerfi þeirra hafa beðið skaða af innflutningstollum Bandaríkjanna. Donald Trump, Bandaríkjaforseti hefur aftur á móti sagt viðskiptastríð vera af hinu góða, en slíkt stríð ætti að reynast Bandaríkjunum auðvelt að vinna. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að leggja tolla á innflutt ál og stál mætti mikilli andstöðu víða um heim en breytingarnar tóku gildi þann 23. mars. Þá hafa yfirvöld vestanhafs þegar greint frá fyrirætlunum um álagningu frekari innflutningstolla á kínverskar vörur. Segja Bandaríkjamenn það vera andsvar við ósanngjarnri framkomu Kínverja með álagningu innflutningstollanna sem greint var frá í gærkvöldi. Það ýti undir líkurnar á því að frekari skref verði tekin, en stórveldin tvö virðast ætla að gjalda líku líkt.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Titringur á Alþingi Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Sjá meira