Hörður fékk gult spjald í fyrri hálfleik og eftir tæklingu á Patrick Kluivert í síðari hálfleik var Cuneyt Cakir, dómara leiksins, nóg boðið og sendi Íslendinginn í sturtu.
Roma skoraði sigurmarkið þremur mínútum eftir að Hörður var sendur í sturtu en lokatölurnar 2-1. Arnór Sigurðsson, Skagamaðurinn ungi, skoraði mark CSKA í leiknum.
Hörður var ekki sammála tyrkneska dómaranum og birti í gærkvöldi mynd á Twitter-síðu sinni þar sem hann virðist tækla boltann.
Sitt sýnist hverjum en myndina og tíst Harðar má sjá hér að neðan.
Is this worth a second yellow card?Looks like a perfect tackle imo @uefachampionsleague pic.twitter.com/4KBagOyjJ0
— Hörður B. Magnússon (@HordurM34) November 8, 2018