Að athöfn lokinni var boðið til brúðkaupsveislu í Hörpu. Þar tók stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson lagið auk þess sem brúðguminn sjálfur þandi raddböndin fyrir gesti.
Kjartan hefur átt sæti í landsliðshópi Íslands undanfarin misseri og var til að mynda í hópnum þegar liðið tryggði sér sæti á Heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu í vetur. Þá spilar hann með danska úrvalsdeildarliðinu AC Horsens.
Helga, sem er lögfræðingur að mennt, hefur starfað hjá Eimskip og hefur auk þess staðið í fyrirtækjarekstri með nýbökuðum eiginmanni sínum. Hún er einnig Norðurlandameistari og margfaldur Íslandsmeistari í samkvæmisdansi.
Kjartan Henry er ekki eini landsliðsmaðurinn í knattspyrnu sem hefur gengið í það heilaga í jólafríinu. Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins, og Halla Jónsdóttir giftu sig í Háteigskirkju þann 30. desember síðastliðinn.
Myndir úr brúðkaupi Kjartans og Helgu má skoða hér að neðan undir myllumerkinu #helgaogkjarri.