Enn enginn grunaður vegna taugaeitursárásar Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 1. maí 2018 16:20 Breskir hermenn framkvæma hreinsun í nálægð við staðinn þar sem Skripal-feðginin fundust meðvitundarlaus. Vísir ( Getty Enn liggur enginn undir grun vegna taugaeitursárásar sem gerð var í Salisbury í Bretlandi þann 4. mars síðastliðinn. Sir Mark Sedwill, þjóðaröryggisráðgjafi Bretlands, upplýsti um þetta í dag þegar að hann kom fyrir varnarmálanefnd þingsins. Árásin beindist gegn Sergei Skripal, sem njósnaði fyrir bresk stjórnvöld í Rússlandi á tíunda áratug síðustu aldar og fram að því að hann var handtekinn árið 2004. Skripal komst svo til Bretlands árið 2010, þegar Bretland og Rússland skiptust á njósnurum, og hefur verið þar síðan. Eitrað var fyrir Skripal með því að smyrja eitri á hurðarhún heimilis hans og hefur hann síðan þá legið inni á sjúkrahúsi. Júlía Skripal, dóttir hans, varð einnig fyrir eitrun en hún hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsi. Ekki er þekkt hver langtímaáhrif eitrunarinnar muni vera. Sedwill upplýsti á sama tíma að gripið hafi verið til aðgerða til að auka öryggi breskra ríkisborgara sem eru í svipaðri stöðu og Skripal, en Skripal er ekki fyrsti maðurinn á flótta undan rússneskum stjórnvöldum sem eitrað er fyrir. Alexander Litvinenko lést í Bretlandi árið 2006 eftir að eitrað hafði verið fyrir honum með geislavirku efni. Litvinenko var fyrrverandi starfsmaður rússnesku leyniþjónustunnar og hafði sex árum fyrr flúið til Bretlands undan rússneskum stjórnvöldum. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar njósnuðu um Skrípal og prófuðu eitrið á hurðarhúnum Breska leyniþjónustan afléttir leynd af gögnum til að svara mótbárum rússneskra stjórnvalda um taugaeitursárásina í Salisbury. 13. apríl 2018 15:05 Harðneita yfirlýsingum Rússa um að annað taugaeitur hafi fundist í Salisbury Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði um helgina að starfsmenn rannsóknarstöðvar í Sviss, sem notuð var af OPCW, hefðu fundið taugaeitrið BWZ í sýnum frá Salisbury, þar sem eitrað var fyrir feðginunum. 18. apríl 2018 16:30 Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Enn liggur enginn undir grun vegna taugaeitursárásar sem gerð var í Salisbury í Bretlandi þann 4. mars síðastliðinn. Sir Mark Sedwill, þjóðaröryggisráðgjafi Bretlands, upplýsti um þetta í dag þegar að hann kom fyrir varnarmálanefnd þingsins. Árásin beindist gegn Sergei Skripal, sem njósnaði fyrir bresk stjórnvöld í Rússlandi á tíunda áratug síðustu aldar og fram að því að hann var handtekinn árið 2004. Skripal komst svo til Bretlands árið 2010, þegar Bretland og Rússland skiptust á njósnurum, og hefur verið þar síðan. Eitrað var fyrir Skripal með því að smyrja eitri á hurðarhún heimilis hans og hefur hann síðan þá legið inni á sjúkrahúsi. Júlía Skripal, dóttir hans, varð einnig fyrir eitrun en hún hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsi. Ekki er þekkt hver langtímaáhrif eitrunarinnar muni vera. Sedwill upplýsti á sama tíma að gripið hafi verið til aðgerða til að auka öryggi breskra ríkisborgara sem eru í svipaðri stöðu og Skripal, en Skripal er ekki fyrsti maðurinn á flótta undan rússneskum stjórnvöldum sem eitrað er fyrir. Alexander Litvinenko lést í Bretlandi árið 2006 eftir að eitrað hafði verið fyrir honum með geislavirku efni. Litvinenko var fyrrverandi starfsmaður rússnesku leyniþjónustunnar og hafði sex árum fyrr flúið til Bretlands undan rússneskum stjórnvöldum.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar njósnuðu um Skrípal og prófuðu eitrið á hurðarhúnum Breska leyniþjónustan afléttir leynd af gögnum til að svara mótbárum rússneskra stjórnvalda um taugaeitursárásina í Salisbury. 13. apríl 2018 15:05 Harðneita yfirlýsingum Rússa um að annað taugaeitur hafi fundist í Salisbury Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði um helgina að starfsmenn rannsóknarstöðvar í Sviss, sem notuð var af OPCW, hefðu fundið taugaeitrið BWZ í sýnum frá Salisbury, þar sem eitrað var fyrir feðginunum. 18. apríl 2018 16:30 Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Rússar njósnuðu um Skrípal og prófuðu eitrið á hurðarhúnum Breska leyniþjónustan afléttir leynd af gögnum til að svara mótbárum rússneskra stjórnvalda um taugaeitursárásina í Salisbury. 13. apríl 2018 15:05
Harðneita yfirlýsingum Rússa um að annað taugaeitur hafi fundist í Salisbury Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði um helgina að starfsmenn rannsóknarstöðvar í Sviss, sem notuð var af OPCW, hefðu fundið taugaeitrið BWZ í sýnum frá Salisbury, þar sem eitrað var fyrir feðginunum. 18. apríl 2018 16:30
Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00