Rannsaka hvort konum hafi verið mútað til að bera sakir á sérstaka rannsakandann Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2018 22:57 Talsmaður embættis Roberts Mueller segir ekkert hæft í ásökunum sem hafa verið boðaðar um meint kynferðisbrot hans. Vísir/Getty Robert Mueller, yfirmaður rannsóknarinnar á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa, hefur beðið bandarísku alríkislögregluna FBI um að rannsaka ásakanir um að fé hafi verið borið á konur til að þær bæru hann röngum sökum um kynferðislega áreitni. Talsmaður sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins segir að embættið hafi frétt af ásökunum um að konum hafi verið boðið fé til þess að setja fram falskar ásakanir á hendur Mueller. Þeim hafi þegar verið vísað til FBI, að því er segir í frétt Washington Post. Afar óvanalegt er að embættið tjái sig opinberlega og þykir það til marks um hversu alvarlega það taki tilraunir til þess að grafa undan rannsókninni. Jack Burkman, hægrisinnaður málafylgjumaður, sem hefur dreift samsæriskenningum tísti í dag um að hann ætlaði að birta upplýsingar um fyrsta fórnarlamb meints kynferðisofbeldis Mueller á fimmtudag. Burkman þessi hefur áður dreift samsæriskenningu um morð á starfsmanni landsnefndar Demókrataflokksins sem löggæslustofnanir hafa sagt engan fót fyrir.Huldukona segist hafa fengið boð um tugi þúsunda dollara Blaðið segir að orðrómar um mögulega falskar ásakanir á hendur Mueller hafi fyrst farið á kreik fyrir tveimur vikum þegar fjölmiðlum tók að berast tölvupóstar frá konu sem hélt því fram að ónefndur einstaklingur hefði boðið henni fé til að segja að Mueller hefði hagað sér ósæmilega þegar þau unnu saman á 8. áratug síðustu aldar. Konan hafi ekki viljað tala í síma en fullyrti að henni hafi verið boðnir tugir þúsunda dollara fyrir að tala illa um sérstaka rannsakandann. Hún heldur því fram að henni hafi verið sagt að Burkman stæði að baki því. Því hafnar Burkman algerlega.Tímaritið Atlantic segir að embætti Mueller hafi fengið vitneskju um ásakanirnar frá blaðamönnum sem konan hafði samband við. Konan hafi sagt blaðamönnunum að hún hafi unnið sem aðstoðarkona Mueller á lögmannsstofu árið 1974. Rannsókn Mueller hefur sætt hörðum árásum Donalds Trump forseta og margra bandamanna hans í Repúblikanaflokknum. Þeir hafa þó að að mestu leyti veigrað sér við því að vega beint að Mueller sjálfum fram að þessu. Mueller er enda repúblikani sjálfur og gegndi áður stöðu forstjóra FBI við góðan orðstír. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sérstaki rannsakandinn sagður tilbúinn með niðurstöður Ekkert liggur þó fyrir um að rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði Trump við Rússa sé að klárast. 17. október 2018 15:51 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira
Robert Mueller, yfirmaður rannsóknarinnar á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa, hefur beðið bandarísku alríkislögregluna FBI um að rannsaka ásakanir um að fé hafi verið borið á konur til að þær bæru hann röngum sökum um kynferðislega áreitni. Talsmaður sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins segir að embættið hafi frétt af ásökunum um að konum hafi verið boðið fé til þess að setja fram falskar ásakanir á hendur Mueller. Þeim hafi þegar verið vísað til FBI, að því er segir í frétt Washington Post. Afar óvanalegt er að embættið tjái sig opinberlega og þykir það til marks um hversu alvarlega það taki tilraunir til þess að grafa undan rannsókninni. Jack Burkman, hægrisinnaður málafylgjumaður, sem hefur dreift samsæriskenningum tísti í dag um að hann ætlaði að birta upplýsingar um fyrsta fórnarlamb meints kynferðisofbeldis Mueller á fimmtudag. Burkman þessi hefur áður dreift samsæriskenningu um morð á starfsmanni landsnefndar Demókrataflokksins sem löggæslustofnanir hafa sagt engan fót fyrir.Huldukona segist hafa fengið boð um tugi þúsunda dollara Blaðið segir að orðrómar um mögulega falskar ásakanir á hendur Mueller hafi fyrst farið á kreik fyrir tveimur vikum þegar fjölmiðlum tók að berast tölvupóstar frá konu sem hélt því fram að ónefndur einstaklingur hefði boðið henni fé til að segja að Mueller hefði hagað sér ósæmilega þegar þau unnu saman á 8. áratug síðustu aldar. Konan hafi ekki viljað tala í síma en fullyrti að henni hafi verið boðnir tugir þúsunda dollara fyrir að tala illa um sérstaka rannsakandann. Hún heldur því fram að henni hafi verið sagt að Burkman stæði að baki því. Því hafnar Burkman algerlega.Tímaritið Atlantic segir að embætti Mueller hafi fengið vitneskju um ásakanirnar frá blaðamönnum sem konan hafði samband við. Konan hafi sagt blaðamönnunum að hún hafi unnið sem aðstoðarkona Mueller á lögmannsstofu árið 1974. Rannsókn Mueller hefur sætt hörðum árásum Donalds Trump forseta og margra bandamanna hans í Repúblikanaflokknum. Þeir hafa þó að að mestu leyti veigrað sér við því að vega beint að Mueller sjálfum fram að þessu. Mueller er enda repúblikani sjálfur og gegndi áður stöðu forstjóra FBI við góðan orðstír.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sérstaki rannsakandinn sagður tilbúinn með niðurstöður Ekkert liggur þó fyrir um að rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði Trump við Rússa sé að klárast. 17. október 2018 15:51 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira
Sérstaki rannsakandinn sagður tilbúinn með niðurstöður Ekkert liggur þó fyrir um að rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði Trump við Rússa sé að klárast. 17. október 2018 15:51