Bardagakvöldið fer fram þann 27. maí í Echo Arena og komast færri að en vilja. Gunnar mætir Neil Magny í næststærsta bardaga kvöldsins en aðalbardagi kvöldsins er einnig í þyngdarflokki Gunnars.
Þar er í aðalhlutverki heimamaðurinn Darren Till en hann mun berjast við undradrenginn Stephen Thompson. Tveir frábærir bardagar.
Gunnar átti að berjast við Till í London í síðasta mánuði en Till sagðist vera meiddur. Englendingurinn fékk svo sinn draumabardaga gegn Thompson á meðan Gunnar mætir Magny.
We are sorry but #UFCLiverpool is now sold out. pic.twitter.com/XnsCsJT0yR
— Echo Arena Liverpool (@EchoArena) April 13, 2018