Viðar Örn Kjartansson gerði sér lítið fyrir og skoraði bæði mörk Maccabi Tel Aviv í undankeppni Evrópudeildarinnar fyrr í kvöld.
Maccabi vann 2-0 sigur á Radnicki Nis í fyrri leik liðanna í annari umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en leikið var í Ísrael.
Markalaust var í hálfeik en á sjöttu mínútu síðari hálfleiks kom Viðar Örn heimamönnum yfir og þar af leiðandi í góða stöðu.
Selfyssingurinn var aftur á ferðinni á 69. mínútu er hann kom þeim í 2-0 og er Maccabi því með pálmann í höndunum fyrir síðari leikinn.
Síðari leikurinn fer fram í Serbíu í næstu viku.
Viðar Örn með bæði mörkin í sigri Maccabi
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

„Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“
Íslenski boltinn


Ástbjörn missir af næstu leikjum KR
Íslenski boltinn

Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn






Evrópumeistararnir fóru hamförum
Fótbolti