Erlent

Grynnkar á bjórbirgðum breskra pöbba vegna kolsýruskortsins

Kjartan Kjartansson skrifar
Skorturinn kemur upp á versta tíma þegar Englendingar taka þátt í heimsmeistaramótinu í knattspyrnu.
Skorturinn kemur upp á versta tíma þegar Englendingar taka þátt í heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Vísir/EPA
Stærsta pöbbakeðja Bretlands segir að sumir staðir hafi klárað ákveðnar bjórtegundir vegna skorts á koltvísýringsgasi sem bitnað hefur á matvæla- og drykkjageiranum. Drykkjaframleiðendur hafa þurft að stöðva framleiðslu tímabundið vegna skortsins.

Nokkrar stóra koltvísýringsgasverksmiðjur í norðanverðri Evrópu eru lokaðar vegna viðhalds á sama tíma. Það hefur leitt til skorts á kolsýru í gosdrykki og fyrir matvælaframleiðslu.

Nú segir breska ríkisútvarpið BBC að Ei-hópurinn sem rekur 4.500 veitingastaði á Bretlandi hafi lent í bjórþurrð af þessum sökum. Þannig hafi Strongbow og John Smith’s eplavín klárast á nokkrum Weatherspoon-pöbbum.

Margir vertar geti ekki valið hvaða bjórtegundir þeir vilja selja vegna takmarkana á framboði. Ei-hópurinn vill þó ekki segja hvaða tegundir fáist ekki lengur eða séu af skornum skammti.

Gasið er einnig notað í byssur sem notaðar eru til slátrunar. Loka hefur þurft sláturhúsum vegna koltvísýringsskortsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×