Lokahringur ANA Inspiration mótsins fór fram í gær en um er að ræða fyrsta risamót ársins í kvennagolfinu. Lokahringurinn var gífurlega spennandi en ekki tókst að ljúka mótinu í gær eins og til stóð þar sem úrslitin ráðast í bráðabana og ekki var hægt að ljúka honum í gær vegna myrkurs.
Eftir standa þær Pernilla Lindberg og Inbee Park og munu þær há lokabaráttuna í dag. Bráðabaninn hefst klukkan 15 á íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með honum í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Munu þær hefja leik á 10.holu, þaðan verður farið á 17.holu áður en þær leika 18.holuna aftur.
