Lokun alríkisstofnana truflar ekki tímamótaheimsókn NASA Kjartan Kjartansson skrifar 28. desember 2018 23:00 Hluti bandarísku alríkisstjórnarinnar liggur í dvala vegna þráfteflis um útgjaldafrumvarp á Bandaríkjaþingi. Það strandar á kröfu Trump forseta um milljarða dollara fjárveitingu til umdeild landamæramúrs. Vísir/EPA Samfélagsmiðlasíður New Horizons-leiðangurs bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA verða áfram virkir þegar geimfarið flýgur fram hjá fjarlægasta fyrirbærinu sem heimsótt hefur verið þrátt fyrir að fjöldi bandarískra alríkisstofnanna liggi í lamasessi. Annars staðar kemur lokunin í veg fyrir að vísindamenn megi huga að tilraunum og gera athuganir. Um þriðjungur stofnana bandarísku alríkisstjórnarinnar hefur verið lokaður frá því í lok síðustu viku vegna kröfu Donalds Trump Bandaríkjaforseta um fjárveitingu til landamæramúrs. Deilur um múrinn hafa komið í veg fyrir að Bandaríkjaþing nái saman um útgjaldafrumvarp til að fjármagna rekstur stofnananna. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima hjá sér eða vinna launalaust. Fastlega er búist við því að lokun alríkisstjórnarinnar vari inn í nýtt ár. New Horizons flýgur fram hjá Ultima Thule, íshnullungi í Kuiperbeltinu, um áramótin. Það verður þá fjarlægasta fyrirbæri sem geimfar hefur heimsótt til þessa, í um 6,5 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Jim Brindenstine, forstjóri NASA, reyndi að sefa áhyggjur þeirra sem óttuðust að lokun alríkisstofnanna þýddi að framhjáflugið færi fram í kyrrþey. „Búist við því að sjá samfélagsmiðlareikninga New Horizons halda áfram að starfa. Samningurinn fyrir þessi verkefni var fjármagnaður fram í tímann,“ tísti Brindenstine í gær. Það sama sagði hann að ætti við um Osiris-Rex leiðangurinn hjá smástirninu Bennu og sjónvarpsrás NASA. „NASA heldur áfram að fylla heimsbyggðina lotningu með afrekum sínum!“ lofaði Bridenstine.Expect to see the @NASANewHorizons social media accounts continue to operate. The contract for these activities was forward funded. This applies to @OSIRISREx and NASA TV too. @NASA will continue to stun the world with its achievements!— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) December 28, 2018 Mega ekki gera tilraunir eða athuganir Sömu sögu er þó ekki að segja af þúsundum vísindamanna sem vinna fyrir bandarísku alríkisstjórnina eða fá styrki frá henni. Washington Post segir að lokunin þýði að þeim sé bannað að huga að tilraunum, gera athuganir, safna gögnum, gera tilraunir eða segja frá niðurstöðum sínum. Lokunin hefur meðal annars stöðvað vísindastörf hjá Haf- og loftslagsstofnuninni (NOAA), landbúnaðarráðuneytinu, Vísindasjóði Bandaríkjanna, og Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna. Dragist lokunin enn á langinn geta um 800 vísindamenn sem áttu að tala á landsþingi Veðurfræðifélags Bandaríkjanna í byrjun janúar ekki mætt. Stjörnufræðingar sem komu auga á einstaka tifstjörnu rétt áður en lokunin hófst gætu misst af tækifæri til að rannsaka hana haldi þráteflið áfram. Alice Harding, stjarneðlisfræðingur við Goddard-geimrannsóknastöð NASA, segir að hún og félagar hennar við Fermi-geimsjónaukann hafi flýtt sér að gera viðbótarathuganir á tifstjörnunni rétt áður en þau neyddust til að leggja niður störf. „En ef alríkisstjórnin verður áfram lokuð í meira en viku fáum við ekki tækifæri til að gera fleira,“ segir Harding við Washington Post. Útlitið fyrir að Bandaríkjaþing samþykki nýtt útgjaldafrumvarp til að hefja megi rekstur alríkisstofnananna á ný virðist ekki bjart. Trump forseti endurtók í dag hótun sem hann hefur sett fram áður um að hann muni loka landamærum Bandaríkjanna að Mexíkó fái hann ekki fjármagn til að reisa múrinn. Forsetinn hótaði því sama fyrir þingkosningarnar í byrjun nóvember þegar hann lét mikið með hóp miðamerísks farandfólks sem ætlaði fótgangandi norður til Bandaríkjanna til að leita þar hælis. Bandaríkin Donald Trump Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Lokun bandarískra alríkisstofnana varir fram á nýtt ár Ekki er útlit fyrir að Bandaríkjaþing reyni að samþykkja nýtt útgjaldafrumvarp þar til nýtt þing kemur saman í næstu viku. 27. desember 2018 23:42 Plútófar NASA nálgast sögulegt framhjáflug í ytra sólkerfinu Aldrei áður hefur geimfar frá jörðinni heimsótt eins fjarlægt fyrirbæri og þegar New Horizons þýtur fram hjá Kuiper-smástirninu Ultima Thule á nýársdag. 19. desember 2018 13:41 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Samfélagsmiðlasíður New Horizons-leiðangurs bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA verða áfram virkir þegar geimfarið flýgur fram hjá fjarlægasta fyrirbærinu sem heimsótt hefur verið þrátt fyrir að fjöldi bandarískra alríkisstofnanna liggi í lamasessi. Annars staðar kemur lokunin í veg fyrir að vísindamenn megi huga að tilraunum og gera athuganir. Um þriðjungur stofnana bandarísku alríkisstjórnarinnar hefur verið lokaður frá því í lok síðustu viku vegna kröfu Donalds Trump Bandaríkjaforseta um fjárveitingu til landamæramúrs. Deilur um múrinn hafa komið í veg fyrir að Bandaríkjaþing nái saman um útgjaldafrumvarp til að fjármagna rekstur stofnananna. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima hjá sér eða vinna launalaust. Fastlega er búist við því að lokun alríkisstjórnarinnar vari inn í nýtt ár. New Horizons flýgur fram hjá Ultima Thule, íshnullungi í Kuiperbeltinu, um áramótin. Það verður þá fjarlægasta fyrirbæri sem geimfar hefur heimsótt til þessa, í um 6,5 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Jim Brindenstine, forstjóri NASA, reyndi að sefa áhyggjur þeirra sem óttuðust að lokun alríkisstofnanna þýddi að framhjáflugið færi fram í kyrrþey. „Búist við því að sjá samfélagsmiðlareikninga New Horizons halda áfram að starfa. Samningurinn fyrir þessi verkefni var fjármagnaður fram í tímann,“ tísti Brindenstine í gær. Það sama sagði hann að ætti við um Osiris-Rex leiðangurinn hjá smástirninu Bennu og sjónvarpsrás NASA. „NASA heldur áfram að fylla heimsbyggðina lotningu með afrekum sínum!“ lofaði Bridenstine.Expect to see the @NASANewHorizons social media accounts continue to operate. The contract for these activities was forward funded. This applies to @OSIRISREx and NASA TV too. @NASA will continue to stun the world with its achievements!— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) December 28, 2018 Mega ekki gera tilraunir eða athuganir Sömu sögu er þó ekki að segja af þúsundum vísindamanna sem vinna fyrir bandarísku alríkisstjórnina eða fá styrki frá henni. Washington Post segir að lokunin þýði að þeim sé bannað að huga að tilraunum, gera athuganir, safna gögnum, gera tilraunir eða segja frá niðurstöðum sínum. Lokunin hefur meðal annars stöðvað vísindastörf hjá Haf- og loftslagsstofnuninni (NOAA), landbúnaðarráðuneytinu, Vísindasjóði Bandaríkjanna, og Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna. Dragist lokunin enn á langinn geta um 800 vísindamenn sem áttu að tala á landsþingi Veðurfræðifélags Bandaríkjanna í byrjun janúar ekki mætt. Stjörnufræðingar sem komu auga á einstaka tifstjörnu rétt áður en lokunin hófst gætu misst af tækifæri til að rannsaka hana haldi þráteflið áfram. Alice Harding, stjarneðlisfræðingur við Goddard-geimrannsóknastöð NASA, segir að hún og félagar hennar við Fermi-geimsjónaukann hafi flýtt sér að gera viðbótarathuganir á tifstjörnunni rétt áður en þau neyddust til að leggja niður störf. „En ef alríkisstjórnin verður áfram lokuð í meira en viku fáum við ekki tækifæri til að gera fleira,“ segir Harding við Washington Post. Útlitið fyrir að Bandaríkjaþing samþykki nýtt útgjaldafrumvarp til að hefja megi rekstur alríkisstofnananna á ný virðist ekki bjart. Trump forseti endurtók í dag hótun sem hann hefur sett fram áður um að hann muni loka landamærum Bandaríkjanna að Mexíkó fái hann ekki fjármagn til að reisa múrinn. Forsetinn hótaði því sama fyrir þingkosningarnar í byrjun nóvember þegar hann lét mikið með hóp miðamerísks farandfólks sem ætlaði fótgangandi norður til Bandaríkjanna til að leita þar hælis.
Bandaríkin Donald Trump Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Lokun bandarískra alríkisstofnana varir fram á nýtt ár Ekki er útlit fyrir að Bandaríkjaþing reyni að samþykkja nýtt útgjaldafrumvarp þar til nýtt þing kemur saman í næstu viku. 27. desember 2018 23:42 Plútófar NASA nálgast sögulegt framhjáflug í ytra sólkerfinu Aldrei áður hefur geimfar frá jörðinni heimsótt eins fjarlægt fyrirbæri og þegar New Horizons þýtur fram hjá Kuiper-smástirninu Ultima Thule á nýársdag. 19. desember 2018 13:41 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Lokun bandarískra alríkisstofnana varir fram á nýtt ár Ekki er útlit fyrir að Bandaríkjaþing reyni að samþykkja nýtt útgjaldafrumvarp þar til nýtt þing kemur saman í næstu viku. 27. desember 2018 23:42
Plútófar NASA nálgast sögulegt framhjáflug í ytra sólkerfinu Aldrei áður hefur geimfar frá jörðinni heimsótt eins fjarlægt fyrirbæri og þegar New Horizons þýtur fram hjá Kuiper-smástirninu Ultima Thule á nýársdag. 19. desember 2018 13:41