Spáir betri kjörum og spennandi bankakerfi Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. maí 2018 07:00 Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga. Vísir/Valli Breytingunni sem verður þegar ný tilskipun Evrópusambandsins, PSD2, tekur gildi og bankamarkaðurinn opnast hefur verið líkt við breytinguna sem varð á fjarskiptamarkaði fyrir um tveimur áratugum. Með nýjum reglugerðum komu fleiri aðilar inn á markaðinn.Fréttablaðið fjallaði í gær um PSD2-tilskipunina sem er í gildi í ríkjum Evrópusambandsins og innleiða á hér á næsta ári. Samkvæmt henn verður bönkum skylt að veita öðrum fyrirtækjum aðgang að greiðslumiðlum sínum, að fengnu samþykki frá viðskiptavinum. Meniga hefur í næstum áratug nýtt sér upplýsingar frá bönkunum um viðskiptavini þeirra til þess að taka saman upplýsingar um heimilisbókhald. Upplýsingarnar eru fengnar á grundvelli samninga Meniga við bankana og að fengnu samþykki frá viðskiptavinunum sjálfum. Það sem breytist þegar tilskipunin tekur gildi er að bönkunum verður skylt að láta upplýsingarnar af hendi um leið og viðskiptavinurinn er búinn að samþykkja það. „Þetta er allt mjög eðlilegt fyrir okkur af því að við erum búin að vera í þessu í mörg ár og fögnum þessum reglum,“ segir Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga.Sjá einnig: Fólk geti skoðað innistæður í bönkum í gegn um Facebook Georg segir að Facebook geti hjálpað til við að skilja opna bankakerfið. Í dag geta notendur Facebook samþykkt að tiltekin öpp geti nálgast Facebook-gögn á borð við netföng, myndir og annað slíkt. Hugmyndin um opna bankakerfið feli í sér að tiltekið app eða þjónusta geti beðið notanda um að samþykkja að fá gögn af bankareikningum og greiðslukortum. Þessi aðili getur verið fyrirtæki á borð við Meniga sem heldur utan um heimilisbókhaldið, Facebook gæti birt reikningsupplýsingar notenda á Facebook-síðunni eða fyrirtæki sem sérhæfa sig í því að leita hagstæðustu tilboða fyrir fólk, svo sem tilboða í húsnæðislán eða annað slíkt. Bankar gætu líka ákveðið að birta upplýsingar af reikningum annarra banka og jafnvel millifært af þeim. „Þetta er allt að opnast og mjög óljóst, en spennandi hvað mun gerast. Það sem er þó öruggt er að neytendur munu hagnast, verð örugglega lækka og þjónusta batna. Fyrir bankana sjálfa er þetta bæði tækifæri og ógnun,“ segir Georg. Því hefur verið spáð að PSD2-tilskipunin kunni að hafa í för með sér þær breytingar að tekjur viðskiptabanka í Evrópu, þar á meðal hér á landi, dragist saman um allt að fjórðung. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tækni Tengdar fréttir Fólk geti skoðað innistæður í bönkum í gegn um Facebook Því er spáð að tekjumódel banka muni gerbreytast við innleiðingu á nýrri Evróputilskipun. Samkeppni muni aukast mikið á markaðnum. Hugsanlegt að viðskiptavinir muni geta nálgast upplýsingar um bankainnistæður sínar á Facebook. 30. apríl 2018 07:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Breytingunni sem verður þegar ný tilskipun Evrópusambandsins, PSD2, tekur gildi og bankamarkaðurinn opnast hefur verið líkt við breytinguna sem varð á fjarskiptamarkaði fyrir um tveimur áratugum. Með nýjum reglugerðum komu fleiri aðilar inn á markaðinn.Fréttablaðið fjallaði í gær um PSD2-tilskipunina sem er í gildi í ríkjum Evrópusambandsins og innleiða á hér á næsta ári. Samkvæmt henn verður bönkum skylt að veita öðrum fyrirtækjum aðgang að greiðslumiðlum sínum, að fengnu samþykki frá viðskiptavinum. Meniga hefur í næstum áratug nýtt sér upplýsingar frá bönkunum um viðskiptavini þeirra til þess að taka saman upplýsingar um heimilisbókhald. Upplýsingarnar eru fengnar á grundvelli samninga Meniga við bankana og að fengnu samþykki frá viðskiptavinunum sjálfum. Það sem breytist þegar tilskipunin tekur gildi er að bönkunum verður skylt að láta upplýsingarnar af hendi um leið og viðskiptavinurinn er búinn að samþykkja það. „Þetta er allt mjög eðlilegt fyrir okkur af því að við erum búin að vera í þessu í mörg ár og fögnum þessum reglum,“ segir Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga.Sjá einnig: Fólk geti skoðað innistæður í bönkum í gegn um Facebook Georg segir að Facebook geti hjálpað til við að skilja opna bankakerfið. Í dag geta notendur Facebook samþykkt að tiltekin öpp geti nálgast Facebook-gögn á borð við netföng, myndir og annað slíkt. Hugmyndin um opna bankakerfið feli í sér að tiltekið app eða þjónusta geti beðið notanda um að samþykkja að fá gögn af bankareikningum og greiðslukortum. Þessi aðili getur verið fyrirtæki á borð við Meniga sem heldur utan um heimilisbókhaldið, Facebook gæti birt reikningsupplýsingar notenda á Facebook-síðunni eða fyrirtæki sem sérhæfa sig í því að leita hagstæðustu tilboða fyrir fólk, svo sem tilboða í húsnæðislán eða annað slíkt. Bankar gætu líka ákveðið að birta upplýsingar af reikningum annarra banka og jafnvel millifært af þeim. „Þetta er allt að opnast og mjög óljóst, en spennandi hvað mun gerast. Það sem er þó öruggt er að neytendur munu hagnast, verð örugglega lækka og þjónusta batna. Fyrir bankana sjálfa er þetta bæði tækifæri og ógnun,“ segir Georg. Því hefur verið spáð að PSD2-tilskipunin kunni að hafa í för með sér þær breytingar að tekjur viðskiptabanka í Evrópu, þar á meðal hér á landi, dragist saman um allt að fjórðung.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tækni Tengdar fréttir Fólk geti skoðað innistæður í bönkum í gegn um Facebook Því er spáð að tekjumódel banka muni gerbreytast við innleiðingu á nýrri Evróputilskipun. Samkeppni muni aukast mikið á markaðnum. Hugsanlegt að viðskiptavinir muni geta nálgast upplýsingar um bankainnistæður sínar á Facebook. 30. apríl 2018 07:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Fólk geti skoðað innistæður í bönkum í gegn um Facebook Því er spáð að tekjumódel banka muni gerbreytast við innleiðingu á nýrri Evróputilskipun. Samkeppni muni aukast mikið á markaðnum. Hugsanlegt að viðskiptavinir muni geta nálgast upplýsingar um bankainnistæður sínar á Facebook. 30. apríl 2018 07:00