Við erum náttúrlega nördar af guðs náð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. júlí 2018 08:00 Arngerður leikur á hörpu, Guðbjörg á fiðlu, Lilja Dröfn syngur og Alexandra er á bassa. Hljómsveitin Umbra Ensemble flytur nýja og forna tónlist í eigin útsetningum í Hannesarholti við Grundarstíg í kvöld. „Við gáfum út plötu í vor og erum að fylgja henni eftir en erum líka með suðurevrópska trúbatoratónlist frá 11. og 12. öld sem við höfum verið að rannsaka.“ segir Lilja Dögg Gunnarsdóttir, söngkona í Umbru. „Fólk heldur kannski að trúbadorar þess tíma hafi verið á flakki en þeir virðast meira hafa verið í vinnu við hirð eða hjá yfirstéttarfólki. Þess vegna hafa verkin líklega varðveist,“ bætir hún við til fróðleiks. Tónleikarnir bera yfirskriftina Úr myrkrinu. „Við erum vissulega að draga fram forna tónlist en alltaf með það að leiðarljósi að yrkisefnið höfði til fólks í dag og tónmálið sé aðgengilegt. Við útsetjum þessa gömlu tónlist út frá okkar kynslóð, nálgumst þetta pínu eins og popphljómsveit,“ heldur Lilja Dögg áfram og segir mikla vinnu liggja að baki hverju lagi. „Við vinnum eins og við séum að semja tónlistina þó við séum það ekki. Erum allar jafnvirkar í tónlistarsköpuninni og með brennandi áhuga á fornri tónlist, þó við dönsum á línunni.“ Lilja Dögg segir þær stöllur í Umbru óhræddar við að gefa sér rými til túlkunar, alltaf með það að leiðarljósi að hreyfa við áheyrendum. „Við pælum í textunum og syngjum jafnvel á tungumálum sem eru útdauð,“ segir hún. „Við erum náttúrlega nördar af guðs náð og mjög samstiga í því.“ Tónleikarnir tilheyra röðinni KÍTÓN Sumar í Hannesarholti. Þeir hefjast klukkan 20. Miðaverð er 3.000 krónur. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Hljómsveitin Umbra Ensemble flytur nýja og forna tónlist í eigin útsetningum í Hannesarholti við Grundarstíg í kvöld. „Við gáfum út plötu í vor og erum að fylgja henni eftir en erum líka með suðurevrópska trúbatoratónlist frá 11. og 12. öld sem við höfum verið að rannsaka.“ segir Lilja Dögg Gunnarsdóttir, söngkona í Umbru. „Fólk heldur kannski að trúbadorar þess tíma hafi verið á flakki en þeir virðast meira hafa verið í vinnu við hirð eða hjá yfirstéttarfólki. Þess vegna hafa verkin líklega varðveist,“ bætir hún við til fróðleiks. Tónleikarnir bera yfirskriftina Úr myrkrinu. „Við erum vissulega að draga fram forna tónlist en alltaf með það að leiðarljósi að yrkisefnið höfði til fólks í dag og tónmálið sé aðgengilegt. Við útsetjum þessa gömlu tónlist út frá okkar kynslóð, nálgumst þetta pínu eins og popphljómsveit,“ heldur Lilja Dögg áfram og segir mikla vinnu liggja að baki hverju lagi. „Við vinnum eins og við séum að semja tónlistina þó við séum það ekki. Erum allar jafnvirkar í tónlistarsköpuninni og með brennandi áhuga á fornri tónlist, þó við dönsum á línunni.“ Lilja Dögg segir þær stöllur í Umbru óhræddar við að gefa sér rými til túlkunar, alltaf með það að leiðarljósi að hreyfa við áheyrendum. „Við pælum í textunum og syngjum jafnvel á tungumálum sem eru útdauð,“ segir hún. „Við erum náttúrlega nördar af guðs náð og mjög samstiga í því.“ Tónleikarnir tilheyra röðinni KÍTÓN Sumar í Hannesarholti. Þeir hefjast klukkan 20. Miðaverð er 3.000 krónur.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira