Síðasta frétt myrta rannsóknarblaðamannsins birt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. febrúar 2018 21:17 Slóvakar eru margir hverjir í sárum vegna morðsins. Vísir/AFP Síðasta frétt slóvakíska blaðamannsins Jan Kuciak hefur verið birt á vefsíðu hans. Fréttin fjallar um tengsl ítölsku mafíunnar við stjórnmálamenn í Slóvakíu. Kuciak var myrtur á sunnudaginn ásamt unnustu sinni. Var þetta í fyrsta sinn sem blaðamaður var myrtur í Slóvakíu en strax komu fram vangaveltur að Kuciak hafði verði myrtur í tengslum við starf sitt sem blaðamaður. Lögregla segir að morðið á parinu lítu út fyrir að hafa verið framið af leigumorðingja. Í fréttinni er því haldið fram að að ítalskir kaupsýslumenn með tengsl við ítölsku mafíuna 'Ndrangheta hafi komið sér fyrir í fátæku héraði í austurhluta Slóvakíu. Þar hafi þeir árum saman dregið sér fé frá Evrópusambandinu. Þá er því einnig haldið fram að kaupsýslumennirnir hafi ræktað tengsl við háttsetta embættismenn, þar á meðal nokkra nána samstarfsmenn Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu. Einn þeirra er Maria Troskova sem þangað til í dag gegndi embætti yfirráðgjafa forsætisráðherrans. Hún ásamt Viliam Jason, formanni þjóðaröryggisráðs Slóvakíu, hafa látið af embættum í tengslum við málið. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá þeim segir að þau muni stíga til hliðar þangað til rannsókn hafi farið fram. Þau hafi ákveðið að stíga þetta skref svo ekki væri hægt að bendla nafn forsætisráðherra við rannsókn málsins. Fico hefur boðið þeim sem stíga geti fram með lykilupplýsingar um morðið á Kuciak og unnustu hans eina milljón evra í verðlaun.Ítarlega umfjöllun BBC um málið má finna hér. Fjölmiðlar Slóvakía Tengdar fréttir Telja að blaðamaður hafi verið myrtur vegna umfjöllunar um meint skattsvik Ján Kuciak og unnusta hans Martina Kušnírová fundust látin á sunnudag. 26. febrúar 2018 18:49 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Síðasta frétt slóvakíska blaðamannsins Jan Kuciak hefur verið birt á vefsíðu hans. Fréttin fjallar um tengsl ítölsku mafíunnar við stjórnmálamenn í Slóvakíu. Kuciak var myrtur á sunnudaginn ásamt unnustu sinni. Var þetta í fyrsta sinn sem blaðamaður var myrtur í Slóvakíu en strax komu fram vangaveltur að Kuciak hafði verði myrtur í tengslum við starf sitt sem blaðamaður. Lögregla segir að morðið á parinu lítu út fyrir að hafa verið framið af leigumorðingja. Í fréttinni er því haldið fram að að ítalskir kaupsýslumenn með tengsl við ítölsku mafíuna 'Ndrangheta hafi komið sér fyrir í fátæku héraði í austurhluta Slóvakíu. Þar hafi þeir árum saman dregið sér fé frá Evrópusambandinu. Þá er því einnig haldið fram að kaupsýslumennirnir hafi ræktað tengsl við háttsetta embættismenn, þar á meðal nokkra nána samstarfsmenn Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu. Einn þeirra er Maria Troskova sem þangað til í dag gegndi embætti yfirráðgjafa forsætisráðherrans. Hún ásamt Viliam Jason, formanni þjóðaröryggisráðs Slóvakíu, hafa látið af embættum í tengslum við málið. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá þeim segir að þau muni stíga til hliðar þangað til rannsókn hafi farið fram. Þau hafi ákveðið að stíga þetta skref svo ekki væri hægt að bendla nafn forsætisráðherra við rannsókn málsins. Fico hefur boðið þeim sem stíga geti fram með lykilupplýsingar um morðið á Kuciak og unnustu hans eina milljón evra í verðlaun.Ítarlega umfjöllun BBC um málið má finna hér.
Fjölmiðlar Slóvakía Tengdar fréttir Telja að blaðamaður hafi verið myrtur vegna umfjöllunar um meint skattsvik Ján Kuciak og unnusta hans Martina Kušnírová fundust látin á sunnudag. 26. febrúar 2018 18:49 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Telja að blaðamaður hafi verið myrtur vegna umfjöllunar um meint skattsvik Ján Kuciak og unnusta hans Martina Kušnírová fundust látin á sunnudag. 26. febrúar 2018 18:49