Fjármálaráðuneytið vekur athygli á umframlaunahækkun ljósmæðra Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2018 14:48 Frá fundi heilbrigðisyfirvalda og velferðarnefndar í dag. Á meðal viðstaddra voru Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Alma Möller, landlæknir. Mynd/Friðrik Fjármála- og efnahagsráðuneytið vekur sérstaka athygli á því að árið 2008 fengu ljósmæður 16% hækkun umfram önnur BHM-félög sem leiðréttingu vegna viðurkenningar á aukinni menntun. Frá þeim tíma hafa ljósmæður fengið sömu hækkanir og önnur BHM-félög.Sjá einnig: Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Tilefnið er fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga um kjör ljósmæðra, að því er segir í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag. Þar hefur ráðuneytið tekið saman lista af upplýsingum er varða deilu ljósmæðra við ríkið. Þá kemur einnig fram að á tímabilinu 2007-2017 hafi stöðugildum ljósmæðra hjá ríkinu fjölgað um 33% en fæðingum fækkað um rúm 8%. Þróun fjölda stöðugilda ljósmæðra og fjölda fæðinga á þessu tímabili má sjá á meðfylgjandi mynd hér að neðan.Stöðugildi ljósmæðra og fjöldi fæddra, tímabilið 2007 – 2017. Fjöldi fæðinga er meðalfjöldi fæðinga á mánuði og stöðugildi er meðalfjöldi stöðugilda á mánuði.Mynd/FjármálaráðuneytiðAuk þess hafi meðaldagvinnulaun ljósmæðra miðað við fullt starf árið 2017 verið 573 þúsund krónur. Á mynd 2 má sjá þróun vísitölu dagvinnulauna ljósmæðra í samanburði við launavísitölu og samanburðarstéttir. Þá hafi meðalheildarlaun ljósmæðra fyrir fullt starf árið 2017 verið 848 þúsund krónur á mánuði. Á mynd 3 má sjá þróun heildarlauna ljósmæðra samanborið við samanburðarstéttir. Ráðuneytið lætur auk þess fylgja töflu þar sem sjá má samanburð á meðaldagvinnu- og heildarlaunum BHM-félaga 2017. Þróun dagvinnulauna 2007-2017.Mynd/FjármálaráðuneytiðÞróun heildarlauna 2007-2017.Mynd/FjármálaráðuneytiðMynd/FjármálaráðuneytiðAð síðustu segir í yfirlýsingu ráðuneytisins að það sé einlægur vilji stjórnvalda að ljúka deilunni við ljósmæður eins fljótt og kostur er. Kjaramál Tengdar fréttir Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46 Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00 Yfirmenn heilbrigðiskerfisins fyrir velferðarnefnd vegna ljósmæðra Heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og ef til vill Landlæknir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis seinna í dag. 3. júlí 2018 12:12 Geta ekki unnið vinnuna sína án ljósmæðra Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum hafa miklar áhyggjur af ljósmæðradeilunni. 3. júlí 2018 11:41 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðuneytið vekur sérstaka athygli á því að árið 2008 fengu ljósmæður 16% hækkun umfram önnur BHM-félög sem leiðréttingu vegna viðurkenningar á aukinni menntun. Frá þeim tíma hafa ljósmæður fengið sömu hækkanir og önnur BHM-félög.Sjá einnig: Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Tilefnið er fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga um kjör ljósmæðra, að því er segir í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag. Þar hefur ráðuneytið tekið saman lista af upplýsingum er varða deilu ljósmæðra við ríkið. Þá kemur einnig fram að á tímabilinu 2007-2017 hafi stöðugildum ljósmæðra hjá ríkinu fjölgað um 33% en fæðingum fækkað um rúm 8%. Þróun fjölda stöðugilda ljósmæðra og fjölda fæðinga á þessu tímabili má sjá á meðfylgjandi mynd hér að neðan.Stöðugildi ljósmæðra og fjöldi fæddra, tímabilið 2007 – 2017. Fjöldi fæðinga er meðalfjöldi fæðinga á mánuði og stöðugildi er meðalfjöldi stöðugilda á mánuði.Mynd/FjármálaráðuneytiðAuk þess hafi meðaldagvinnulaun ljósmæðra miðað við fullt starf árið 2017 verið 573 þúsund krónur. Á mynd 2 má sjá þróun vísitölu dagvinnulauna ljósmæðra í samanburði við launavísitölu og samanburðarstéttir. Þá hafi meðalheildarlaun ljósmæðra fyrir fullt starf árið 2017 verið 848 þúsund krónur á mánuði. Á mynd 3 má sjá þróun heildarlauna ljósmæðra samanborið við samanburðarstéttir. Ráðuneytið lætur auk þess fylgja töflu þar sem sjá má samanburð á meðaldagvinnu- og heildarlaunum BHM-félaga 2017. Þróun dagvinnulauna 2007-2017.Mynd/FjármálaráðuneytiðÞróun heildarlauna 2007-2017.Mynd/FjármálaráðuneytiðMynd/FjármálaráðuneytiðAð síðustu segir í yfirlýsingu ráðuneytisins að það sé einlægur vilji stjórnvalda að ljúka deilunni við ljósmæður eins fljótt og kostur er.
Kjaramál Tengdar fréttir Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46 Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00 Yfirmenn heilbrigðiskerfisins fyrir velferðarnefnd vegna ljósmæðra Heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og ef til vill Landlæknir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis seinna í dag. 3. júlí 2018 12:12 Geta ekki unnið vinnuna sína án ljósmæðra Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum hafa miklar áhyggjur af ljósmæðradeilunni. 3. júlí 2018 11:41 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46
Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00
Yfirmenn heilbrigðiskerfisins fyrir velferðarnefnd vegna ljósmæðra Heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og ef til vill Landlæknir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis seinna í dag. 3. júlí 2018 12:12
Geta ekki unnið vinnuna sína án ljósmæðra Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum hafa miklar áhyggjur af ljósmæðradeilunni. 3. júlí 2018 11:41