Rannsóknarnefnd gagnrýnir Tesla vegna banaslyss Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. apríl 2018 18:35 Ætlast er til þess að ökumenn Tesla-bíla séu með hendur á stýri jafnvel þó að sjálfstýringin sé í gangi. Vísir/AFP Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum er ósátt við vinnubrögð bílaframleiðandans TESLA í kjölfar banaslyss þann 23. mars síðastliðinn, þar sem Tesla-jepplingur ók á vegatálma með þeim afleiðingum að Walter Huang, tveggja barna faðir á fertugsaldri, lést. Hefur nefndin gert athugasemdir við yfirlýsingu fyrirtækisins um tildrög slyssins.Tesla sendi frá sér tilkynningu á föstudag þar sem kom fram að sjálfstýrikerfi bílsins hafi verið í notkun þegar slysið átti sér stað. Þá sagði fyrirtækið að ökumaðurinn sem lést hafi borið nokkra sök, til að mynda hafi hann ekki verið með hendur á stýri rétt fyrir áreksturinn þó að bíllinn hafi gefið frá sér viðvaranir um að öruggast væri að hafa hendur á stýri. Þá sagði einnig að öryggistálminn sem bíllinn klessti á hafi orðið fyrir höggi í öðrum árekstri og því hafi hann ekki dreift högginu sem skyldi þegar bíll Huang lenti á tálmanum. „Á þessum tíma þarf rannsóknarnefnd samgönguslysa aðstoð Tesla við að lesa gögn úr bílnum,“ segir í yfirlýsingu frá Chris O‘Neil, talsmanni nefndarinnar. „Í öllum rannsóknum okkar þar sem Tesla bíll kemur við sögu hefur fyrirtækið verið afar samvinnuþýtt við að lesa gögn. Nefndin er hins vegar ósátt við að Tesla hafi gefið út upplýsingar sem eru til rannsóknar.“ Það þykir óvanalegt að nefndin gefi út yfirlýsingu af þessu tagi en hún hefur hins vegar gripið til aðgerða þegar flugfélög og flugvélaframleiðendur hafa birt upplýsingar sem nefndarmenn telja ótímabært að gera opinberar. Tengdar fréttir Tesla segir sjálfstýribúnað gera heiminn öruggari þrátt fyrir banaslys Búnaðurinn fækki árekstrum um allt að 40%. 1. apríl 2018 00:01 Tesla-bifreið var á sjálfstýringu þegar hún hafnaði á vegartálma Bíllinn hafnaði á vegatrálma og fórst ökumaður hans. 31. mars 2018 17:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum er ósátt við vinnubrögð bílaframleiðandans TESLA í kjölfar banaslyss þann 23. mars síðastliðinn, þar sem Tesla-jepplingur ók á vegatálma með þeim afleiðingum að Walter Huang, tveggja barna faðir á fertugsaldri, lést. Hefur nefndin gert athugasemdir við yfirlýsingu fyrirtækisins um tildrög slyssins.Tesla sendi frá sér tilkynningu á föstudag þar sem kom fram að sjálfstýrikerfi bílsins hafi verið í notkun þegar slysið átti sér stað. Þá sagði fyrirtækið að ökumaðurinn sem lést hafi borið nokkra sök, til að mynda hafi hann ekki verið með hendur á stýri rétt fyrir áreksturinn þó að bíllinn hafi gefið frá sér viðvaranir um að öruggast væri að hafa hendur á stýri. Þá sagði einnig að öryggistálminn sem bíllinn klessti á hafi orðið fyrir höggi í öðrum árekstri og því hafi hann ekki dreift högginu sem skyldi þegar bíll Huang lenti á tálmanum. „Á þessum tíma þarf rannsóknarnefnd samgönguslysa aðstoð Tesla við að lesa gögn úr bílnum,“ segir í yfirlýsingu frá Chris O‘Neil, talsmanni nefndarinnar. „Í öllum rannsóknum okkar þar sem Tesla bíll kemur við sögu hefur fyrirtækið verið afar samvinnuþýtt við að lesa gögn. Nefndin er hins vegar ósátt við að Tesla hafi gefið út upplýsingar sem eru til rannsóknar.“ Það þykir óvanalegt að nefndin gefi út yfirlýsingu af þessu tagi en hún hefur hins vegar gripið til aðgerða þegar flugfélög og flugvélaframleiðendur hafa birt upplýsingar sem nefndarmenn telja ótímabært að gera opinberar.
Tengdar fréttir Tesla segir sjálfstýribúnað gera heiminn öruggari þrátt fyrir banaslys Búnaðurinn fækki árekstrum um allt að 40%. 1. apríl 2018 00:01 Tesla-bifreið var á sjálfstýringu þegar hún hafnaði á vegartálma Bíllinn hafnaði á vegatrálma og fórst ökumaður hans. 31. mars 2018 17:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Tesla segir sjálfstýribúnað gera heiminn öruggari þrátt fyrir banaslys Búnaðurinn fækki árekstrum um allt að 40%. 1. apríl 2018 00:01
Tesla-bifreið var á sjálfstýringu þegar hún hafnaði á vegartálma Bíllinn hafnaði á vegatrálma og fórst ökumaður hans. 31. mars 2018 17:30