Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að félagið muni beita skæruverkföllum og lama bæði stofnanir og samgöngur til að knýja fram breytingar á kjörum almennings. Þetta kom fram í máli Ragnars á útifundi á Ingólfstorgi í dag en fjallað verður um málið í fréttum Stöðvar 2.

Einnig verður rætt við ljósmæður en þær ákváðu í dag að hætta við boðað yfirvinnubann eftir að fjármálaráðuneytið lýsti því yfir aðgerðirnar væru ólöglegar.

Þá verður fjallað um nýjan tollasamning Íslands og ESB sem tók gildi í dag og einnig rætt við eiganda skemmtistaðarins Sirkus en staðurinn, sem var áður til húsa í miðbæ Reykjavíkur, verður á næstunni opnaður á Seyðisfirði í nánast upprunalegri mynd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×