Enski boltinn

Wilshere: Tilbúinn að spila utan Englands

Dagur Lárusson skrifar
Jack Wilshere.
Jack Wilshere. vísir/getty
Jack Wilshere, fyrrum leikmaður Arsenal, segir að hann sé tilbúinn til þess að spila utan Englands ef rétta tækifærið kemur upp.

Jack Wilshere er uppalinn hjá Arsenal en hefur átt erfitt uppdráttar hjá liðinu síðustu árin, þá aðallega vegna meiðsla, og ákvað því að yfirgefa liðið í sumar.

„Ég er tilbúinn til þess að spila fyrir utan England ef ég þarf að gera það. Ef rétt tækifærið kemur þá mun ég taka það, en það vita þó allir hversu mikið ég elska ensku úrvalsdeildini.“

„Ég mun í rauninni bara velja besta valmöguleikann sem stendur mér til boða. Ég er ekkert að flýta mér að velja. Ég dag var í raun og veru minn síðasti dagur á samning hjá Arsenal og þess vegna hefur þetta verið sérstakur dagur.“

„Ég hef verið atvinnumaður í 10 ár og ég var í 17 ár hjá Arsenal. Við erum að skoða mismunandi valkosti eins og er og ég er að reyna að halda mér í formi. Þannig ef eitthvað kemur upp, þá verð ég tilbúinn.“

Wilshere hefur verið orðaður við mikið af liðum í sumar og þar á meðal West Ham, Crystal Palace, Everton og Wolves.


Tengdar fréttir

Wilshere yfirgefur Arsenal

Jack Wilshere mun ekki leika með Arsenal á næsta tímabili en hann staðfesti það á samfélagsmiðlum í gærvköld að hann myndi yfirgefa félagið í lok júní þegar samningur hans rennur út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×