Spáir betri kjörum og spennandi bankakerfi Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. maí 2018 07:00 Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga. Vísir/Valli Breytingunni sem verður þegar ný tilskipun Evrópusambandsins, PSD2, tekur gildi og bankamarkaðurinn opnast hefur verið líkt við breytinguna sem varð á fjarskiptamarkaði fyrir um tveimur áratugum. Með nýjum reglugerðum komu fleiri aðilar inn á markaðinn.Fréttablaðið fjallaði í gær um PSD2-tilskipunina sem er í gildi í ríkjum Evrópusambandsins og innleiða á hér á næsta ári. Samkvæmt henn verður bönkum skylt að veita öðrum fyrirtækjum aðgang að greiðslumiðlum sínum, að fengnu samþykki frá viðskiptavinum. Meniga hefur í næstum áratug nýtt sér upplýsingar frá bönkunum um viðskiptavini þeirra til þess að taka saman upplýsingar um heimilisbókhald. Upplýsingarnar eru fengnar á grundvelli samninga Meniga við bankana og að fengnu samþykki frá viðskiptavinunum sjálfum. Það sem breytist þegar tilskipunin tekur gildi er að bönkunum verður skylt að láta upplýsingarnar af hendi um leið og viðskiptavinurinn er búinn að samþykkja það. „Þetta er allt mjög eðlilegt fyrir okkur af því að við erum búin að vera í þessu í mörg ár og fögnum þessum reglum,“ segir Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga.Sjá einnig: Fólk geti skoðað innistæður í bönkum í gegn um Facebook Georg segir að Facebook geti hjálpað til við að skilja opna bankakerfið. Í dag geta notendur Facebook samþykkt að tiltekin öpp geti nálgast Facebook-gögn á borð við netföng, myndir og annað slíkt. Hugmyndin um opna bankakerfið feli í sér að tiltekið app eða þjónusta geti beðið notanda um að samþykkja að fá gögn af bankareikningum og greiðslukortum. Þessi aðili getur verið fyrirtæki á borð við Meniga sem heldur utan um heimilisbókhaldið, Facebook gæti birt reikningsupplýsingar notenda á Facebook-síðunni eða fyrirtæki sem sérhæfa sig í því að leita hagstæðustu tilboða fyrir fólk, svo sem tilboða í húsnæðislán eða annað slíkt. Bankar gætu líka ákveðið að birta upplýsingar af reikningum annarra banka og jafnvel millifært af þeim. „Þetta er allt að opnast og mjög óljóst, en spennandi hvað mun gerast. Það sem er þó öruggt er að neytendur munu hagnast, verð örugglega lækka og þjónusta batna. Fyrir bankana sjálfa er þetta bæði tækifæri og ógnun,“ segir Georg. Því hefur verið spáð að PSD2-tilskipunin kunni að hafa í för með sér þær breytingar að tekjur viðskiptabanka í Evrópu, þar á meðal hér á landi, dragist saman um allt að fjórðung. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tækni Tengdar fréttir Fólk geti skoðað innistæður í bönkum í gegn um Facebook Því er spáð að tekjumódel banka muni gerbreytast við innleiðingu á nýrri Evróputilskipun. Samkeppni muni aukast mikið á markaðnum. Hugsanlegt að viðskiptavinir muni geta nálgast upplýsingar um bankainnistæður sínar á Facebook. 30. apríl 2018 07:00 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Breytingunni sem verður þegar ný tilskipun Evrópusambandsins, PSD2, tekur gildi og bankamarkaðurinn opnast hefur verið líkt við breytinguna sem varð á fjarskiptamarkaði fyrir um tveimur áratugum. Með nýjum reglugerðum komu fleiri aðilar inn á markaðinn.Fréttablaðið fjallaði í gær um PSD2-tilskipunina sem er í gildi í ríkjum Evrópusambandsins og innleiða á hér á næsta ári. Samkvæmt henn verður bönkum skylt að veita öðrum fyrirtækjum aðgang að greiðslumiðlum sínum, að fengnu samþykki frá viðskiptavinum. Meniga hefur í næstum áratug nýtt sér upplýsingar frá bönkunum um viðskiptavini þeirra til þess að taka saman upplýsingar um heimilisbókhald. Upplýsingarnar eru fengnar á grundvelli samninga Meniga við bankana og að fengnu samþykki frá viðskiptavinunum sjálfum. Það sem breytist þegar tilskipunin tekur gildi er að bönkunum verður skylt að láta upplýsingarnar af hendi um leið og viðskiptavinurinn er búinn að samþykkja það. „Þetta er allt mjög eðlilegt fyrir okkur af því að við erum búin að vera í þessu í mörg ár og fögnum þessum reglum,“ segir Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga.Sjá einnig: Fólk geti skoðað innistæður í bönkum í gegn um Facebook Georg segir að Facebook geti hjálpað til við að skilja opna bankakerfið. Í dag geta notendur Facebook samþykkt að tiltekin öpp geti nálgast Facebook-gögn á borð við netföng, myndir og annað slíkt. Hugmyndin um opna bankakerfið feli í sér að tiltekið app eða þjónusta geti beðið notanda um að samþykkja að fá gögn af bankareikningum og greiðslukortum. Þessi aðili getur verið fyrirtæki á borð við Meniga sem heldur utan um heimilisbókhaldið, Facebook gæti birt reikningsupplýsingar notenda á Facebook-síðunni eða fyrirtæki sem sérhæfa sig í því að leita hagstæðustu tilboða fyrir fólk, svo sem tilboða í húsnæðislán eða annað slíkt. Bankar gætu líka ákveðið að birta upplýsingar af reikningum annarra banka og jafnvel millifært af þeim. „Þetta er allt að opnast og mjög óljóst, en spennandi hvað mun gerast. Það sem er þó öruggt er að neytendur munu hagnast, verð örugglega lækka og þjónusta batna. Fyrir bankana sjálfa er þetta bæði tækifæri og ógnun,“ segir Georg. Því hefur verið spáð að PSD2-tilskipunin kunni að hafa í för með sér þær breytingar að tekjur viðskiptabanka í Evrópu, þar á meðal hér á landi, dragist saman um allt að fjórðung.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tækni Tengdar fréttir Fólk geti skoðað innistæður í bönkum í gegn um Facebook Því er spáð að tekjumódel banka muni gerbreytast við innleiðingu á nýrri Evróputilskipun. Samkeppni muni aukast mikið á markaðnum. Hugsanlegt að viðskiptavinir muni geta nálgast upplýsingar um bankainnistæður sínar á Facebook. 30. apríl 2018 07:00 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Fólk geti skoðað innistæður í bönkum í gegn um Facebook Því er spáð að tekjumódel banka muni gerbreytast við innleiðingu á nýrri Evróputilskipun. Samkeppni muni aukast mikið á markaðnum. Hugsanlegt að viðskiptavinir muni geta nálgast upplýsingar um bankainnistæður sínar á Facebook. 30. apríl 2018 07:00