Lífið

Greta Salóme trúlofuð

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Greta Salóme hefur keppt tvisvar fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.
Greta Salóme hefur keppt tvisvar fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Vísir/GVA
Greta Salóme Stefánsdóttir, fiðluleikari, söngkona og Eurovision-fari, trúlofaðist kærasta sínum Elvari Þór Karlssyni, á dögunum. Greta greindi frá trúlofuninni á Facebook-síðu sinni í gær

Greta og Elvar hafa verið par í nokkur ár en ástin kviknaði þegar Elvar þjálfaði Gretu í boot-camp, líkamsræktarþjálfun sem notið hefur mikilla vinsælda á Íslandi um nokkurt skeið.

Greta, sem m.a. hefur leikið á fiðlu með Sinfóníuhljómsveit Íslands, hefur tvisvar verið fulltrúi Íslendinga í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, árin 2012 og 2016 og fylgdi Elvar unnustu sinni út í bæði skiptin.

Hamingjuóskum rignir nú yfir parið á Facebook en á meðal þeirra sem óska Gretu og Elvari til hamingju eru starfssystur Gretu, Eurovision-fararnir Svala Björgvinsdóttir og Hera Björk Þórhallsdóttir. Færsluna, í hverri tilkynnt er um trúlofunina, má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.