Innlent

Friðrik Már nýr formaður verðlagsnefndar búvara

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Friðrik Már Baldursson.
Friðrik Már Baldursson. vísir/vilhelm
Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, er nýr formaður verðlagsnefnd búvara, að því er fram kemur í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.



Verðlagsnefndin er skipuð sjö einstaklingum. Samkvæmt búvörulögum skulu tveir fulltrúar vera tilnefndir af samtökum launþega, tveir af Bændasamtökum Íslands, tveir af Samtökum afurðastöðva í mjólkurframleiðslu auk þess sem ráðherra landbúnaðarmála skipar formann nefndarinnar. 

Samtök launþega, þ.e. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og stjórn Alþýðusambands Íslands, hafa ákveðið að nýta ekki rétt sinn til tilnefningar. Í samræmi við ákvæði búvörulaga féll það því í hlut félags- og jafnréttismálaráðherra að tilnefna þessa tvo fulltrúa.  

Verðlagsnefnd búvara er þannig skipuð:

  • Friðrik Már Baldursson, formaður, tilnefndur af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
  • Margrét Gísladóttir, tilnefnd af Bændasamtökum Íslands
  • Sindri Sigurgeirsson, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands
  • Rögnvaldur Ólafsson, tilnefndur af Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf.
  • Jóhanna Hreinsdóttir, tilnefnd af Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf.
  • Ágúst Sigurður Óskarsson, tilnefndur af félags- og jafnréttismálaráðherra
  • Ásta Björg Pálmadóttir, tilnefnd af félags- og jafnréttismálaráðherra
Einnig hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipað Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóra mjólkurvinnslunnar Örnu, sem fulltrúa minni vinnslufyrirtækja mjólkur sem áheyrnarfulltrúa í nefndina.

Með nefndinni starfar Arnar Freyr Einarsson, hagfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×