Tölvuforrit frá Amazon ruglar saman þingmönnum og eftirlýstum glæpamönnum Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 26. júlí 2018 16:28 Forritið virðist hafa innbyggða fordóma gagnvart þeldökku fólki. Vísir/Getty 28 bandarískir þingmenn eru eftirlýstir af lögreglunni ef marka má niðurstöður úr nýju forriti frá tæknirisanum Amazon. Forritið ber saman andlit fólks við upplýsingar úr gagnagrunni lögreglu til að bera kennsl á glæpamenn. Vandamálið er að það virðist ekki vera mikið að marka niðurstöður forritsins enn sem komið er. American Civil Liberties Union (ACLU) eru félagasamtök sem berjast fyrir borgaralegum réttindum. Þau gerðu tilraunir með forritið sem fólust í að mata það á ljósmyndum af öllum núverandi þingmönnum. Eins og fyrr segir vildi forritið meina að 28 þeirra væru á flótta undan réttvísinni. Talsmaður ACLU segir þetta sýna hversu hættulegt það sé að treysta á tölvuforrit í þessum tilgangi. Formælandi Amazon segir hins vegar að með því að breyta stillingum forritsins sé auðvelt að auka nákvæmni þess og koma í veg fyrir þessar fölsku niðurstöður. Amazon notar sama forrit í margvíslegum tilgangi. Það hefur verið notað til að flokka myndir af frægu fólki, bera kennsl á óviðeigandi myndefni og margt fleira. Amazon er nú að vinna með lögreglu vestanhafs til að innleiða notkun forritsins í löggæslustörfum. ACLU segir það stórhættulega þróun og bendir á að forritið hafi innbyggða fordóma þeirra sem hönnuðu það. Af þeim sem voru ranglega sagðir glæpamenn af forritinu voru 40% blökkumenn. Það virðist því tvöfalt líklegra til að rugla dökkleitu fólki saman við glæpamenn. Tækni Tengdar fréttir Netflix og Amazon þurfa að fjármagna evrópskt efni Breytingar á evrópskum útvarpslögum þýða að stórar efnisveitur gætu þurft að sinna innlendri dagskrárgerð í þeim löndum sem þær selja þjónustu sína í Evrópu. 26. apríl 2018 16:05 Alexa hljóðritaði samtal hjóna og sendi vinum þeirra í tölvupósti Talsmaður netverslunarfyrirtækisins Amazon segir ótrúlega röð tilviljana hafa valdið því að raddstýrða tækið Alexa tók upp samtal hjóna og sendi upptökuna til manns á vinalista þeirra. 25. maí 2018 13:03 Hinn samansaumaði Jeff Bezos varð ríkasti maður nútímasögunnar í dag Stofnandi Amazon sagður fremur nískur, annað en keppinautur hans á listanum Bill Gates. 16. júlí 2018 20:33 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira
28 bandarískir þingmenn eru eftirlýstir af lögreglunni ef marka má niðurstöður úr nýju forriti frá tæknirisanum Amazon. Forritið ber saman andlit fólks við upplýsingar úr gagnagrunni lögreglu til að bera kennsl á glæpamenn. Vandamálið er að það virðist ekki vera mikið að marka niðurstöður forritsins enn sem komið er. American Civil Liberties Union (ACLU) eru félagasamtök sem berjast fyrir borgaralegum réttindum. Þau gerðu tilraunir með forritið sem fólust í að mata það á ljósmyndum af öllum núverandi þingmönnum. Eins og fyrr segir vildi forritið meina að 28 þeirra væru á flótta undan réttvísinni. Talsmaður ACLU segir þetta sýna hversu hættulegt það sé að treysta á tölvuforrit í þessum tilgangi. Formælandi Amazon segir hins vegar að með því að breyta stillingum forritsins sé auðvelt að auka nákvæmni þess og koma í veg fyrir þessar fölsku niðurstöður. Amazon notar sama forrit í margvíslegum tilgangi. Það hefur verið notað til að flokka myndir af frægu fólki, bera kennsl á óviðeigandi myndefni og margt fleira. Amazon er nú að vinna með lögreglu vestanhafs til að innleiða notkun forritsins í löggæslustörfum. ACLU segir það stórhættulega þróun og bendir á að forritið hafi innbyggða fordóma þeirra sem hönnuðu það. Af þeim sem voru ranglega sagðir glæpamenn af forritinu voru 40% blökkumenn. Það virðist því tvöfalt líklegra til að rugla dökkleitu fólki saman við glæpamenn.
Tækni Tengdar fréttir Netflix og Amazon þurfa að fjármagna evrópskt efni Breytingar á evrópskum útvarpslögum þýða að stórar efnisveitur gætu þurft að sinna innlendri dagskrárgerð í þeim löndum sem þær selja þjónustu sína í Evrópu. 26. apríl 2018 16:05 Alexa hljóðritaði samtal hjóna og sendi vinum þeirra í tölvupósti Talsmaður netverslunarfyrirtækisins Amazon segir ótrúlega röð tilviljana hafa valdið því að raddstýrða tækið Alexa tók upp samtal hjóna og sendi upptökuna til manns á vinalista þeirra. 25. maí 2018 13:03 Hinn samansaumaði Jeff Bezos varð ríkasti maður nútímasögunnar í dag Stofnandi Amazon sagður fremur nískur, annað en keppinautur hans á listanum Bill Gates. 16. júlí 2018 20:33 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira
Netflix og Amazon þurfa að fjármagna evrópskt efni Breytingar á evrópskum útvarpslögum þýða að stórar efnisveitur gætu þurft að sinna innlendri dagskrárgerð í þeim löndum sem þær selja þjónustu sína í Evrópu. 26. apríl 2018 16:05
Alexa hljóðritaði samtal hjóna og sendi vinum þeirra í tölvupósti Talsmaður netverslunarfyrirtækisins Amazon segir ótrúlega röð tilviljana hafa valdið því að raddstýrða tækið Alexa tók upp samtal hjóna og sendi upptökuna til manns á vinalista þeirra. 25. maí 2018 13:03
Hinn samansaumaði Jeff Bezos varð ríkasti maður nútímasögunnar í dag Stofnandi Amazon sagður fremur nískur, annað en keppinautur hans á listanum Bill Gates. 16. júlí 2018 20:33